Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hbriem
hbriem Notandi frá fornöld 61 ára karlmaður
86 stig

Re: Eggjahvítur

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Sorry. Það eru 12g af próteini per 100g en eitt egg er auðvitað ekki nema 50g, svo 10 egg eru 60g af próteini, ekki 100. Allavega mundi ég bara éta allt eggið.

Re: Eggjahvítur

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ja, það er svo sem ekkert hættulegt, en eins og þú hefur tekið eftir sjálfur, þá er það talsvert vesen. Mestöll hollusta eggjanna er í rauðunni. Það eru einfaldari og örugglega bragðbetri aðferðir til að fá nægilegt prótein í fæðunni. Egg eru góð, segi ég sem mikill eggjaaðdáandi, en eggjahvítan ein sér er viðbjóður. 10 eggjahvítur eru yfir 100g af próteini. Vaxtarræktar- eða lyftingamaður um 90kg og 15% feitur þarf sirka 150g af próteini á dag. Borðarðu lítið annað en þessar eggjahvítur?...

Re: Eggjahvítur

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Sjálfsagt, en til hvers í ósköpunum ertu að éta 10 eggjahvítur á hverjum morgni? Hvað ímyndarðu þér að þú græðir á því? Ég er ekki að spyrja til að vera dónalegur og ég veit alveg að svona vitleysa er útbreidd meðal byrjenda í líkamsrækt og lyftingum. Ég er bara að reyna að benda þér á að þetta er ekki gáfuleg leið til að ná markmiðum þínum, hvort sem þú ert að reyna að byggja upp vöðvamassa eða missa fitu.

Re: Hvað er Hippi?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Það sem þú ert að lýsa er Back Extension, bakrétta sem er svipuð æfing að sjá, en ekki sú sama og tekur ekki á sömu vöðvum. Bakréttutæki er til á flestum stöðum, hippatæki mjög óvíða. Það er sérhæfð æfing fyrir kraftlyftingamenn, ættuð frá Westside æfingastöðinni í Columbus, Ohio.

Re: Hvað er Hippi?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Jú, þetta er örugglega sama æfing. Það eru alltaf skiptar skoðanir um hvað er gott fyrir byrjendur og hvað ekki. Ég sé engan tilgang í þessari æfingu nema fyrir kraftlyftingamenn, en þeir fitnesssportarar eru greinilega á annarri skoðun. Ég hef aldrei séð tækin sem þarf í þetta hér á landi en ég hef svosem ekki séð margar stöðvar. Ég mundi ekki mæla með þessu prógrammi fyrir byrjanda (reyndar engan) en ég veit að fullt af fólki mundu gera það.

Re: Rassæfingar

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Réttstöðulyfta og afbrigði af henni, umfram allt.

Re: Hvað er Hippi?

í Heilsa fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Ég held að þetta sé íslenskt nafn á æfingunni sem er yfirleitt kölluð Glute-Ham Raise. Mætti kannski kalla hana Rassrétta eða eitthvað. Glute-Ham Raise (Annað video) Sama æfing á gólfi Ath. að munurinn á GHR og bakréttu er sá að púðinn er undir hnjánum í GHR, en undir maga/mjöðmum í BR. Þetta færir álagið frá mjóbaki niður á rass og baklæri. Þetta er sérhæfð aukaæfing fyrir langt komna kraftlyftingamenn og ég veit ekki til þess að neinn hér á landi geri hana að staðaldri. Það þarf sérstakan...

Re: The sex pistols

í Pönk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Það fer nú minnst fyrir bassaleik Sids á plötunum, það er ekki hægt að segja að hann sé ömurlegur á þeim þar sem, öh, hét hann ekki Glenn Matlock sem spilaði bassann á Pistolsplötunum? Matlock spilaði á fyrstu smáskífunum, en Steve Jones gítarleikari spilaði allan bassann á “Never Mind the Bollocks”. Sid spilaði aldrei tón á plötu.

Re: The sex pistols

í Pönk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
hvað finnst ykkur um þá?Mér finnst þeir ein stórkostlegasta hljómsveit allra tíma. og hvernig finnst ykkur bassaleikur sids?Ég hef aldrei heyrt hann, utan örfáa tóna á ömurlegum tónleikaupptökum. Ég efast um að margir hafi heyrt Sid spila einn einasta tón á bassa. Hann kunni ekkert, svo þeir skrúfuðu alltaf niður í honum á tónleikum. Þegar þeir tóku upp sína einu plötu, “Never Mind the Bollocks”, þá gáfu þeir Sid dóp svo hann sofnaði. Steve Jones gítarleikari spilaði allan bassann á plötunni...

Re: Crass

í Pönk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Hérmá nálgast allt útgefið efni þeirra og mikið af tónleikaupptökum og fleiri. Ég geri ráð fyrir að það sé ólöglegt að sækja það þaðan.

Re: Crass

í Pönk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Æ mér fannst Crass oft ógurlega leiðinleg. Þeir áttu 2-3 skemmtileg lög, “Big A Little A”, “Bloody Revolutions” og “So What”, en flest lögin þeirra voru endalaust rant með ömurlegu sándi. Þegar þeir komu hingað '84 voru tónleikarnir svo stjarnfræðilega leiðinlegir að flestir voru farnir út þegar þeir voru ca. hálfnaðir. Textarnir voru náttúrulega stundum góðir, en í sjálfu sér óttalega innihaldslítið röfl. Enda var ekki djúpt á hugsjónunum í rauninni sem enduðu allar í drykkjurausi og...

Re: Rokkaravík

í Pönk fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Valli kallaði það reyndar ‘Rokkeyrarvík’ ef ég man rétt. Hann á held ég lagið og mundi ábyggilega senda þér það í tölvupósti. Hann heitir valgurdur og lénið siminn.is. Við höfum oft tekið lagið á tónleikum, en því miður ekki tekið lagið upp.

Re: spurning

í Heilsa fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Medico ehf, Akralind 3 Kópavogi, Sími: 545 4200, www.medico.is Alvöru belti kosta um 10 þús kr. Þunn vaxtarræktarbelti eins og hinir selja um 3-4 þús.

Re: Spurning ! ?

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Sælir/sælar nú er ég búinn að vera að lyfta í rúmann mánuð og er nú buinn að ná ágætum árángri á þessum mánuði, buinn að hækka mig um 17kg í bekknum og svona.Flott. Haltu þínu striki. er núna að spá í öllu þessu duftdrasli (kreatín, prótein og hvað þetta allt heirir) er þetta eithvað sem bætir árangur manns helling eða ?Nei. Gæti bætt upp slæmt mataræði. maður hefur verið að heira að þetta sé ekki gott fyrir nýrun og svona, eithvað til í því ?Bara vitleysa. Er núna að éta eins og...

Re: Björgunarhringurinn :D

í Heilsa fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Já, það eru til æfingar sem styrkja (og stækka) magavöðvana. En þú getur ekki sértækt brennt fitu af ákveðnum stöðum. Sú fita sem kemur fyrst fer seinast.

Re: Björgunarhringurinn :D

í Heilsa fyrir 16 árum, 10 mánuðum
mig vantaði bara svona spes æfingar fyrir b.hringinn minnÞær eru ekki til! Það er ekki hægt að minnka fitu sértækt á ákveðnum stöðum nema með skurðaðgerð. Fyrsta fitan sem kemur er sú sem fer síðast.

Re: Áskorun til hugara á heilsuáhugamái

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Bara ein smáspurning, nafni. Af hverju viltu grennast meira ef þú ert þegar kominn niður í 9.2% fitu? Ertu að fara að keppa í vaxtarrækt eða fitness?

Re: titringur

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Sennilega titrar tækið vegna þess að litlu hjálparvöðvarnir sem gefa stöðugleika eru aumir miðað við aðalhreyfivöðvann sem þú ert að þjálfa. Þetta er algengt hjá þeim sem æfa meira með tækjum en frjálsum lóðum. Æfingar með frjáls lóð þroska hjálparvöðvana jafnharðan en tæki* einangra aðalhreyfivöðvana á kostnað hinna. Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að lóð eru betri en tæki. *þá á ég fyrst og fremst við vogarstangartækin. Kapaltækin virka meira eins og lóð.

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fótaæfingar Hnébeygjan er náttúrulega drottning allra fótaæfinga og gott að gera hana án lóða til að byrja með. Allir ættu að gera reglulega hnébeygjur hvort sem þeir lyfta eða ekki. Aðrar ágætar eru td: Framstig og Uppstig Hvort tveggja er hægt að gera án lóða.

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Fótbolti er miklu, miklu hættulegri fyrir börn en lyftingar.

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þú last greinilega ekki áfram: Early literature suggested that weight training might be inappropriate for these athletes. However, recent evidence suggests that, properly done, strength/resistance training may not only be safe, it may also help reduce the risk of injury for the young athletes.

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Weight training in youth-growth, maturation, and safety: an evidence-based review. (Malina, 2006) Efficacy of strength training in prepubescent to early postpubescent males and females: effects of gender and maturity. (Lillegard ofl, 1997) Strength training and the immature athlete: an overview.(Metcalf & Roberts, 1993) The effects of hydraulic resistance strength training in pre-pubertal males.(Weltman ofl, 1986) Þetta er bara fyrstu greinarnar sem ég fann í 5 mínútna leit. Þær skipta...

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Þetta er gömul þjóðsaga og ekkert hæft í henni.

Re: "Upphandlegs-vöðvi"

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Það er svosem ekkert að því að lyfta þó þú sért 13 ára. En…. aðalupphandleggsvöðvarnir eru tveir: Þríhöfði (triceps) er aftan á handleggnum. Hann er svona tvöfalt stærri og sterkari en tvíhöfðinn og er notaður til að rétta úr handleggnum (ýta, pressa). Góð æfing fyrir hann eru armbeygjur sem er sama hreyfing og bekkpressa en þarf engan útbúnað. Meðan þú getur ekki meira en 20 eða svo í lotu er armbeygjan góð æfing. Sem bónus æfa armbeygjur (og bekkpressur) líka brjóstvöðvana. Ef þú getur...

Re: ýmislegt

í Heilsa fyrir 16 árum, 11 mánuðum
Bekkpressa: 105kg í keppni, 120kg á æfingu Hnébeygja: 155kg í keppni, 165 kg á æfingu Réttstöðulyfta: 210kg í keppni, 225kg á æfingu Powerclean: 95kg Hermannapressa: 75kg Curl: 50kg x 6 Fótpressa með 1 fæti: 200kg x 8
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok