Góðann dag kæru hugarar.
Ég var á leið heim úr vinnuni í gær og leið mín lá í eitt af hinum frábæru biðskýlum strætisvagnanna. Það er kannski ekki frásögum færandi nema hvað að það var ótrúlega kalt úti og þá meina ég ÓTRÚLEGA kalt.
Eins og fram kom í annari nýlegri grein hér á Huga þá eru þessir gulu vagnar ekki alltaf að standa sig of vel hvað biðtíma varðar og ég var farin að halda að þarna myndi lífklukka mín stoppa, því frostið var að komast í lungun og ekkert bólaði á gula vininum.
Þá fór ég að spá………..gæti ríkisstjórnin ekki verið í laumuspili með strætó, með það í huga að útrýma minnihlutahópunum í höfuðborginni.
Væri það ekki frábær leið til að spara hinum þegnunum óþarfa skatta.
Ef að strætó kemur ekki hver verður úti?
Jú það verður líklega ekkert nema aldraðir, fátækir og öryrkjar og einstaka gallagripir sem ekki eiga bíl.
Sniðugt ekki satt?