Afmæli seint á árinu Ég veit ekki hvort þessi grein passi hér en það má reyna…

Núna er maður farinn að leita sér að einhverri sumarvinnu. Ég fór á dominos.is og sótti þar um vinnu. En neeeei! Kemur ekki til greina! Ég fékk wordskjal í svarinu með þessum ljúfu orðum:

<i><b>Kæri Stefán Vignir.</b>
Okkur hefur borist umsókn þín um atvinnu hjá Domino’s Pizza og viljum við þakka þér fyrir hana. Samkvæmt nýrri stefnu fyrirtækisins ráðum við ekki til starfa fólk undir 17 ára aldri. Því verðum við að afþakka umsókn þína. Við vonumst til að heyra frá þér í framtíðinni!</i>

—-

Ég lenti í sömu vandræðum í fyrra að því að ég var svoldið seinn á ferðinni og fékk nærstum hvergi vinnu nema i einhverja hálfsmánaðar íhlaupavinnu ásamt hinum svokallaða vinnuskóla að því að ég var ekki ORÐINN sextán ára. En það eru aðuvitað fleiri fyrirtæki til heldur en Domino's.

—-

Það er nú bara vel skiljanlegt að ég fái ekki bílprófið fyrr en á minn síðbúna afmælisdag en það er fáránlegt að ég fái ekki mannsæmandi vinnu fyrr en ég á afmæli enhverntíman um miðjan vetur, löngu eftir að skólinn er byrjaður með þeim afleiðingum að maður veður í skuldasúpu út skólaárið út af bókakaupum fyrir tugi þúsunda króna.

—-

Mér finnst það líka vera fáránlegt ef að evrópubatteríið sem skipaði m.a. á um breyttan sjálfræðisaldur er að skipta sér af einhverjum svona hlutum hérna á litla Íslandi, s.s. sumarafleysingum og kalla það baranaþrælkun. Þessi fordómafullu möppudýr í út í Brussel eru bara aumingjar sem hafa ekki hundsvit á því hvað allvöru vinna er, hafa verið í skólanum þangað til í júní eða lengur og pabbi þeirra og mamma hafa borgað allt nám fyrir þau þangað til þau fóru að vinna hálaunaða skrifstofuvinnu.

—-

> Er ég eitthvað verri manneskja en aðrir, bara útaf því að ég á afmæli í desember?
> Kemur það eitthvað ímynd fyrirtækisinns við þó að það séu einhvejir “ólögráða unglingar” í íhlaupavinnu hjá því?
> Kemur þetta eitthvað baranaþrælkun við að maður fær ekki vinnu?

—-

Ég vona að þið hafið nent að lesa þetta.
Kveðja, Grugli/Stebbi