Það eru til tvennskonar glæpir. Glæpir og “glæpir”.
Alvöru glæpir er þegar einhver/einhvað brýtur grunnrétti einstklinga, sem er rétturinn til að velja, rétturinn til að eiga afköst vinnu sína (eignaréttur). Og rétturinn til að verja sinn rétt gegn þeim sem vilja skaða þennan rétt.

Það má ekki brjóta þennan rétt einstaklinga og því má ekki valda öðrum skaða; stela, meiða, myrða, nauðga, bera ljúgvitni, þvinga, hóta o.s. frv. Einstaklingar mega verja eignir sínar og líkama ef einhver/einhvað ætlar að valda skaða. Þess vegna höfum við dómstóla; hlutlausa aðila sem ákveða sekt eða sakleysi á þessum hlutum. Hvort aðilin fyrir dómi braut þennan rétt eða var að verja hann, eða hvort hann hafi átt þátt í eða séð glæpinn sem var framinn.

Þegar þessir grunnréttir einstaklinga eru brotnir þá köllum við það glæpi.

Svo er hin tegundin af “glæpum”. Það er þegar sett eru lög sem brjóta sjálf í bága við grunnrétt einstklinga. Skattsvik, kaupa, nota, búa til eða selja bannaðar vörur, eða stunda einhverja athöfn með öðru fólki sem ekki samræmist óréttmætum lögum þeirra sem hafa valdið. Á Íslandi höfum við lýðræði, sem þýðir að lýðurinn ræður með meirihluta. Einhver meirihluti hefur svo ákveðið að nýta sitt vald sem meirihluti til að setja lög sem þjónar hagsmunum hans en treður á rétti annara minnihlutahópa. og þá helst rétt minnsta minnihlutans; einstaklingsins.

Glæpir í nútíma samfélagi:

Í nútíma samfélagi eru “glæpir” margfalt algengari en alvöru glæpir og má þar nefna sem dæmi fólk sem smyglar inn áfengi, lyfjum, tóbaki, heilsuvörum, snyrtivörum, klámmyndum. Bruggar landa til sölu, selur “undir” borðið, felur eignir sínar fyrir ríkinu (skattsvik) og gerir þetta allt án leyfis laga. Í þetta fer heilmikið fjármagn sem bitnar svo aftur á því þegar alvöru glæpir eru framdir. Lögreglan er illa launuð, illa mönnuð og er að drukkna í vinnu við að eltast við einhvað sem ætti ekki að vera ólöglegt. Í stað þess að vera með vel mannaða, vel launaða og hæfa lögreglu sem getur gefið sig 100% í starf sitt þegar einhver fremur alvöru glæp, þó ég efist ekki um að lögrelgan sem við höfum í dag geri allt í sínu valdi til að uppræta þannig glæpi. Baráttan hjá henni verður sífellt erfiðari þegar kröfur samfélagsins til öryggis eykst, og fjármangið minnkar hlutfallslega og þjónustan með.

Þetta segir okkur það að lögreglan í dag er mjög dýr að óþörfu, illa rekin af ríkinu sem ætlar greinilega að ala okkur upp með harðri hendi. Hinsvegar er varla við ríkið að sakast, því það er fólkið í landinu sem þrýstir á að halda þessu áfram, og kvartar svo yfir lélegri þjónustu lögreglu manna og heimtar betri þjónustu á meðan það heimtar einnig heilbrigðiskerfi, menntakerfi, velferðarkerfi og lægri skatta. Og svo er rifist harkalega á þingi um hvað eigi að gera við allt þetta illa fengna fé. Sem vekur svo enn meiri óánægju í samfélaginu því allir höfðu sínar eigin hugmyndir um hvernig ætti að redda málunum og hvaða málaflokkar séu mikilvægastir.

Á meðan þetta riflildi þjóðarinnar stendur yfir þá fara aðrir í felur og stunda sína ólöglegu iðju sína, eins og til dæmis fíkniefna neyslu. Það felur sig frá samfélaginu að ótta við að verða refsað, fær allskyns ranghugmyndir í ofsóknaræði og skemmir samfélagslegan þroska sinn, leiðist út í tómt rugl og vesæld og fer að verða ofbeldifullt í mótmælaskyni við heimsku og fordóma samfélagsins; fremur alvöru glæpi, stelur af einstaklingum til að fjármagna vanlíðanina og ranghugmyndirnar sem það hefur í kollinum um lífið og tilveruna. Því það trúir því þegar það byrjaði fyrst að það væri ekki að gera neitt rangt. Það var ekki að valda öðrum neinum skaða; algerlega saklaus af þeim sökum og það skiptir mestu máli fyrir flesta einstaklinga. Glæpur án fórnarlambs.

Hver á að borga í frjálsu samfélagi?

Afhverju ekki allir? Það er fullt af fólki sem finnst í góðu lagi að borga skatta til að halda svona þjónustu uppi og sér ekki eftir þeim peningum. Því er að sjálfsögðu enn frjálst að borga fyrir það ef það kýs að gera það. Það yrði ódýrara að reka lögregluna þar sem alvöru glæpir eru töluvert færri en gervi glæpir. Sem gefir lögreglunni miklu betra og meira svigrúm til að sinna sinni vinnu.
Að lokum borga svo þeir sem fremja glæpina sjálfir fyrir þann skaða sem þeir ullu. Fengju að vinna fyrir launum þeirra sem líta eftir sér, vinna fyrir bótum til fórnarlambsins eða fjölskyldu þess. Vinna fyrir málskostnaði, vinna fyrir matnum sem það fær. Ef það neitar að vinna þá fær það lágmarks fæði eða þarf að treysta á velvilja fólks í þeirra garð, s.s. fjölskyldu, vini eða aðra einstaklinga. Þetta leiðir einnig til mun betri endurhæfingu þeirra sem hafa misstigið sig í lífinu.

Glæpum myndi fækka í frjálsum samfélögum, lögreglan hefði meira fjármagn til að sinna málum betur og skilningur á vandamálum sem einstaklingar lentu í væri meiri, af því mætti leiða að enduruppbygging væri áhrifarík meðferð, þar sem við skiljum vandann og gæti því einnig haft fyrirbyggjandi áhrif.

Það eru margir hér á landi sem finnst allt í lagi að borga skatta. Og gera það margir með glöðu geði og finnst það hið besta mál. Ég get ekki séð afhverju það ætti að hætta. Ekki nema að fólk sé ennþá í þeim barnapælingum að ef einn á bland í poka og fer með það í skólann þá verði hann að gefa öllum hinum með sér, annað sé ekki sanngjarnt. Skítt með þann sem á nammið, þann sem borgaði fyrir það eða fékk það gefins. Hans réttur er ekki aðalatriðið, heldur á heildin að ganga fyrir. Þetta endar að sjálfsögðu með því að krakkar hætta að koma með nammi í skólann. Sumum finnst það bara gott mál því að nammi er óhollt, en það er ekki það sem krakkinn er að hugsa um.

friður
potent