Eðli kapítalismans eru freistingar, að freista fólk til að kaupa hitt og þetta sem það í rauninni þarf ekki. Og græða meira í dag en í gær.

Ég var í bíó í gærkvöldi, endurbættu bíói Sambíóanna í Mjóddinni, og ætlaði að fá mér miðstærð af kolsýrðu vatni úr vél, en þá var mér tjáð að það væri HÆTT að selja það. Mér var nú í staðinn boðið upp á sódavatn í hálfs lítra plastflösku, Topp. Þó ég hafi verið hneykslaður þá þáði ég það tilboð þar sem ég kæri mig kollóttann um sykraða gosdrykki sem innihalda ýmis konar aukaefni. En ég þurfti reyndar að hugsa mig tvisvar um hvort ég vildi borga það sama fyrir kolsýrt vatn heldur en kók, fanta eða sprite.

Ekki það að gosvélarnar þeirra gátu ekki framleitt þetta kolsýrða vatn, heldur útaf því að bíóið myndi einfaldlega GRÆÐA meira ef það seldi þetta í plastflöskum. Við vitum öll hvað svona plastflöskur kosta úr sjoppu/búð, og við vitum öll hvað bíó leggja mikla álagningu á í sjoppunni. Þannig að ég slapp með hálfan lítra af kolsýrðu vatni og lítinn popp poka á aðeins tæpar 400 krónur. En áður en bíóið hætti að selja þetta úr vél, þá slapp ég með miðstærð af sódavatni úr vél og lítinn popp á rétt um 200 kall, þar sem sódavatn úr vél kostaði nokkra tíkalla.

Er þetta það umhverfi sem við viljum að börnin okkar lifi í? Að þurfa að velja milli þess að borga það sama fyrir það holla og það óholla?