Ég var rétt í þessu að koma heim úr vinnunni og mér til mikillar furðu tók skemmtilegt bréf frá lögreglunni í reykjavík á móti mér “opnum örmum”. Ég vissi ekki til þess að ég hefði verið að brjóta neitt af mér og þótti mér það þessvegna skrítið að orðið “greiðandi” var fljótandi yfir nafninu mínu. Þegar ég svo opnaði bréfið kom í ljós að lögreglan í Reykjavík hafði ákveðið að rukka mig um 10.000 krónur fyrir umferðalagabrot, það var ekkert tilgreint hvaða brot þetta átti að hafa verið. Ég skoðaði bréfið nánar og þá kom í ljós að þessi hræðilegi glæpur átti sér stað á sama tíma og ég lennti í árekstri á hringtorginu hjá McDonalds, og var svo vitlaus að kalla lögregluna á staðinn þar sem hvorugur okkar var með tjónaskýrslu.

Ég var í órétti í þessum árekstri þar sem ég var á ytri hring og annar bíll á leið útúr hringtorginu ók inn í hliðina á mér. (Mér var nokk sama þar sem ég var á vinnubílnum). En ég get ekki séð hvar ég á að hafa brotið af mér. Þær setningar um hringtorg sem sitja hvað fastast í mér síðan í ökuskólanum eru: “þú ert alltaf í órétti á ytri hring” og “þú mátt aka framhjá einum gatnamótum í hringtorgi á ytri hring en ekki fleirum”. Ég var að aka framhjá mínum fyrstu gatnamótum í hringtorginu og var á leiðinni út á þeim næstu og var því ekki að brjóta neitt af mér samhvæmt því sem mér hafði verið kennt. Mér er því spurn, er alltíeinu búið að breita umferðarlögunum? Eða er ólöglegt að lenda í umferðaróhappi? Kostar það mann 10.000 kall að vera í órétti? Ef ekki, hvað í andskotanum er ég þá að borga fyrir?

Það kostar meiri fyrirhöfn að kæra en að borga bara þennan 10.000 kall með 25% afslætti, og ég lít svo á að hér sé verið að ræna mig á “löglega” hátt. Ég er alls ekki sáttur.