Forsetinn gerði fátækt að umtalsefni sínu í nýársávarpi sínu til þjóðarinnar og skoraði á forystusveit verkalýðshreyfingarinnar í landinu til þess að ráðast að þessu þjóðarmeini.

Viðbrögð stjórnmálamanna í dag þess efnis að reyna að draga úr því að fátækt sé til staðar í þeim mæli sem forsetinn ræddi geta skoðast að hluta til í ljósi þess að fyrir dyrum eru kosningar til Alþingis að vori.

Hvoru tveggja verkalýðshreyfing og kosnir fulltrúar almennings á þingi og til sveitarstjórna bera vissulega sína ábyrgð á þeirri þróun sem orðið hefur til í vitundarleysi þeirra hinna sömu um aðbúnað og aðstæður hluta þegnanna þar sem gjá hefur myndast milli ríkra og fátækra í þessu landi gjá sem er sýnileg þeim er vilja af vita.

Þrátt fyrir mikið og stórt lífeyrissjóðakerfi verkalýðsfélaga hefur ekki tekist með nokkru móti að tengja það almannatryggingum og hinn flókni frumskógur þjónar illa þeim er á þurfa að halda og hvort kerfið um sig keppist um það að skerða og skerða bætur sem greiða þarf.

Aldrað fólk sem hefur komið okkur til manns hefur mátt þurfa að
skera skammt sinn við nögl, því sá lifeyrir sem þetta fólk fær er svo naumt úr hnefa skorinn að til skammar er.

Fjöldi öryrkja er illa staddur fjárhagslega , en læknar þurfa að standa skil á
vottorðum sínum um örorku mun betur en verið hefur að mínu mati, því sú sjúkdómsvæðing sem prófessor benti nýlega á að væri til staðar í voru kerfi nær einnig til þessa þáttar því skyldi ekki gleyma og fjölgun orörkuþega var stórkostleg milli ára í samantekt
Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum árum síðan.

Vandamál fátæktar kunna því að hafa margar orsakir en vort þjóðfélag á að vera þess umkomið með allri sinni félagsfræðimenntun sem kostað hefur verið til að taka sér tak og
reyna að vinna að því að kafa að rót vandans, sem vissulega á sér rætur í þeirri láglaunastefnu sem er fyrst og síðast verkalýðshreyfingarinnar að standa skil á sem og álögum hins opinbera hvers konar án samræmis við þá láglaunastefnu.

með góðri kveðju.

gmaria.