Loks gaf augum að líta fiskveiðar þar sem hent var með skipulögðum hætti, fínum matfiski, fiski sem er á boðstólum í verslunum til neyslu fyrir landsmenn á um tæpar 1000 kr. kílóið.

Skyldi það ekki fara að gefa augaleið hvers vegna þetta kerfi er gagnrýnt svo mjög ?
Kynni svo að vera að menn færu að athuga að “ mistök aldarinnar ” síðustu voru þau að gefa frálst framsal á kvóta " innan þessa kerfis, hvoru tveggja með tilliti til óeðlilegrar eignamyndunar , sem og verðmyndun langt frá öllum raunveruleika, þar sem hvatinn að aðferðafræði sem slíkri að henda mat til þess að græða nokkrar krónur, ´virðist meðfylgjandi.
Með öðrum orðum þeim útgerðamönnum er slíkt ástunda virðist alveg sama þótt sjórinn verði einn dag tómur, og börn þeirra hafi ekki lengur fisk til þess að gefa börnum sínum.
Til hvers að stunda Hafrannsóknir, þegar aflatölur í land innihalda ekki nema takmarkaðar upplysingar um veiddan ( deiddan ) fisk ?
Hvílíkt eftirlits og skipulagsleysi ?
Hafa útgerðarmenn í landi kanski aldrei á sjó komið ?
Fá skipstjórar aukaþóknun fyrir aðferðafræði sem þessa ?
Hefur einhver alþingismaður talað um brottkast ?
Í mínum huga þurfa stjórnvöld heldur betur að bretta upp ermarnar við það að enduskoða slíkt skipulag mála sem er engu betra en þegar dilkakjöti var hent á haugana meðan landsmenn borguðu stórfé fyrir kíló af kjöti úr búð.
Hagsmunir hverra ?

kveðja.
gmaria.