Sælir/sælar nú er ég búinn að vera að lyfta í rúmann mánuð og er nú buinn að ná ágætum árángri á þessum mánuði, buinn að hækka mig um 17kg í bekknum og svona.

er núna að spá í öllu þessu duftdrasli (kreatín, prótein og hvað þetta allt heirir) er þetta eithvað sem bætir árangur manns helling eða ?

maður hefur verið að heira að þetta sé ekki gott fyrir nýrun og svona, eithvað til í því ?

Er núna að éta eins og brjálæðingur, treð í mig eins og ég get, ét að minnsta kosti 1/2 líter af skyri á dag og oftast helling af kjöti í kveldmat og svo oft ávexti/jógurt á milli mála.

Hvað á maður að gera, halda áfram að éta venjulegann mat eða fara að éta duft og svona dót ?

Bætt við 25. júlí 2007 - 20:10
*heiti