Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Surely you jest...

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
130.000 fyrir point+shoot vél? Þá myndi ég nú frekar fá mér E10 fyrir sama verð, amk er hún SLR. Eða nota peningin í útborgun á D30. Bara vegna þess að vél er með Manual stillingu og flasstengingu gerir hana ekki semi-pro, IMHO. Auk þess er ekki allt fengið með megapixelum, finnst fólk einblína svolítið á það, þetta er eins og dekkjastærð eða hestaflafjöldi á bílum. ;) En náttúrulega er aðalatriðið að taka myndir, hvort sem það er á kassamyndavél eða Canon 1D.

Montrass!

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
:P

Talaðu við lögfræðing löggunnar...

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er reynandi, en ekkert víst að hafi nokkuð að segja. Vinkona mín var tekin fyrir of hraðann akstur og átti að missa prófið og fá himinháa sekt, en fór og grét utan í öxlinni á lögfræðingi löggunnar og slapp með 4000 kall. (Hún er að vísu einstæð móðir og sagðist þurfa bílinn til að keyra börnunum eða eitthvað svoleiðis…) J.

Re: MRAM = Instant On

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það kemur þessu ekkert við. Hibernate einfaldlega heldur spennu á minninu svo gögnin ekki týnist. Með þessari tækni er það óþarft, hvað fólk getur verið clueless. Auk þess hefur þetta ekkert með WinExpired að gera. Stærsti plúsinn verður (vonandi) að skilin milli diska og minnis hverfa, þú bara vinnir með gögnin þín án þess að standa í e-u load/save dæmi, loksins! *hrollur*

Re: Yfirklukkun

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það vildi ég líka vita

Re: Græjurnar okkar

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
D30 vélin er frábær, þó ég hefði heldur viljað vél byggða á EOS 5, vél sem ég var næstum búinn að kaupa mér þegar ég asnaðist inn í Beco í haust, stórhættulegt fyrir kreditkortin að fara inn í svona sjoppur. Ef maður á að fara að borga 300.000+ fyrir vél, hefur maður alveg efni á að vera smá picky… en ég drulluöfunda þig samt, hver veit nema maður fái sér ódýrari bíl og noti mismunin í meiri græjur. Þú hefur ekkert fundið fyrir linsutremmanum ennþá? (Löngun eftir fleiri linsum) :) J.

annar linkur

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
http://people.freenet.de/pony/joke.htm

Google sko!

í Bílar fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þessi bíll er sko gersemi :) http://www.intermeccanica.org/publications/a-l/cd1066/cd1066cover.jpg

Re: Sinclair ZX Spectrum+ [Hjálp]

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Smá leit á google og ég fann þetta: http://www.srcf.ucam.org/~pak21/cssfaq/pinouts.html Have fun, alltaf hollt að gramsa í gömlu dóti.

Re: Sinclair ZX Spectrum+ [Hjálp]

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Emulator smemulator, næst segirðu okkur að dömpa kærustunni og nota bara klam.is?

leikir...

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 6 mánuðum
ég er nú svoddan nískupúki að ég kaupi bara leiki á útsölu, náði mér t.d. í Ultima Online um daginn á 1000 kall…

Re: Myrkramyndir

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jamm sammála. Myrkrið og skammdegið er í sjálfu sér ekki vandamálið, heldur grámyglan. Stöðug skýjahula lætur skugga hverfa og gerir allt flatt og litir verða frekar óspennandi. Hinns vegar má taka skemmtilegar myndir af byggingum, sérstaklega eftir að það var byrjað að lýsa upp byggingar með kösturum, þá má t.d. skreppa niður í bæ rétt eftir sólarlag og skjóta á nokkrar byggingar.

Re: Mínar myndir... gagnrýnið...

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
jamm… þarf að taka þetta í gegn, ömurlega þreytandi að þurfa að skrifa html í höndunum í hvert sinn sem ég bæti við mynd…

Íslenskur listi

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 6 mánuðum
1. Ragga og Egill í byrjuninni á Með allt á hreinu 2. Þegar Sigurður Sigurjónsson skýtur hestinn í Landi og sonum 3. “Ætlarðu að láta fréttast að þú hafir látið 2 aðkomumenn úr Reykjavík plata þig…” í Nýju lífi 4. Ferðalag Gísla Halldórssonar og Sigríðar Hagalín á jeppanum 5….

Re: Mínar myndir... gagnrýnið...

