Alcohol í skátunum Ég hef heirt frá mjög mörgum og lesið hér á skátaáhugamálinu að það sé mikil drykkja í skátunum, og til dæmis máltækið í skátunum lærir maður að ríða, drekka og reykja.

Ég er ekki allveg að skilja þetta ég er mikill skáti og er búin að vera það núna í 5 ef ekki 6 ár mikill skáti. var mikið í útilegum með öðrum félögum og oft mörgum félögum í einu og oft var þetta ungt fólk sem var á/að komast á gelgju eða þann aldur að sem að fólk byrjar að drekka. En í þessum ferðalögum sem ég fór svona 1sinni í mánuði en þar var alldrei áfengi með að svo ég viti. En í þessum ferðalögum voru um 20-25 krakkar frá svona 4-6 félögum og alldrei varð áfengi með í spilinu.

En svo í einni félagsmótinu sem við fórum í var ein manneskja sem var með í þeirri ferð.(sem var akkúrat á þessum gelgju aldri) þetta var manneskja sem var soldið útúr og þráði að ég held mest að komast inní hóp kunnra einstaklinga og “fitta inn” sem og hann var allan tíman með því aðeins að vera í skátunum. En hann kom með 1 bjór já ég skrifaði 1 bjór (sem er ekki nó til að gera ungabarn fullt) og ætlaði að heilla stelpu sem var þarna á þessu sama svæði og á sama móti, en upp komst um þetta athæfi og var tekið á því sem stórmáli já stórmáli. Og ekki þekki ég nú fleiri dæmi um skátafélagið mitt nema þetta eina og mína alla skátagöngu.

En svo er líka mjög erfitt að dæma hvenar þetta er skátaútilega eða bara félagar í útilegu. Dæmi: 7 félagar eru að vinna að 17 júni og fara í skrúðgöngu og svona allt þetta sem því fylgir, en svo um kvöldið fara þau einhvert í útilegu og drekka þar. Eru þar á ferð skátadrykkja til að fagna verkloki eða eru þetta bara félagar sem eru að drekka saman til að fagna þjóðhátíðardegi Íslendinga?? OG annað dæmi tökum dæmi um mig ég er skáti og það mikill en allir mínir bestu vinir eru utan skátanna og ég fer að drekka með þeim sem ég geri nú stundum er ég þá einn af þessum “ídrekkandi”skátum. það er bara of erfitt að dæmi um þetta!

Með skátakveðju

Kristinn Guðmundsson Heiðabúi