Ég fór að leigja mér spólu áðan á Fjarðarvideo. Þegar ég var að fara út rak ég augun í miða þar sem sorgarsaga var sögð, 3ja ára köttur er týndur og hans er sárt saknað. Það sem hins vegar stakk mig var það að í auglýsingunni var sagt, Hann blabla er týndur hann er þriggja ára og ÓGELTUR. Hvað heldur þetta fólk eiginlega? Það er staðreynd að graðir högnar leita sér að læðum og það sem verra er … þeir gera sér yfirráðasvæði með því að míga úti um allt. Jú jú mér er svosem sama að þeir pissi utan í tréið mitt en málið er að þeir fara líka inn í hús til fólks og míga þar og þar með þarf fólk að sótthreinsa allt inni hjá sér ef það vill ekki kafna úr fýlu. Fólk sem lætur ekki gelda högnana sína kemur óorði á kattareigendur yfir höfuð. Það er svosem rétt að kettir skíta í sandkassa barna og annað ógeð en það er hægt að forðast með því einfaldlega að setja lok yfir sandkassann enda getum við sagt okkur það sjálf að þar sem við kennum þeim að skíta í sand. Til að koma veg fyrir að kettirnir komi inn að míga og merkja þarf hins vegar mikið. Ég get ekki haft opna glugga hér heima hjá mér nema þar sem ég hef sett barnalæsingar en samt tókst einum ketti að brjótast inn um einn glugga hjá mér….

Mín skilaboð eru þessi: Takið kettina ykkar úr sambandi þegar þeir eru 6-8 mánuða gamlir eða látið þá ekki komast í önnur hús- Það ætti að sekta fólk sem gerir það ekki þar sem kostnaðurinn við þrifin eftir kettina getur verið umtalsverður. T.d áður en ég vissi af þessu kattarvandamáli hér lentum við í því að skilja eftir einn glugga opinn um nótt og daginn eftir var teppið ónýtt útaf kattarhlandi.

kveðja
aza