Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Er trúin slæm eða góð?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég er sammála því að það virðist vera rík þörf hjá manninum að finna reiðu í óreiðunni (kosmos í kaos), sbr. orð skáldsins að náttúran væri lítils virði ef hún héti ekki neitt.

Re: Er trúin slæm eða góð?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Það má eflaust ætla að andatrú og skurðgoðadýrkun (betra orð en hjáguðadýrkun sem ég notaði í textanum) sé eldri og upprunalegri hugmynd sem menn gerðu sér af tilverunni en þeir sem aðhylltust seinna meir eingyðistrú. Það er einnig ekki ólíklegt að mannkyn í frumbernsku séu líkt og börn sem gera upp hlutum og náttúrufyrirbrigðum mannlega eiginleika. Það er almennt viðurkennt innan félagsvísindanna að trú manna sé mikið mótuð af umhverfinu sem maður býr í. Það þýðir að hver og einn skýrir...

Re: Er trúin slæm eða góð?

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Það virðist vera innri þörf hjá mönnum að skilja stöðu sína í tilverunni, þann heim sem við lifum í og ekki síst handan heimana sem maðurinn hefur haft óljósar hugmyndir um frá örævi alda. Hver og einn leitar skilnings og tjáir þessa þörf eftir sínu upplagi, innrætingu og reynslu. Hvort að ein heimsmynd eða útskýring á tilverunni sé betri eða réttari en önnur byggir á heimspekilegri, fagurfræðilegri, listrænni, trúarlegri eða vísindalegri afstöðu. Engin ein heimsmynd eða skýring getur gert...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Þakka þér fyrir biðlundina. Nú hef ég svarað fyrirspurn þinni í stuttri og skorinorðri grein hér á vefnum sem nefnist “Er trúin góð eða slæm?” Ég vona að þú gerir þér svarið að góðu.

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég var búinn að lofa þér grein um efnið Kalli minn. Það er næst á dagskrá hjá mér.

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Samanburður á hinum andlega þroskaða unga manni við aulann: Heilræðavísur Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita. Varast þeim að veita styggð, viljirðu gott barn heita. Hugsa um það helzt og fremst, sem heiðurinn má næra. Aldrei sá til æru kemst, sem ekkert gott vill læra. Lærður er í...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Góð spurning. Tilvistar- og trúarspurningar virðast vera ungu fólki hugleiknar. Ég skrifaði á sínum tíma B.A. ritgerð í sálfræði um ungt fólk í umdeildum trúarhreyfingum út frá félags- og trúarsálfræðilegri nálgun. Þar kom ég m.a. inn á heilbrigt og óheilbrigt trúarlíf. Þar er sérstaklega einn kafli um freudískar trúarkenningar sem varðar þessa spurningu þína. Ég skal birta þennan kafla í dulspekideildinni á huganum alveg á næstunni. Ég bið þig að gefa mér smá tíma til þess arna. Það virðist...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
OK, vinur, en ég geri greinarmun á þroskaðri trú, og óþroskaðri trú sem gefur tvenns konar niðurstöður á sálfræðiprófum, annars vegar góða niðurstöðu og hins vegar slæma.

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Það var fróðlegt að renna yfir upplýsigarnar frá Wikipedia um tíu týndu ættkvíslarnar. Þar staðfestist að fátt bitstætt er hægt að segja um útrás Gyðinga. Því miður er mikið til í því að margir trúa í blindni en hins vegar þá er því ekki að neita að miklir vísindamenn hafa jafnframt verið trúaðir svo það er ekki hægt að setja jafnaðarmerki á milli heimsku og trúar. Ég á fleiri greinar í fórum mínum en ætla að bíða með að birta þær um sinn. Þar sem þú ert áhugasamur langar mig að benda þér á...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Hefurðu aldrei séð indíana með “gyðinganef”. Næst þegar ég rekst á mormóna þá ætla ég að spyrja þá hvað varð um gyðinganýlenduna í Ameríku. Hvað sem öllum vangaveltum líður þá er það altént sláandi að Biblían skuli varðveita svo gagnmerkar heimildir um upprunaleg heimkynni Gyðinga í Kasmír. Það er reyndar verðugt viðfangsefni hvernig kirkjunni hefur tekist að horfa fram hjá svo augljósum kennimerkjum í sjálfu Guðs orði. Hvað skyldi valda slíkri blindu?

