Ég labbaði út í sjoppu og þar var hann. Ég varð strax rauð og vissi ekki hvað ég átti að segja, afgreiðslumaðurinn spurði hvað ég ælaði að fá en ég heyrði ekki í honum og hann spurði aftur og þá byrjaði ég að stama og það fyrir framan hann. En loksins þegar ég kom upp orði þá voru allir starandi og ég sagðist bara ætla að fá bland í poka fyrir hundrað kall.
Síðan labbaði ég út, ég skammaðist mín svo ég gerði mig að fífli fyrir framan sætasta strákinn í heiminum. Síðan fór ég á videoleiguna og tók mér spólu. Þegar ég kom heim setti ég spóluna í tækið og hlammaði ég mér niður í sófann . Þetta var ein sorglegasta mynd sem ég hafði séð. Ég sofnaði í sófanum en vaknaði þegar Lilja hingdi í mig og við spjölluðum saman í hálftíma þá ákvað ég að fara og fá mér eitthvað að borða og sagðist bjalla í hana á eftir og kvaddi. Á morgun ætti ég afmæli en mamma og pabbi voru út í útlöndum eins og venjulega þannig að ég ákvað að hringja í þau og spurja þau hvort ég mætti halda partý og þau sögðu að það væri allt í lagi ef ég byði ekki mjög mörgum. Þá bjallaði ég í Völu og spurði hvort hún nennti að koma og gista hjá mér í nótt og hún kom eftir hálftíma og við pöntuðum okkur pizzu og gláptum á sjónvarpið síðan sagði ég henni að ég væri að spá í að halda partý á morgun og við bjuggum til lista yfir þá sem við ætluðum að bjóða það var um 55 manns það var mátulegt því ég bý í svo stóru húsi. Þegar við vorum búnar að því fórum við og sendum e-mail til allra sem voru á listanum.
Þegar við vöknuðum knúsaði hún mig og óskaði mér til hamingju með afmælið. eftir smá stund fengum við okkur morgunmat og hlustuðum á popp tíví og vorum komnar í þvílíkan fíling þá hringdi mamma hennar í hana og sagði henni að hún væri að fara í heimsókn og að hún þyrfti að fara með. Þegar hún var farin fór ég að taka til, sem betur fer hafði mamma tekið til áður en hún fór og ég var ekki búin að rusla mikið til. Ég endaði á mínu herbegri en þar var mikið af dóti en það er reyndar allstaðar í húsinu því við erum mjög rík. Mamma er flugfreyja og pabbi er lögfræðingur hjá kínverska sendiráðinu, þannig að þau eru alltaf úti í útlöndum. En núna eru þau að halda upp á 15 ára brúðkaupsafmælið sitt og fóru í 2. vikna siglingu í Karabýskahafið.
Í dag átti ég 14 ára afmæli en það er eimitt ein af happatölunum mínum. Núna var klukkan orðin 6 og partýið átti að byrja klukkan 9 og standa framm á nótt. Þessvegna ákvað ég að leggja mig í klukkutíma en ég vaknaði ekki fyrr en eftir einn og hálfan tíma þegar Lilja hringdi og sagðist ekki komast fyrr en klukkan ellefu því hún þyrfti að fara í matarboð í Borgarnesi. Ég fór og gáði hvort ég ætti ikkur flott föt til að vera í en ég fann engin, sem betur fer var opið framm eftir í kringlunni þannig að ég tók pening og fór í kringluna. Ég byrjaði á því að fara í Sautján en fann ekkert þar þannig að ég fór í Gallabuxnabúðina og fann geðveikt flottar gallabuxur og ég sá líka geðveikt flottan stuttan kjól sem ég keypti líka. Næst fór ég í Veromota og keypti mér rosalega flottan bol. Þegar ég kom heim hringdi ég og pantaði 20 pizzur sem áttu að vera komnar um tíuleitið og fullt af coke með. Ég gáði í tölvuna hvort ikkur hefði sagt að han kæmist ekki en þá kom að helmingurinn hefði ekki fengið þetta og að eiginlega allir hinir kæmust ekki! Ég varð rosalega leið því ég hafði pantað pizzur og keypt föt fyrir þetta en það kæmu samt nokkrir. Þannig að ég fór og klæddi mig í kjólinn og málaði mig og mér fannst þessi kjóll far mér rosalega vel. eftir smástund komu nokkrir þar á meðal var strákurinn úr sjoppunni mér var sagt að hann héti Esra það er geðveikt flott nafn. Ég held að honum hafi fundist mjög gaman en hinir voru ekki á sama máli, eftir smástund fór hann á klósettið og allir ákáðu að fara á meðan ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera því eftir smástund yrði ég ein með honum!
Þegar hann kom aftur spurði hann hvort ég vildi að hann færi ég sagði að han mætti allveg vera með mér og glápa á sjónvarpið og pizzan og Vala kæmu eftir smástund og við fórum að tala saman og hann var mjög skemmtilegur og fyndinn. Ég sagði honum að pizzan kæmi eftir smástund og rétt í því var dinglað. Ég fór til dyra og tók við pizzunum, ég hélt að augun ætluðu að detta úr Esra þegar hann sá allar 20 pizzurnar. Við fórum inn í eldhús og fengum okkur pizzu og coke, eftir smástund var orðin grafarþögn og ég vissi ekkert hvað ég átti að segja. Þetta var orðið hálf vandræðalegt því enginn sagði neitt, loksins þegar við vorum búin að borða næstum heila pizzu fann ég hvað ég gat sagt og ég spurði hvort hann vildi djá herbergið mitt.
Honum fannst það rosalega flott. ég lagðist í rúmið og hann við hliðina á mér. Ég stóð upp og setti videospólu í og við byrjuðum að glápa á hana. Ég fann hvernig hann horfði á mig og fór að roðna en eftir smá stund hætti ég að roðna þegar hann horfði svona á mig. Við töluðum um allt mögulegt; hann spurði mig hvort ég væri með einhverjum og ég sagði auðvitað nei því ég var ekki með neinum og hef alldrei verið með neinum. Seinna um kvöldið hringdi mamma hans í hann og sagði honum að koma heim. Við löbbuðum niður og hann þakkaði fyrir sig og spurði hvort ég vildi kannski koma með sér einhvern tíma í bíó og auðvitað sagði ég já því þetta var eimitt góð leið til að kynnsat honum betur. hann bað mig um númerið mitto g ég sagði honum það og hann kyssti mig á kinnina og hann kvaddi og fór. Ég fór og gáði hvað klukkan væri og hún var að verða eitt. Eftir smá stund hringdi Lilja og sagði að sér þætti rosalega leiðinlegt að hafa ekki komist og spurði mig hvort hún mætti koma til mín og gista. Það heyrðist á röddinni á henni að það væri eitthvað að.
Mamma hennar og pabbi höfðu verið að rífast og hún var mjög leið og kom grátandi til mín og sagði mér að mamma sín og pabbi væri að fara að skilja. Þegar hún var búin að jafna sig fórum við og fengum okkur pizzu. Á meðan við vorum að borða sagði ég henni að það væru nánast allir foreldrar krakkana í bekknum skilin. Síðan þegar ivð vorum búnar að ræða þetta í smástund sagði ég henni að það hefði eiginlega enginn komið en að þeir sem komu voru farnir fyrir tíu……….nema að Esra sé nýfarinn og að hann hafi boðið mér í bíó. Það sást á henni að hún öfundaði mig en var samt ánægð að það var ég en ekki Gugga sem er vinsælust í skólanum og hún er svo leiðinleg við alla sem eru ekki vinsælir. Við töluðum um hann langt fram á nótt og hún sagði mér hvað hún myndi gera ef hún væri ég.
Daginn eftir sagði hún mér að hún þyrfti að fara heim því að mamma hennar hefði ákveðið í gær að flytja til Spánar og hún ætlaði að vera sem mest hjá henni þangað til að hún færi. Hún brast í grát við að segja mér þetta. Ég vorkenndi henni þetta og sagði henni að hún mætti alltaf koma og vera hjá mér ef að það væri eitthvað að. Við föðmuðust og hún sagði; ,,Þú ert besta vinkona sem er til, ég veit ekki hvað ég gerði ef ég ætti þig ekki” Þetta á ég alltaf efitr að muna ég táraðist við þessi orð það munaði ekki miklu að ég hefði farið að hágráta! Þegar við vorum búnar að ræða þetta í smástund fór hún og sagðist ætla að bjalla í mig seinni partinn. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera því ég vissi hvað hennir þótti vænt um mömmu sína. Ég ákvað að fara í Kringluna og kaupa vinahálsmen eða armbönd og láta grafa nöfnin okkar og líka í þau. Loksins ákvað ég að kaupa roslega flott silfur armbönd úr Mebu, afgreiðslu konan sagði mér að koma og sækja þau eftir tvo klukkutíma.
Þegar ég stakk lyklinum í stakk lyklinum í skráargatið heyrði ég símann hringja og flýtti mér eins og ég gat og hljóp að símanum og svaraði. Þetta var Esra! Yes ég var geggt glöð að hann skildi hringja. Þegar við vorum búin að tala saman í smástund sagði ég honum að ég yrði að hringja seinna ég væri allveg að pissa á mig! Ég er alltaf jafn orðheppin. Ég fór niður og sat í sófan en áður en ég vissi af var ég sofnuð.
Dyrabjallan hringdi ég sast upp og leit á klukkuna hún var orðin níu, ég hafði sofið í 3 klukkutíma! Bjallan hringdi aftur og ég flýtti mér til dyra. Þetta var Esra, guð minn góður hvað hann var sætur! Ég var eins og mygluð hæna og ég reyndi að laga aðeins hárið sem stóð allt upp í loftið. Við heilsuðumst og ég bauð honum inn. Hann kom með spólur og spurði hvort ég nennti að horfa með sér, ég spurði hvort hann nennti þá að bíða á meðan ég færi í sturtu. Ég hljóp upp og náði í nærfötin sem ég keypti þega ég og Vala fórum á Laugarveginn um daginn. Ég dreif mig í sturtu og reyndi að flýta mér eins og ég gat.
Á meðan ég þurkaði á mér hárið fór ég að hugsa hvort hann gæti verið hrifinn af mér en það var svo ólíklegt. Þegar ég horfði í spegilinn sá ég að ég væri samt ekkert hryllileg.
Ég lét á mig ilmvatn og fór síðan niður og sast hjá honum. Hann spurði hvort við ættum að fara og horfa á spólu. Við vorum sammála um að horfa á American Pie 2. Við vorum ekkert feimin lengur við hvort annað og lögðumst við hliðina á hvort öðru. Þegar myndin var hálfnuð var ég orðin frekar svöng og spurði hann hvort við ættu að hlaupa út í sjoppu og kaupa okkur pylsu. Þegar við komum út í sjoppu voru Gugga,Anna og Palli þar þau spurðu okkur hvort við værum saman, ég leit á hann og hann á mig síðan sagði hann nei. Þegar við vorum löggst aftur upp fann ég að hann færði sig alltaf nær og nær. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja eða gera. Þegar myndin var búin sátumst við og fórum að tala saman. Hann spurði hvaða ilmvatn ég notaði því það væris svo góð lykta af mér. Síðan sagði hann að sér finndist ég vera sætasta stelpa sem hann hefði séð, ég sagði honum frá því þegar ég sá hann fyrst í sjoppunni og að mér finndist hann vera sætati strákur sem væri til! Ég skil ekki hvernig ég þorði að segja þetta en mér líður bara alltaf svo vel þegar ég er nálægt honum. Við færðum okkur nær hvort öðru. Hann spurði hvort að hann mætti kyssa mig, ég leyfði honum það. Ég trúði varla mínnum eigin augum þegar að hann sagði þetta. Ég varð alltaf hrifnari og hrifnari af honum. Þegar hann þurfti að fara fylgdi ég honum til dyra og þá sagði hann; ,,Viltu kannski koma með mér í bíó í kvöld?” Auðvitað sagði ég já. Þá sagðist hann ætla að sækja mig hálf tíu, síðan kvaddi hann mig og kyssti mig á kinnina. Ég trúði þessu ekki ég var að fara í bíó með sætasta og skemmtilegasta strák sem væri til!
Ég fór og hringdi í Lliju og sagði henni að Esra hefði komið og að við hefðum farið að horfa á spólu og síðan hefði hann kysst mig og boðið mér í bíó í kvöld. Ég heyrði að Lilja var ennþá rosalega leið, ég spurði hana hvenær mamma hennar ætlaði að flytja til Spánar og hún sagði að hún væri búin að fá hún á leigu og hún færi efir 3 daga. Ég spurði hvort að hún vildi koma til mín og hún sagðist koma efitr svona hálftíma. Þá mundi ég eftir armböndunum og fór og náði í þau, rétt eftir að ég lokaði dyrunum bankaði Lilja og ég opnaði. Hún var rosalega glöð og sagði mér að hún færi með mömmu sinni til Spánar af því að sumarfríið væri rétt að byrja og að mamma hennar ætlaði að bjó mér og Sigrúni líka! Við öskruðum við vorum svo ánægðar! Við ákváðumað hringja í Sigrúni en hún var úti í Bandaríkjunum………

Þetta er byrjun á sögunni fynnst ikkurum hún góð?
á ég að senda inn seinni hlutann?

Jóhanna*