Ég veit ekki hverjum ég á að svara hérna, svo ég ákveð að beina svari mínu til XerXes, það eð hann er sá sem stendur með virkjuninni sem er með þroskaðasta svarið. Ástæða þess að fólk er ýmist að segja “Við græðum á virkjuninni”, eða “Við töpum á virkjuninni” er, að til þess að reikna umhverfisáhrif þessarar virkjunar, gróða hennar o.s.frv. þarf töluvert stjóra jöfnu. Og eins og gefur að skilja er nokkuð mikið af óþekktum stærðum í henni, jafn vel enn þá núna á þessu stigi. Þegar svo ein...