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Veit ég það sveinki. Ég sel ekki þessar sögur dýrara en ég keypti þær auk þess sem ég hef aðeins viðað að mér þekkingarhrafli um flökkuþjóð þessa. Landkönnuðurinn og mannfræðingurinn Thor Heyerdahl sýndi fram á Egyptar hefðu getað siglt til Ameríku á reyr- eða sefbátum sínum með því að gera það sjálfur og eins að indíánar frá S-Ameríku hefðu getað siglt til Kyrrahafseyja sem Thor gerði á Kon-tiki fleka sínum. Það er ekki þar með sagt þessar þjóðir hafi gert það þó það sé engu að síður...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Nei, hér er átt við sama Kasmír og við þekkjum í dag í grófum dráttum. Ég lét einnig að því liggja í fyrstu grein minni um þöglu árin í ævi Jesú að það væri ein af ástæðunum fyrir því að meistarinn hljóp heimdragann til þess að vitja land feðranna. Það er líka ótrúlegt að Gyðingar hafi verið að væflast í heil 40 ár á þessum spotta á milli Ísraels og Egyptalands. Þó það komi ekki beinlínis fyrirspurn þinni við þá eru til ótrúlegustu fregnir hvar þessi hirðingjaþjóð hefur slegið niður eða hvar...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég hef ekki gögn um landamæri Kasmírs til forna en geng út frá því að landsvæðið hafi haldist óbreytt þrátt fyrir skiptingu Indlands og Pakistans. Indverjar og Pakistanar hafi svo ekki komið sér saman um skiptingu landsins innan sinna umráðasvæða.

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Í raun er kjarninn sá sami í öllum raunverulegum trúarbrögðum þó umbúðirnar séu ekki þær sömu, sbr. gamalt vín í nýjum belgjum. Það má heimfæra upp á að við höfum öll sömu þarfirnar svo sem ást og efnislegt öryggi en sökum aðstæðna og ólíkra persónuleikaþátta tjáum við þessar þarfir á mismunandi hátt.

Re: Babýlonsk áhrif innan gyðingdóms og kristninnar

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
“If you can't beat them, then join them”. Þetta má einnig kalla að sæta lagi, færa sig upp á skaptið og haga seglum eftir vindi. Það dregur hver dám að sínum sessunaut, þ.e. umhverfisáhrifin og þeir þættir sem móta menn sitja í þeim áfram þó þeir taki nýja trú, sem oftar en ekki lagar sig að aðstæðum. Þetta var ekki síst áberandi á hellenska og rómverska tímabilinu þar sem alls konar stefnum og straumum ægði saman vegna mikilla samskipta og verslunar. Margir norrænir menn og víkingar tóku...

Re: II. Rætur kristinnar trúar*

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Það er náttúrulega orðið nokkuð seint um rassinn gripið og víst að talíbanarnir tækju það óstinnt upp. Því verður heldur ekki neitað að margir sögufrægir og trúarlegir atburðir hafa gerst í þessu litla hrjáða ríki sem markar skil í myndun þriggja heimstrúarbragða, þ.e. gyðingasiðs kristnninar og Islam, fyrir utan Bahai trúna sem reynir að sameina það besta úr þessum trúarbrögðum. Landið hefur einnig haft sitt mikilvægi af því að það er samgöngu- og verslunarmiðstöð á milli tveggja...

Re: Þöglu árin í ævi Jesú

í Dulspeki fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Ég er rétt að byrja!

Re: Þöglu árin í ævi Jesú

í Dulspeki fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Ég þakka öllum sem tekið hafa til máls fyrir góðar undrtektir. það hvetur mig til frekari dáða.

