Ég bara verð að segja ykkur frá einu sem ég komst að. Ég var að lesa um næringarfræði hunda og katta og rakst á fleiri en eina síðu sem fjölluðu um hvað væri raunverulega í ódýru (og lélegu) katta- og hundafóðri.

Í fyrsta lagi er aðalinnihald ódýra fóðursins alltaf einhverskonar korn, eins og maís. Þetta er t.d. copy-paste af pedigree síðunni sem sýnir innihaldið í einu af Pedigree þurrfóðrinu (valið af handahófi):

GROUND YELLOW CORN, CHICKEN BY-PRODUCT MEAL, MEAT AND BONE MEAL (NATURAL SOURCE OF CALCIUM), RICE, CORN GLUTEN MEAL, ANIMAL FAT (PRESERVED WITH BHA/BHT), NATURAL POULTRY FLAVOR, DRIED BEET PULP, WHEAT FLOUR, SALT, POTASSIUM CHLORIDE, WHEAT MILL RUN, CARAMEL COLOR, VEGETABLE OIL (SOURCE OF LINOLEIC ACID), VITAMINS (CHOLINE CHLORIDE, dl-ALPHA TOCOPHEROL ACETATE [SOURCE OF VITAMIN E], L-ASCORBYL-2-POLYPHOSPHATE [SOURCE OF VITAMIN C*], VITAMIN A SUPPLEMENT, THIAMINE MONONITRATE [VITAMIN B1], BIOTIN, d-CALCIUM PANTOTHENATE, RIBOFLAVIN SUPPLEMENT [VITAMIN B2], VITAMIN D3 SUPPLEMENT, VITAMIN B12 SUPPLEMENT), TRACE MINERALS (ZINC SULFATE, COPPER SULFATE, POTASSIUM IODIDE), IRON OXIDE.

Þar sést greinilega að það sem er mest af í matnum er hakkaður maís. Síðan kemur Chicken by-product meal, sem þýðir kjúklingainnyflamjöl (sem þýðir að það eru t.d. goggar, fætur og fjaðrir í þessum mat), svo kemur meat and bone meal. Og hvað ætli það sé? Bein þýðing er kjöt og beinamáltíð, en á netinu fékk ég nánari skýringu á þessu. Hún er þessi:

Í Bandaríkjunum er sláturúrgangur bræddur og úr honum búið til kjötmjöl sem kallast “meat and bone meal”. O.k. það hljómar allt í lagi EEEEEEEnn það sem flestir ekki vita er að oft er þetta ekki sláturúrgangur sem er bræddur heldur er mjög algengt að kjötmjölsverksmiðjur fái hunda og ketti sem er búið að aflífa í tonnavís og þeir eru bræddir með húð, hári, flóaól, hálsböndum og öllu. Oftast er búið að lóga þessum dýrum þannig að þeir eru ennþá fullir af eitrinu sem var notað til að aflífa þá. Oftast er farið að slá hressilega í gumsið. Einnig er verið að bræða útrunnið kjöt frá stórmörkuðum sem væri allt í lagi, nema að til að spara kaupkostnað þá er þetta kjöt ekki tekið úr umbúðum og plast og sellófan bara brætt með kjötinu. Einnig eru “roadkill” og önnur villt dýr sem finnast dauð brædd, og líka nautgripir og önnur dýr sem hafa dáið úr sjúkdómum og þar af leiðandi full af lyfjum. Ég las líka í einni greininni að smábarn sem hafði borðað nokkur korn af ódýrum kattamat hafði dáið úr pensillíneitrun, og þegar kattarmaturinn var skoðaður þá mældist 600 sinnum meira pensillín í honum heldur en leyfilegt er til manneldis.

Hérna er svo innihaldslýsing á Friskies kattaþurrfóðri:
Ground yellow corn, corn gluten meal, chicken by-product meal, meat and bone meal, beef tallow preserved with mixed-tocopherols (form of Vitamin E), soybean meal, corn germ meal, salmon meal, tuna meal, brewers dried yeast, phosphoric acid, animal digest, tetra sodium pyrophosphate, salt, potassium chloride, choline chloride, added color (Red 40, Yellow 5, Blue 2), taurine, zinc sulfate, ferrous sulfate, Vitamin E supplement, niacin, manganese sulfate, calcium carbonate, Vitamin A supplement, calcium pantothenate, thiamine mononitrate, copper sulfate, riboflavin supplement , Vitamin B-12 supplement, pyridoxine hydrochloride, folic acid, Vitamin D-3 supplement, calcium iodate, biotin, menadione sodium bisulfite complex (source of Vitamin K activity), sodium selenite. G-5003

Hérna má sjá svipaða hluti. Mest af hökkuðum maís í matnum (og kettir og hundar eru kjötætur!) svo þetta dularfulla “chicken by-product meal”, og svo “meat and bone meal” sem getur verið hvað sem er, og líklega eitthvað mjög dularfullt í því þegar það er ekki einu sinni tekið fram af hvaða dýri þessi kjöt og beinamáltíð er af.

Það er góð ástæða fyrir því af hverju kettir og hundar þrífast ekki á þessu ódýra fóðri og hún er sú að það er verið að nota þau hráefni í matinn sem eru ódýr og þar af leiðandi mjög léleg og beinlínis hættuleg, því á endanum geta hundar og kettir orðið hættulega veikir af að borða þetta rusl (þvagsteinar, nýrnavandamál, sykursýki, hárlos, hjartavandamál og svo mætti lengi telja). Nú hugsa örugglega einhverjir “ég gef hundinum/kettinum þennan mat og þeir virðast þrífast vel af honum”. Staðreyndin er sú: Ef hundar/kettir fá matarleifar og veiða fugla, flugur eða mýs þá fá þeir þá næringu sem er ekki til staðar í ódýra fóðrinu og þar af leiðandi virðast þeir þrífast vel. Ef hundar/kettir fá eingöngu þetta lélega fóður þá er alveg víst að þeir þrífast ekki á því. Það sem bendir til að gæludýrið er ekki að fá nógu góða næringu er t.d.: meltingartruflanir, hárlos, mattur og þurr feldur, flasa og ofnæmiseinkenni.

Sumir segja svo að fóðurframleiðendur fari eftir ákveðnum næringarstöðlum sem þeir eru skyldir til að fara eftir. Sannleikurinn er aftur á móti sá að lágmarksnæringargildi fyrir fóðrið samkvæmt reglum er einungis ætlað til að hundur/köttur haldi lífi, athugið HALDI LÍFI, ekki að hann þrífist á fóðrinu. Staðallinn er líka eingöngu prófaður í stuttan tíma, þannig að næringargildi matars sem uppfyllir staðla sem settir eru, er nóg til að hundur/köttur haldi lífi í stuttan tíma, en til langtíma uppfyllir staðallinn ekki næringarþörfina hjá hundi/ketti.
Kveðja
Heiðrún