í Ljósmyndun fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ertu þá að tala um parísarmyndirnar?

Re: Berjist fyrir bættum kjörum!

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Well duh? Kannski ef fólk myndi bara einfaldlega velja iðngreinar þar sem kaupið væri hærra þá kannski yrðu meistarar að hækka kaupið? Eða er ég að misskilja eitthvað? Ég tel mig heppinn, er að vinna við það sem mér finnst skemmtilegt og er með frábært kaup, en ef kaupið mitt færi mikið niður fyrir 200.000 myndi ég hugsa mig um hvort ég ætti ekki að velja aðeins leiðinlegri starfsgrein og njóta frítímans bara betur? :)

Re: Kvótakerfi sjóræningja ?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er sem sagt allt í fínu lagi að henda afla svo lengi sem einhver græðir? Jibbí, kapítalismi über alles! Ef ég vil fara að stunda sjóinn af hverju þarf ég að kaupa kvóta, meðan Siggi í næsta húsi fær honum úthlutað ókeypis? Er það sanngjarnt? china sagði: “ég er ekki að segja að þetta sé 100% réttlátt kerfi, EN það er mjög erfitt og jafnve´l ómögulegt að gera eitthvað í staðinn, hvað á að gera við t.d mann sem ´tekið hefur 50 mill kr lán keypt sér kvóta??´hvernig á að taka af honum...

Re: Útrýming aldraðra, fátækra og öryrkja

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Auðvitað… síðan má ekki gleyma þessum stórkostlegu “strætóskýlum”… sem skýla andskotann ekki rassgat. Þau duga kannski fyrir síðdegisskúrum í hitabeltinu en ekki hérna í Rokrassgatsvík. Hver sá hjá borgarverkfræðingi sem samþykkti þessi skýli ætti að verða skyldaður að taka strætó ævilangt!

heyr heyr...

í Heilsa fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er náttúrulega ekkert annað en græðgi. Sjálfur er ég hættur að kaupa glundur úr vél, fer frekar í sjálfsalann, þótt hann sé líka á okri. Ég meina 130 kall fyrir 33cl dós? jæks! Er reyndar byrjaður að kaupa mér kassa af kókdósum í bónus og geyma heima í ísskápnum. Síðan laumar maður bara einni með sér í vasanum. Er það þetta sem bíóin vilja?

Úff já... ég get bara ekki sofið af áhyggjum...

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég meina, þetta er GULLFISKAMATUR! Ég bara er búinn með neglurnar. Orðinn pirraður að skafa upp maurildi og dót til að gefa greyjunum. Þessu verður að linna strax, mæli með því að við söfnum undirskriftum fyrir ráðherra og mætum með listana fyrir framan alþingi með Stöð 2 og RÚV með okkur! Gullfiskarnir lifi! J.

3000 kall á kjaft eða lið?

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum

Re: hvað er þitt

í Rómantík fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Vantar sjálfum sjálfstraust, þrátt fyrir útlit og gáfur. Og treysti þeim ekki, aldrei að marka nokkurn skapaðan hlut sem þær segja. Stinga mann í bakið án þess að depla auga…

Re: Jeppafólk eru fífll- just like you

í Tilveran fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Man nú alltaf eftir brjálaða veðrinu sem kom hérna í hittifyrra. Maður var að keyra fram hjá föstum yfirgefnum forstjóra Grand Loserum á 10 ára gömlum Nissan Sunny… sheesh!

Re: Á að lækka skatta fyrst á fyrirtækin ?

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég held að lobbyistarnir hafi heldur betur unnið fyrir kaupinu sínu núna. Hinns vegar get ég ekki neitað því að Þetta var löngu tímabært. Mér finnst hinns vegar mjög ósanngjarnt að lækka skatta á fyrirtæki meðan við vesling launþegar sitjum eftir með okkar tæp 40% skatt. Hefði ekki verið sanngjarnara að lækka launaskatt um leið? Ég er alvarlega að spá hvort maður ætti bara ekki að stofna ehf. um sjálfan sig. Fá bara sín laun, borga 15% skatt og síðan fá endurgreiddan virðisaukaskatt af öllu...

Re: Saklaust daður eða framhjáhald

í Rómantík fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég var ekki að verja gaurinn honey, fannst fólk bara vera ansi fljótt að krossfesta hann, en þetta er nú hugi.is og allt látið flakka umhugsunarlaust… :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok