Jamm, ég persónulega er ekki ,,á móti" skátabúningnum en ég nota hann ekki neitt, nema þegar ég er t.d. að standa heiðursvörð eða vera í fánaborg. Hann er það síðasta sem mér dettur í hug að taka með í útilegu og ég gleymi honum eiginlega alltaf á mótum og þó ég taki hann með þá nota ég hann eins lítið og ég kemst upp með. Samt er alltaf verið að segja við mig að skátabúningurinn standi fyrir hin og þessi gildi og svo framvegis en mér finnst hann bara ekkert þægilegur!