Jeppakallar eru:

alltaf að spæna af stað á ljósum,

alltaf að hanga á eftir manni með helvítis kastara lýsandi á mann

að reyna að troða sér í stæði og skella svo hurðunum hjá sér utan í aðra bíla.

Að Keyra alltof hratt, tala nú ekki um í sumar þegar maður var að keyra á svona 110 á
þjóðvegi þegar risa jeppar á 40” dekkjum með giant fellihýsi taka fram úr manni og skjóta svo steinum í mann þegar maður mætir þeim.

Meirihluti jeppafólks þarf ekki jeppa,
bremsukerfi jeppa er ekki hannað með mikla breytingu í huga.


Þegar maður kaupir jeppa þá fylgir honum svona skírteini en á því stendur.:

“Jeppafólk þarf ekki að sýna kurteisi, það er í lagi að “svína” fyrir fólksbíla. Reynið að leggja upp á gangstéttum svo að folk geti labbað út á götuna og virt jeppann betur fyrir sér, Reyndu að breyta jeppanum þínum þannig að hann taki sem mest pláss. 44” dekk eru tilvalin. Fáðu þér bílasíma með snúru og talaðu undantekningalaust í hann þegar þú ert að keyra, þá er í lagi að gera hvað sem þú vilt. Og mundu þú ert á jeppa, fólksbílar eru ambáttir og þú mátt alls ekki bera virðingu fyrir þeim”

eða það hlýtur allavega að vera.

Ég nenni ekki einu sinni að tala um slysahættuna frá þessum manndrápstækjum.80
OH.