Ég fór í Bónus í gær sem er svo sem ekkert fréttnæmt nema að mér datt í hug að skoða innihaldið á hunda- og kattamatnum þar. Ég las utan á þrenns konar hunda- og kattamat og ég fékk bara nett sjokk. Í fyrri grein minni þá hafði ég fundið innihaldslýsingu á vinsælum ódýrum hunda- og kattamat á netinu. Þær innihaldslýsingar sýndu að hráefnið væri ekkert gott, en það sem ég las utan á matnum í Bónus (tek fram að þetta voru ekkert óþekkt merki, heldur vinsælasta búðarfóðrið) var ekki gott.

Innihaldslýsingin var svipuð á kattar- og hundamatnum og verra innihald heldur en ég hafði fundið á netinu. Ég skrifaði þetta ekki niður en þetta var það sem ég sá:
Fyrsta innihald hét “cereals, min 4% rice”, sem þýðir að það sé mest af korni, og það getur átt við hvaða korntegund sem er og það getur verið blandað á allan mögulegan hátt, en hrísgrjón eru að minnsta kosti 4% af korninu. Oftast kallast “bulk (fylliefni)”, hefur ekki mikið næringargildi fyrir hunda og ketti en gefur fyllingu.
Annað innihald hét “animal derivatives”. Ég hef verið að googla hvað þetta þýðir nákvæmlega og þetta er það sem ég fann. “Animal derivatives” þýðir bókstaflega “afurð sem kemur upprunalega úr dýri”. T.d. höfuð, fætur, lungu, fjaðrir, hár, ull, sæði, örvefur, óþroskuð egg, mæna, heili, kirtlar, krabbameinsvefur og sýktur vefur sem dæmi. Breskar reglur segja að það sé “All the fleshy parts of slaughtered warm-blooded land animals fresh or preserved by appropriate treatment, and all products and derivatives of the processing of the carcase or parts of the carcase of such animals”. Ef við erum heppin þá eiga bresku (og þarafleiðandi EES) reglurnar við þennan mat, ef ekki þá eru dýrin sem éta þennan mat í verri málum. Ef það er ekki farið að EU reglum þá eru líklegast 4-D dýr í þessum mat, eða: Dead, dying, diseased and disabled, þ.e. dýr sem koma til sláturhússins sjálfdauð, deyjandi, veik eða bækluð. Það getur líka þýtt að hvaða dýr sem er gæti verið í þessu, og þá aðallega hundar og kettir, sem væri í lagi ef þetta væru ekki hundar og kettir sem er búið að svæfa, og eru ennþá með eitrið sem drap þau í sér og sem er talið að valdi ótímabærum dauða þeirra sem neita dýra sem innihalda þau.
Þriðja innihaldið var “derivatives of vegetable origin”, sem þýðir bókstaflega “afurð sem kemur upprunalega úr grænmeti”. Breskar reglur segja að það sé: “Derivatives resulting from the treatment of vegetable products in particular cereals, vegetables, legumes and oil seeds.” Hvað ætli það sé?
Svo komu nokkur efni sem ég man ekki hver voru, minnir að þar hafi verið “animal fat” t.d. salt og síðast Minerals, sem hljómar voða vel, en þýðir í raun “All inorganic substances suitable for animal feed” sem sagt “öll ónáttúruleg efni sem eru hæf fyrir dýrafóður”. Tók líka eftir að það virtist ekkert vítamín vera bætt í matinn. Innihaldslýsingin var einhverjar 2 og hálf lína (á hálfum pokanum) og þegar ég fór að kanna þetta frekar þá tók ég eftir einu. Þ.e. að innihaldslýsing á matnum á netinu er ekki sú sama eins og á þessum pokum í Bónus. Sama hvaða land ég valdi! innihaldslýsingu á kattamatnum sem er hægt að nálgast á netinu. Þetta er t.d. innihaldslýsingin á kattamatnum ef maður velur USA sem land (þar sem er minnst eftirlit)
Ingredients
Ground Yellow Corn, Chicken By-Product Meal, Corn Gluten Meal, Animal Fat (Preserved with BHA/BHT), Natural Poultry Flavor, Wheat Flour, Rice, Brewers Dried Yeast, Salt, Potassium Chloride, Choline Chloride, Turkey By-Product Meal, Caramel Color, Calcium Carbonate, dl- Methionine, Taurine, Trace Minerals (Zinc Sulfate, Copper Sulfate, Manganese Sulfate, Potassium Iodide), White Fish Meal, Vitamins (dl-Alpha Tocopherol Acetate [Source of Vitamin E], Folic Acid, Vitamin A Acetate, Niacin, Vitamin B12 Supplement, Riboflavin Supplement [Vitamin B2], Vitamin D3 Supplement, d-Calcium Pantothenate, Thiamine Mononitrate [Vitamin B1], Biotin, Pyridoxine Hydrochloride [Vitamin B6]), Red 3, Ethoxyquin (A Preservative).
Þetta fann ég á heimasíðu hundamatsins fyrir mat fyrir USA markað:
GROUND YELLOW CORN, MEAT AND BONE MEAL, CORN GLUTEN MEAL, CHICKEN BY-PRODUCT MEAL, ANIMAL FAT (PRESERVED WITH BHA/BHT), WHEAT MILL RUN, NATURAL POULTRY FLAVOR, RICE, SALT, POTASSIUM CHLORIDE, CARAMEL COLOR, WHEAT FLOUR, WHEAT GLUTEN, VEGETABLE OIL, VITAMINS (CHOLINE CHLORIDE, dl-ALPHA TOCOPHEROL ACETATE [SOURCE OF VITAMIN E], L-ASCORBYL-2-POLYPHOSPHATE [SOURCE OF VITAMIN C*], VITAMIN A SUPPLEMENT, THIAMINE MONONITRATE [VITAMIN B1], BIOTIN, d-CALCIUM PANTOTHENATE, RIBOFLAVIN SUPPLEMENT [VITAMIN B2], VITAMIN D3 SUPPLEMENT, VITAMIN B12 SUPPLEMENT), TRACE MINERALS (ZINC SULFATE, COPPER SULFATE, POTASSIUM IODIDE).
Sama upp á teningnum þarna, alls ekki sama innihaldslýsing. Innihaldslýsingin sem ég las í Bónus var í 2 og hálf lína og mikið lélegra hráefni. Reyndar var mikið af austur-evrópu málum á pokunum þannig að mér dettur helst í hug að þessi matur sé framleiddur í Austur-evrópu og þá undir mikið minna eftirliti heldur en í USA og Evrópu, því eftir innihaldslýsingunni að dæma þá getur ekkert venjulegt gæludýr lifað af þessum mat. Þetta þýðir þá örugglega að eftirlitið með hunda- og kattamatnum er mikið lélegra hérna á Íslandi heldur en við héldum og þess vegna hafi verið hægt að flytja þennan hroða inn. Eða að það séu engar reglugerðir til um þetta og þess vegna sé hægt að selja hvað sem er hérna.

Ég reyndi að finna á netinu hvort það sé til einhver reglugerð á Íslandi fyrir hvað eigi að vera í hunda- og kattafóðri og fann ekkert um það, nema að það eigi að vera hitað upp í minnsta kosti 90 gráður til að eyða smiti í hráefni, og svo þetta:
“ Afurðir úr kjötmjölsverksmiðjum þar sem unnið er úr hættulegum úrgangi má aldrei nota í fóður fyrir dýr.
Afurðir úr kjötmjölsverksmiðju þar sem unnið er eingöngu úr hættulitlum úrgangi má nota í fóður fyrir gæludýr og loðdýr en ekki fyrir dýr sem gefa af sér afurðir til manneldis. Umbúðir þeirra afurða skal greinilega merkja með eftirfarandi áletrun: ”Þetta fóður inniheldur dýraafurðir – óheimilt er að gefa það dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis.“
Tólg úr hættulitlum úrgangi má nota í fóður fyrir einmaga dýr. Umbúðir þeirra afurða skal merkja greinilegri áletrun um að bannað sé að nota þær fyrir jórturdýr.
Afurðir úr kjötmjölsverksmiðju sem unnar eru úr hættulitlum úrgangi má einnig nota í áburð þó ekki á beitilönd.
Afurðir úr kjötmjölsverksmiðju sem notaðar eru í fóður verða að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 650/1994 um eftirlit með fóðri ásamt síðari breytingum, en ákvæði reglugerðar nr. 398/1995 um áburð og jarðvegsbætandi efni ásamt síðari breytingum ef nota á þær sem áburð.
Kjötmjölsverksmiðja sem vinnur úr hættulitlum úrgangi er heimilt að framleiða nytja- eða söluvöru í samræmi við ákvæði 2., 3. og 4. mgr. þessarar greinar.” http://www3.landbunadarraduneyti.is/log-og-reglugerdir/Reglugerdir/Bufjarhald/nr/7

