Æ, það eru flestir bankar með einhverja svona reikninga, Landsbankinn með Kjörbók, Búnaðarbankinn með Gullbók eða Kostabók, Íslandsbanki með Uppleið, Sparisjóðirnir Tromp o.s.frv. Fer allt eftir því hvað þú ætlar að eiga peninginn lengi. Uppleið geturðu komist upp í mest 8,6% vexti, Gullbók 5,75%, Kostabók 9,75%, Kjörbók 7,45%, Tromp 9,85% Mér sýnist Kostabókin hjá Búnaðarbankanum vera besti kosturinn. Þá byrjarðu í 7,25%, eftir 6 mánuði ferðu í 8,25 og hækkar svo alltaf á 6 mánaða fresti....