Jæja elskurnar mínar.
Í dag (sunnudaginn 27.) kom ég heim af dróttskátanámskeiði sem haldið var um helgina.
Ég lagði af stað frá heimili mínu á föstudaginn. Einkabílstjóri minn (pabbi) henti mér út hjá BÍS þar sem ég hitti svo mína vini, annara manna vini, óvini og ókunnuga sem ætluðu að eyða þessari helgi saman.
Í rútunni var mikið hopp og hí og skundað á skátamót og allt það.
Námskeiðið var alls ekki haldið á Úlfljótsvatni eins og við (allavega ég) höfðum haldið. Þess í stað var það haldið á leynilegum stað sem framvegis verður kallaður “Arnarsetur”.
Við komum okkur fyrir um kvöldið. Sumir sváfu utandyra í frostinu en aðrir höfðu vit á að sofa inni í frostinu. Um nóttina snjóaði svo og var “Sunnlenskt fannfergi” utandyra.
Morgunverður var snæddur og fólk neyddist til að bræða snjóinn því vatnið var eitthvað í ólagi og ekki hægt að nota klósettið.
Svo var farið í hike.
Gengið var upp á annan endann á fjalli og markmiðið var að ganga á fjallinu að hinum endanum (plain and simple).
Allra hressustu krakkarnir (ég, t.d.) kláruðu hikeið langt á undan hinum og þurftu að bíða í eins og þrú kortér meðan hinir voru að tínast á staðinn.

Um kvöldið voru svo ljúffengar fajitsu-húmamótó-eitthvað kökur á borðstólnum. Þess má geta að kökur þessar voru einstaklega gómsætar og listilega fram reiddar. Allir urðu saddir af mat þessum, sem var líka eins gott því hádegismaturinn næsta dag var ekki jafn góður.

Allir fóru út í næturleik og nutu þess að horfa á geðveikustu stjörnuljós ever á stjörnubjörtum himninum og er það mál manna að þvílík fegurð hafi ekki sést hér á landi síðan Angelina Jolie lék í Tomb Raider.

Allir sváfu vel um kvöldið, en enn voru sumir sem þurftu að sofa úti með mörgæsunum í frostinu.

Mest lítið gerðist á sunnudeginum. Ógeðslegt spaghettí og pulsur (og þar að auki heitir það pylsur) voru etnar, en mestmegnið fór í ruslið.
Svo var allt þrifið hátt og lágt og allir fóru heim.

The end