Hvað hættulítill úrgangur er getur maður bara giskað á, ekkert nánar um það, og ekkert sagt um hvort þetta eigi við um upprunaland fóðursins eða einungis hérna á landi. Svo fann ég reglugerð um hvernig á að reikna orkugildi gæludýrafóðurs: http://www3.landbunadarraduneyti.is/log-og-reglugerdir/Reglugerdir/Allar_reglugerdir/nr/28

Mig hryllir ennþá við hvað geti verið í þessum mat, og að fólk kaupi þennan mat eftir að sjá auglýsingar með fallegum hundum og köttum sem eru svo hraust og með glansandi feld, og svo kát og glöð. Þegar í raun það væri MIKIÐ betra að gefa hundinum eða kettinum bara matarleifar heldur en þennan hroða. Á meðan fólk les ekki innihaldslýsingar (og skilur þær) og gefur gæludýrunum bara eitthvað sem er auglýst sem það albesta fyrir dýrið, þegar það í raun getur í versta falli drepið dýrið, þá verður svona lélegur matur til sölu. Mér finnst kominn tími til að fólk hætti að TREYSTA á framleiðendur og fari að spyrja um hvað sé raunverulega í þessum mat og fari að krefjast úrbóta. Í minnsta lagi allaveganna að hætta að kaupa þetta rusl, því eina ástæðan fyrir að þetta sé selt er að það selst. Svona virkar kapítalisminn í hnotskurn.

Annars mæli ég með því að fólk skoði þessar síður sem ég nefni hér að neðan, því þær fjalla allar um þennan heim gæludýrafóðurs, svo er mjög einfalt að googla þetta, fullt af síðum til um þetta.
Kveðja
Heiðrún

Þessi síða er skrifuð af manni sem hefur rannsakað gæludýrafóðursmarkaðinn í mörg ár. Hann hefur skrifað bók um þetta málefni “Food pets die for”. Mjög fróðleg síða
http://www.nexusmagazine.com/articles/petfood2.html
Fleiri greinar um kjötmjölsverksmiðjur og gæludýrafóður
http://www.nexusmagazine.com/articles/petfood1.html
Þessi síða fjallar um þá staðreynd að það er bókstaflega “dog eat dog” ástand ef maður gefur gæludýrinu sínu svona ódýrt fóður. http://www.fuzzyfaces.com/lfood2.html
Á þessari síðu eru meiri upplýsingar:
http://www.critterchat.net/foodpets.htm
Breskar reglur
http://www.opsi.gov.uk/si/si1991/Uksi_19912840_en_8.htm
Mjög fróðleg grein um hvað er raunverulega í kattarmatnum, líka listi yfir hvað sé hvað
http://www.messybeast.com/cat-food-industry
Síða sem skýrir hvað animal and meat derivatives, cereals og þessháttar er:
http://www.k9capers.com/feature-nutrition_in_pets