Maður var kærður í 18 mánaða fangelsi (minnir mig) á síðasta ári fyrir að hafa misnotað unga stjúpdóttur sína kynferðislega. Ef þið munið nokkra mánuði aftur í tímann þá munið þið eftir því að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður var dæmdur 100 þús. króna sekt fyrir að tala um málið í fjölmiðlum.

Hérna eru málavextir: Engar sannanir voru fyrir því að maðurinn hefði beitt stelpunni kynferðislegu áreitni, heldur var aðeins notast við orð stelpunnar, sem á að hafa verið trúverðugt. Sem sagt orð gegn orði.

Þetta finnst mér fáránlegt, maðurinn var sakfelldur vegna orða hennar. Engar sannanir voru hafðar í ljósi. Það var stelpunnar að sanna brot mannsins en hún gat það, þessi dómur brýtur í bága við stjórnarskrána og er á allan hátt fáránlegur.

En þið megið ekki misskilja mig, mér býður algjörlega við kynferðisafbrotamönnum, en ég bara get ekki trúað að þessi maður sé nauðgari bara útaf því að stelpan sagði það. En ef hann hefur nauðgað henni (sem er tvísýna) þá má hann rotna í helvíti.

The justice system is fucked up