Kárahnjúkar! á miðvikudaginn 15.jan klukkan 14:30 verða mótmæli ungs fólks gegn kárahnjúkavirkjun við alþingishúsið.

Við erum að vekja athygli á því að við getum líka haft skoðanir og þótt við fáum kannski ekki að ráða miklu um þessa virkjun þá erum við fólkið sem tapar á þessu í framtíðinni. við erum þau sem þurfa að borga skuldirnar af þessu, ekki þeir sem ætla að græða á þessu núna því þeir verða kannski dauðir þá!

planið er að mæta fyrir framan alþingishúsið og mynda röð/raðir frá tjörninni og að garðinum. svo á að láta fötur ganga og hella vatni úr tjörninni í alþingisgarðinn.

það eru margir sem segja “maður sér aldrei kárahnjúka, hverjum er þá ekki sama þótt það verði virkjað?”

við sjáum aldrei alþingisgarðinn, er þá ekki í lagi að skemma hann líka?

hérna eru geðveikar myndir af svæðinu sem á að fara undir vatn:

http://www.inca.is/show/

þarna á að koma einhver 190 m hár stífluveggur sem verður álíka breiður og hæð esjunnar. viljið þið það?

ekki láta aðra taka ykkar ákvarðanir!



semsagt.. allir að mæta

..og með fötur eða 2l gosflöskur ef þið getið ;)