Hver kannast ekki við að gera sig að algjöru fífli og óska þess að vera ekki til?

Mín vandræðalegustu augnablik sem ég man eftir:

Ég og litla systir mín, Lilja, fórum að versla með ömmu gömlu í Hagkaup í kringlunni þegar ég var bara lítill pjakkur. Saman tókst okkur að lokka þá gömlu til að kaupa fullt af sælgæti og allskonar ruslfæði sem var engan veginn hollt fyrir okkur. Eftir að hafa verslað hálfa verslunina skokkum við í áttina að kassanum, ég var þó í smástund aukalega fyrir framan sælgætishilluna og greip fullt af hlaupböngsum með og hoppa á kassann til að bæta því í hrúguna.
Agreiðsludaman er að renna hlutunum í gegn og ég fer að grínast í ömmu þegar hún rennir léttmjólk í gegn og spyr hvort hún sé svona feit að hún geti ekki drukkið venjulega mjólk. Ég held áfram að gagnrýna ALLA hluti sem fara á færibandið þegar ég átta mig á því að allt sælgætið vantar. Ég smelli hlaupböngsunum mínum á borðið og segi hálfsvekktur: Jæja þú hlýtur að geta keypt þessa bangsa að minnsta kosti (hélt að hún hefði skilið nammið eftir) þegar ég lít upp og sé að þetta er ekkert amma mín, þetta er einhver kerling sem ég þekkti ekki neitt á meðan systir mín og amma stóðu við endann á kassanum að átta sig á því hvað í fjandanum ég var að gera. Ég hélt ég myndi deyja þarna.


Ca. 10 ára gamall. Ég átti heima í Stelkshólum í Breiðholti. Ég, brósi og vinur okkar, Gunnar, fórum uppí Hólagarða að versla okkur frostpinna eitt sumarið. Gunnar hafði fengið nýtt hjól í vikunni sem hann fór á og ég var að deyja úr öfundsýki. Ekki bætti það að Gunnar vildi ekki leyfa okkur að hjóla á því þannig að þegar við erum að versla frostpinnana okkar þá flýti ég mér á undan þeim, hleyp út og hoppa á hjólið hans og hjóla á staðnum í nokkra hringi. Skyndilega koma út tveir strákar sem ég hafði aldrei séð og öskruðu á mig: “Hvað í fjandanum ertu eiginlega að gera á hjólinu mínu”. Þá áttaði ég mig á því að hann hafði ekkert verið á hjólinu sínu, skyldi það eftir heima. Ég fékk vægt hjartaáfall úr skömm.


19 ára gamall kem ég heim á föstudegi og flýti mér í sturtu (á leiðinni á djammið). Ég er smástund í sturtu, hoppa úr henni, gleraugnalaus, og gríp handklæði, skokka fram til að hringja í vinina þegar ég finn ekki þráðlausa símakvikindið og rölti inní stofu til að spyrja hvaða rödd sem ég heyrði þar um símann. “Mamma, ert þetta þú? Heyrðu veistu nokkuð um símann?” spyr ég á handklæðinu. Fattaði ekki að það væri saumaklúbbur í gangi hjá henni.

Vinnandi sem sölumaður hjá Coke: Ég er að ganga útaf lagernum inní búð og það eru svona plaststrimlar í staðinn fyrir hurð þannig að maður sér ekkert hvað er hinum meginn við plastið. Ég er að láta braka í fingrunum þegar ég geng í gegn og hendurnar mínar hitta akkúrat á brjóstin á verslunarstjóranum sem var á leiðinni inná lagerinn. Lét aldrei sjá mig þar aftur.

Aftur í vinnunni: Ég kem inní verslun og er að fara að líta á hvað þarf að panta fyrir helgina. Starfsmaður á staðnum er utan af landi og er alltaf að tala um hversu flottar kerlingar hann hafði séð í búðinni um daginn. Þarna stóð ein, hörkuskutla með vöxtinn í meira en lagi, sölumaður sem sér um snakkvörur. Eftir að skrá hjá mér hvað vantaði þá er ég á leiðinni inná lager, kvenmaðurinn farinn og ég segi við strákinn: “Sástu kerlinguna sem stóð hérna fyrir smá stundu? Hana hefði ég sko tekið í anallinn anytime. Ég náði varla augunum af tittsunum á henni mar” í staðinn fyrir að svara mér með “anskotinn, missti ég af henni?” svari sem ég bjóst við, þá horfði hann skelkaður á eitthvað fyrir aftan mig.. réttara sagt stelpunni sem stóð einn meter fyrir aftan mig, mér óaðvitandi.

Aftur í vinnunni: Ég var í Nýkaup í Mosó að fylla á kælinn þar þegar hörkuskutla er að versla rétt hjá mér. Ég varð náttúrulega að vera soldill töffari þegar hún brosti til mín og tók mína flottustu takta (sem eru nú nokkuð góðir) til að sýnast aðeins. Hún heldur áfram að versla í kringum mig og er alltaf að brosa til mín. Ég lít á hana, gef henni töffaralegasta svipinn minn, skelli einni 2L kippu á fótinn sem hvíldi á hillunni og ríf hana upp á augnabliki, held áfram að horfa á stelpuna og hún á mig. Þá gaf hún mér sitt flottasta bros og ég íhugaði að tjatta við hana. En hún var að brosa aðeins of mikið. Hún var svona meira að brosa að því að það hafði vantað tapann á eina flöskuna í kippunni og kókið var að leka yfir mig allan á milljón á meðan ég var að looka cool.

Svo vorum við einu sinni í Ameríku, gistum hjá vinafólki. Ég var búinn að vera vakandi í næstum heilan sólahring, ég fer í sturtu og á handklæðinu fram (var einn heima), nenni ekki að klæða mig strax þannig að ég horfi aðeins á sjónvarpið. En þá sofna ég og vakna ekki fyrr en seint um kvöldið og handklæðið var ekkert að hylja neitt mikið annað en sófann…. og allir komnir heim fyrir löngu!