Ég vil bara byrja á því að taka fram að ég hef ekkert á móti köttum.

Ég er tiltölulega nýfluttur í íbúð sem var hér áður fyrr stútfull af köttum (amk 5 kettir þegar verst var). Eigandinn hugsaði ekkert um þá og skildi þá síðan eftir þegar hún flutti út og þeir migu útum ALLT! Það var því ærið verk að þrífa almennilega áður en við fluttum inn. Eftir að við fluttum inn hafa hins vegar kettir sótt í íbúðina eins og flugur í skít. Þeir koma iðulega inn á nóttunni og við þorum helst ekki að skilja eftir opna glugga þegar við förum að heiman því þá eru þeir mættir. Þetta leiðir til þess að það er bölvað vesen að halda góðu lofti í íbúðinni. A.m.k. tvisvar hef ég fundið spor í svefnherbergisglugganum að morgni og einu sinni í eldhúsinu. Um daginn kom líka köttur inn og stal fisknum sem ég ætlaði að hafa í kvöldmatinn og var að þýða á borðinu! Síðan tók nú alveg steininn úr þegar ég var að elda áðan og kom inní eldhús og sá feitan kött sitja hjá eldhúsvasknum! Ég náði því miður ekki að grípa hann.

Hvað er til ráða? Við erum búin að prufa að úða með einhverjum efnum sem eiga að fæla kettina frá en þau virðast hafa mjög takmörkuð áhrif. Ég heyrt að pipar eigi að virka vel en ég tími nú eiginlega ekki að hella pipar reglulega í alla glugga á heimilinu. Vitiði kannski um einhvern stað sem selur grindur til að setja fyrir gluggana, einhverskonar net? Ég nenni eiginlega ekki að smíða þau sjálfur því það er bölvað vesen.

Mér er skapi næst að setja upp gildrur þannig að endilega komið með úrræði ;)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _