Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hbriem
hbriem Notandi frá fornöld 61 ára karlmaður
86 stig

Re: Hugleiðing varðandi fitubrennslu

í Heilsa fyrir 17 árum
Er spretthlaup semsagt mun áhrifaríkari leið til að brenna fitu en rösk ganga í halla, þó hún fari skiljanlega aðeins verr með skrokkinn á manni? Ja, það fer bara eftir hjartslætti, þ.e. hraða og halla. Því hraðar sem þú nærð hjartslættinum því betri fitubrennsla (og því skemur geturðu haldið áfram og því lengri hvíld þarftu). Hvort þú eykur hjartsláttinn með meiri hraða eða meiri halla skiptir ekki máli.

Re: Hugleiðing varðandi fitubrennslu

í Heilsa fyrir 17 árum
Því ákafari sem hreyfing er, því betur gagnast hún við fitubrennslu aðallega vegna þess að hvíldarbrennsla eftir æfingu eykst lengur. Lyftingar > spretthlaup > langhlaup > skokk > ganga En … Flestum sem þurfa verulega á fitubrennslu að halda gengur betur að ganga reglulega en hlaupa reglulega. Ganga er fjölhæfari hreyfing, td er miklu minna vesen fyrir flesta að ganga í vinnu eða í hádeginu en að fara að hlaupa, skipta um föt, komast í sturtu osfrv. Ganga er miklu betri fyrir hné, mjóbak og...

Re: munntóbak

í Heilsa fyrir 17 árum
Vegna þess að þegar það var fyrst selt hér á landi breiddist notkun þess gríðarlega hratt út og varð geysivinsæl, en bara hjá börnum (undir 18 ára). Gömlu tóbakskarlarnir notuðu áfram sinn ríkisgrodda. Það var ákveðið að sala á tóbaksvöru sem höfðaði eingöngu til smábarna væri óskynsamleg og henni var hætt og varan bönnuð.

Re: Íslandsmet í armbeygjum karla

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég veit ekki til þess að það sé skráð hjá körlum. Hjá konum í Galaxy Fitness virðist það vera 74, Aðalheiður Jensen 2004. Í Icefitness virðist það vera Rannveig Kramer 2005, með 63. Með fyrirvara að þetta er bara eftir snögga vefleit og ekki opinberar tölur. Ég átti MR metið í nokkrar mínútur árið 1980 eða '81 ef ég man rétt, eitthvað milli 100 og 110 en man töluna ekki nákvæmlega. Seinna tók ég 150. Margir hafa örugglega tekið meira síðan. Athuga samt að keppnisarmbeygjurnar hjá stelpunum...

Re: Bekkpressuprogrammið Þitt er ?

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Skemmtilegra og skemmtilegra ekki. Prófaðu t.d. hermannapressur og/eða dýfur í staðinn fyrir bekkpressuna. Það er engin skylda að gera bekkpressu þó hún sé ágæt.

Re: Bekkpressuprogrammið Þitt er ?

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Niðurtog kemur ekki í staðinn fyrir bekkpressu. Þetta eru reyndar algerlega andstæðar æfingar. Bekkpressa er ein af mörgum pressuæfingum: 1)axlapressa (beint upp) 2)hallandi bekkpressa ( 30-60° upp) 3)bekkpressa 4)öfug hallandi bekkpressa (30-60° niður) 5)dýfa Pressuæfingar æfa þríhöfðann aftan á handleggnum, brjóstið og mismunandi hluta axlavöðvanna eftir stefnu. Niðurtog er ein af mörgum togæfingum: 1)upphífing eða niðurtog (beint niður) 2)róður (margar gerðir til) 3)tog (beint upp, margar...

Re: Fæðubótaefni, virka þau?

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það er búið að sanna virkni fæðubótarefna mjög oft.Sumra. Flest gera ekki neitt.

Re: Sjúkdómsgreiningar á netinu

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það er til slatti af svona síðum, en ég mæli frekar með alvöru lækni ef eitthvað amar að. Íslensk erfðagreining byrjaði að setja upp svona fyrir nokkrum árum, en gafst upp, sennilega vegna fjármögnunarvanda. http://www.doktor.is/ http://www.drkoop.com/ http://www.medical-library.org/mddx_index.htm Auk þess er eitthvað um svona þjónustu gegn gjaldi. http://yourdiagnosis.com/ http://www.telemedical.com/ Það eru örugglega miklu fleiri, en þetta er það sem ég fann við örstutta Gúgglun.

Re: Fituprósenta ungra stráka.

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Sennilega, já. Það er engin aðferð til sem getur mælt fituprósentu lifandi manns með slíkri nákvæmni. Ef maðurinn hefur mælst 1.9% þá mundi það vera gefið upp í vísindalegri rannsókn með 95% öryggismörkum sem 1.9% +/- 3% eða eitthvað slíkt. Þó maðurinn sé etv með enga eða næstum enga húðfitu þá ber að hafa í huga að himnan utan um hverja einustu frumu líkamans er fita. Beinmergurinn er að stórum hluta fita. Stór hluti taugakerfisins er fita o.s.frv.

Re: Fituprósenta ungra stráka.

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég er í meginatriðum sammála þér en …. Ertu að reyna að segja mér að Michael Jordan hafi liðið illa og að það hafi verið “mjög óhollt” fyrir hann þegar hann fór í fituprósentumælingu og mældist rétt rúmlega 2 % minnir mig? Það má vel vera að Michael Jordan hafi “mælst” 2% í fituhlutfalli enda eru mælingaaðferðirnar afar ónákvæmar, en að hann hafi “verið” 2% er náttúrulega fjarstæða. Ég hef séð margar myndir af Michael Jordan og hann var ekki nein 2% fita. Aldrei. Ekki einu sinni...

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hafðu ekki áhyggjur. Hnébeygjan er tæknilega miklu erfiðari en réttstöðulyftan og það tekur lengri tíma að ná henni. Auk þess eru hlutföll manna mismunandi. Það sem hagstætt fyrir hnébeygju (stuttar lappir miðað við búk) er óhagstætt fyrir réttstöðulyftu. Ég geri ráð fyrir að þú sért einfaldlega frekar lappalangur miðað við hæð.

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Liðleiki er ekki sama og liðleiki. Eins og styrkur þá er hann bundinn við einstaka líkamshluta. Alveg eins og þú getur verið liðugur við eina æfingu (snerta tærnar) geturðu verið stífur við aðra (hnébeygju). Það eru ekki sömu vöðvar og sinar sem koma við sögu. Besta teygjuæfingin fyrir hnébeygju er hnébeygjan sjálf. Hitaðu upp með því að gera hnébeygjur án aukaþyngdar og haltu í eitthvað til að halda jafnvægi. Sestu vel niður í beygjuna og slappaðu vel af og haltu, rétt eins við aðrar...

Re: Fituprósenta ungra stráka.

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Nei nei, ég held að það sé mörgum strákum eðlislægt að vera mjög mjóir á æskuárum. Ég var ábyggilega ekki nema svona 8% feitur fram yfir tvítugt. Æfði mikið og át eins og svín, en stopult. Bróðursynir mínir eru körfuboltamenn og vel massaðir, en grindhoraðir í kringum 8%. 5.8% trúi ég tæplega. Það er eins og hjá vaxtarræktarmönnum í keppnisformi. Þá sést í hverja æð, vöðvatrefjar vel sjáanlegar, húð næfurþunn osfrv. En auðvitað eru þessar mælingar svo ónákvæmar að það er ekkert að marka....

Re: Fituprósenta ungra stráka.

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Nei, ég held reyndar að karlmönnum sé alveg óhætt að hafa mjög lága fituprósentu, einkum ungum strákum. Of lág fituprósenta hefur öllu alverlegri áhrif á konur. Algengt er að keppnismenn í ýmsum íþróttum séu með mjög lága fituprósentu (http://www.sport-fitness-advisor.com/bodyfatpercentage.html), allt niður í 5%. Hins vegar hef ég mjög litla trú á þessum tölum sem menn segja frá sjálfir. Allar aðferðir til að mæla fitu eru mjög ónákvæmar.

Re: Kaloríur

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Trúðu því.

Re: ok ég vill fá að vita þetta fyrir full to gallt !

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Fyrir fullt og allt: Það skiptir engu máli! Mikið hroðalega er ég orðinn leiður á þessum eilífu kreatín og glútamín spurningum.

Re: Kraftlyftingar eða bara lyntingar

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Lyftingar (Ólympískar) eru aðeins æfðar hjá Ármanni. Þeir eru líka með bloggsíðu, en þar eru mikið til sömu upplýsingar. Ólympískar lyftingar eru nokkuð tæknilega flóknar og því ætti að æfa þlr undir handleiðslu þjálfara. Kraftlyftingar eru því miður ekki æfðar innan íþróttafélaga lengur, en kraftlyftingamenn æfa og halda til á ýmsum líkamsræktarstöðvum, m.a. Gym 80, Viðarhöfða 2, Orkuverinu, Egilshöll, Grafarvogi, Silfursport, Hátúni 12.

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Maður styrkist vissulega hægar í megrun en þegar maður étur vel, en það er alveg hægt.

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Annars tek ég 170 kíló í fótapressu, spurning hvað maður myndi ná hins vegar bara með stöng. Fótpressuvélar eru svo mismunandi að það er ekkert að marka. Ég tók 300kg x 20 í einni vélinni þar sem ég æfði en bara svona 140x20 í hinni. En fyrir venjulegar vélar er þetta sirka (fótpressuvél mínus líkamsþyngd) því að í fótpressunni lyftirðu ekki eigin þunga með eins og í hnébeygju. Og svo má draga nokkra tugi kílóa frá vegna þess að hnébeygjan er tæknilega erfiðari og maður fer yfirleitt mun...

Re: Kaloríur

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Nei, þetta voru ýkjur og talan skot út í loftið. Alveg rétt hjá þér.

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Hungrið fylgir miklu vinnuálagi, þ.e. mörgum repsum og mörgum settum. Þú getur unnið með meiri þyngd, færri sett og færri reps án þess að hrikalegt hungur fylgi í kjölfarið og þannig haldið áfram að styrkjast án þess að stækka. Eða jafnvel grennst á meðan ef því er að skipta.

Re: Kaloríur

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Nei, en sumir gleyma að reikna það inní heildina og skilja ekkert í því að þeir grennast ekki. Drekka svo 4000 hitaeiningar föstudag og laugardag.

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Tók svo ákvörðun um að stoppa í þessum þyngdum þar sem ég vill geta passað í fötin mín. Stærðin fer ekki eftir því hverju þú lyftir, heldur hversu mikið þú étur. Ef þú passar þig að éta ekki of mikið geturðu haldið áfram að styrkjast mjög lengi án þess að stækka. Ekki endalaust, en lengi.

Re: Þyngd í deddi, bekk og squat.

í Heilsa fyrir 17 árum, 2 mánuðum
170 í fyrsta sinn sem þú prófaðir réttstöðu? Það er ekkert smáræði. Það er yfirleitt talað um að mjög sterkur óþjálfaður maður með reynslu af erfiðisvinnu taki svona 120 í deddi. Það samræmist ágætlega minni reynslu.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok