Nú veit ég ekkert hvort að það hefur verið skrifað um þetta hérna á huga, býst samt við því. Ég er bara nýgræðingur hér, en mig hefur lengi langað að koma þessu frá mér opinberlega.
Hvað er málið með verð á bíómiðum hérna á Íslandi??? 800 kall fyrir einn bíómiða?? Ég er svoleiðis búin að minnka mínar bíóferðir, bara vegna þess að það er svo dýrt.
Mín skoðun er sú, að það á ekki að kosta það sama í alla sali, á allar sýningar og í öll sæti.
Tökum sem dæmi, mig langar að fara að sjá mynd, en kemst ekki á hana fyrr en 2 vikum eftir að hún var frumsýnd, þá er hún komin í sal 2 eða 3.. og þá er ætlast til þess að maður borgi sama 800 kallinn fyrir að sitja í einhverjum ömurlegum litlum 50 sæta sal. Nei, þá hefði ég frekar viljað borgað 500 kall fyrir að sjá hana.
Ég veit ekki betur en að bíóin eru frekar tóm á fyrstu sýningu á virkum dögum, þarna um 5-6 leytið. Afhverju kostar ekki aðeins minna þá? Þá kæmi fólk líka á þeim tíma og meiri sala í sjoppunni, sem er sér kapituli útaf fyrir sig.
Og á maður að borga sama 800 kallinn fyrir að sitja fremst í td. sal 1 í Háskólabíó og að sitja í miðjunni? Maður kemur út með vöðvabólgu og hálsríg.
Ég fór t.d. í bíó í Glasgow einu sinni, og þar voru 3 verðflokkar, í miðjunni í geðveikt mjúkum sætum, til hliðar á venjulegum sætum og fremst á stólum. Svoleiðis ætti það að vera.
Það er ekki heilbrigt að maður þurfi að borga 800 alltaf, hvar og hvenær sem er!
Og þegar foreldrar eru að fara að börnin sín á teiknimyndir, þá þurfa þau að borga 800 eða börnin 500 kall…. ef að þau eru undir 5 ára!! Fer 6 ára gamalt barn eitt í bíó nú til dags, þeas. án fylgdar fullorðinna?? Nei ég held ekki. Þannig að feðgar, pabbinn og 6 ára strákur, þeir þurfa að borga 1600 kall til að sjá einhverja teiknimynd, sem pabbinn hefur kannski ekkert gaman að.
Svo þarf að fara í sjoppuna, og þar fær buddan fyrst að finna fyrir því. Maður kaupir sér miðstærð popp og miðstærð kók og kannski einn lakkríspoka.. og lætur þetta duga með allri myndinni, 600 kall takk fyrir ! Ég veit ekki betur en að kvikmyndahúsin kaupa 1 kíló af poppmaís.. sem ég veit að fer í marga miðstærð af popp.. á 25 kr. kílóið. Og vatnsblandað kókgutl úr vélum.. iss ég veit nú ekki hvað það kostar fyrir bíóin en það kostar 190 kall fyrir mig!
Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þennan pirring í mér og séu sammála.
Ég segi, tökum þátt í öllum kvikmyndagetraunum á netinu, vinnum miða, tökum með okkur örbylgjupopp, poppað heima, kaupum kók í bónus og búum til heimatilbúnar karmellur og hættum að kaupa miða og kaupa í sjoppunni!

ps. já ég er pínku nísk :)