Ég hef verið að velta ýmsu fyrir mér í sambandi við tóbak á Íslandi eftir að hafa lesið grein metalikat um tóbaksreykingar og ýmis mis gáfuleg svör við henni.
1. Sala á tóbaki er lögleg á Íslandi. Samt sem áður eiðir ríkið gríðarlegum upphæðum á ári hverju í forvarnir gegn tóbaksreykingum. Þetta er að mínu mati ein stór þversögn. Þetta er eins og að lögleiða sölu á cannabisefnum og dæla svo fáránlegum upphæðum í forvarnir gegn þessu sama efni. Annað hvort er tóbak löglegt á Íslandi eða ekki!
2. Af hverju eiga reykingarmenn að skammast sín fyrir að reykja? Ég reyki sjálfur og passa mig að sýna fullt tillit til þeirra sem ekki reykja. Mér finnst það sjálfsögð kurteisi að reykja ekki oní þá sem ekki kæra sig um, en samt sem áður á mér að líða eins og drullusokk með hor í hvert sinn sem ég kveiki mér í sígarettu. Þetta eru þau skilaboð sem maður fær frá samfélaginu. Bara eitt dæmi er t.d. það að þegar ég er að bíða eftir strætó fyrir framan Kringluna fæ ég mér oft sígarettu. Þegar ég svo lít upp er GRÍÐARSTÓRT auglýsingaskilti sem á stendur: ÓGEÐSLEG FÝLA! Ég hef aldrei þröngvað minni reykingarlykt upp á aðra!
3. Hversvegna í ósköpunum má tóbak ekki sjást í verslunum? Það er ekki eins og ég hafi farið út í búð einhvern daginn séð sígarettupakka og ákveðið að byrja að reykja bara af því að ég sá pakkan á hillunni! Það er líka einstaklega asnalegt að það sé lögbrot að skrifa um tóbak öðruvísi en í neikvæðum skilningi, það er brot á málfrelsi einstaklingsins og þar af leiðandi brot á mannréttindum.
4. Að lokum ætla ég að benda á að ég geri mér fulla grein fyrir skaðsemi tóbaks. Samt reyki ég og ég er ekki einu sinni viss um að ég hafi nokkurn áhuga á að hætta strax. Um daginn var ég með lungnakvef og slæman hósta. Svo þegar ég var að hósta kom slím úr lungunum sem ég hrækti út, en í stað þess að vera horlitað var það svart af tjöru! Reykingarmenn hafið þið lent í einhverju sambærilegu?
kveðja Brútus