Re: Þöglu árin í ævi Jesú

í Dulspeki fyrir 15 árum, 3 mánuðum
Athugasemd þín er fyllilega réttmæt. Palestína var á þessum tíma í hringiðu stefnu og strauma sem bárust hvaðanæva að með kaupmönnum og förufólki í rómverska heimsveldinu. Það eru meira að segja heimildir fyrir því að búddhískir munkar, kallaðir terapeutar (orð sem þekkist í dag fyrir meðferð þar sem þessir munkar stunduðu lækningar) hafi búið nálægt Alexandríu í Egyptalandi þar sem greiðar samgöngur voru til annarra landa við botn Miðjarðarhafs. Það er til að mynda líklegt að þeir hafi haft...

Re: Eilíft hungur

í Heilsa fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Það var athyglisverð umfjöllun í eftirfarandi útvarpsþætti um hagfræðilegar rannsóknir á holdarfari Íslendinga. Atriðið er að finna 20 síðustu mínútur þáttarins (sjá Samfélagið í nærmynd, þriðjudaginn 27/11 frá klukkan 11, www.ruv.is, rás 1): http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4328546 c:\windows\application data\qualcomm\eudora\attach\Vefupptökur - dagskra.ruv.is (2)2.url; Skv. þessu er 20% Íslendinga of þungir og 5% of feitir. Ansi bandarískt útlit, ekki satt.

Re: Heilsufæði sem forvörn gegn sjúkdómum

í Heilsa fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Þú ættir að gefa þér tíma til þess að fá þér góða hreyfingu nokkrum sinnum í viku.

Re: Heilsufæði sem forvörn gegn sjúkdómum

í Heilsa fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Bókin ‘Í toppformi’ eftir Harvey og Marilyn Diamond hafði áhrif á mig. Þau benda á að mikilvægt atriði er að það sé ekki síður mikilvægt á hvaða tímum sólarhrings þú borðar heldur en bara hvað og hversu mikið þú borðar. Mesta fæðutakan á að fara fram á milli klukkan 12 og 20 á daginn. Frá klukkan 20 til 4 um morguninn er sá tími sem fer í að melta matinn. Þá er mikilvægt að ofreyna ekki líkamann með því að borða á þessum tíma. Eins þarf líkaminn “næði” frá klukkan 4 til 12 til að hreinsa út...

Re: Eilíft hungur

í Heilsa fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Það er gott að vita að þetta sé á réttri leið hjá þér. Sjálfur held ég að ég hefði ekki gengið eins langt og Ómar Ragnarsson að eiga hana Botníu sína þar sem hann elskaði sérhvert hennar gram! Að vísu varð það honum til lífs að játast Botníu þar sem hann lá fastur undir henni í bíl á hvolfi úti í skurði eftir að ástin hafði tekið völdin af henni Botníu. Auk þess fékk hann nýja átta gata kaggann hennar í heimamund. Því miður brast fjárhagsgrundvöllur hjónabandsins, ásamt rúmfjölunum, þar sem...

Re: Eilíft hungur

í Heilsa fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Ég er sammála síðasta ræðumanni, þ.e. hreyfa sig meira. Einnig er hjálplegt að gera sér grein fyrir því að maður lifir ekki til þess að borða heldur borðar til að lifa, sbr. Eat to Live eftir Dr. Joel Fuhrman, M.D. (eða þannig) Annars finnst mér fara dívum og verðandi prímadonnum bara vel að hafa “kjöt á beinunum”, þ.e. smá smjörklípu utan á kroppnum. Það má einnig benda á að helsti markaðshópur kvenlegrar fegurðar, þ.e. karlmenn, er ekki alltaf sammála konunni um hún sé of þung, sbr....

Re: Hare Krishna á Íslandi

í Dulspeki fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Fyrirgefðu hvað ég svara seint, var að koma frá fimm vikna ferðalagi í Rússlandi. Það vill svo til að ég hef skrifað grein um týndu árin i ævi Jesú á þessari vefsíðu, sjá http://www.hugi.is/dulspeki/articles.php?page=view&contentId=2037996 Ég hef skrifað margar greinar í sama gæðaflokki á þessum vef sem þú átt ekki eftir að verða svikinn með. Þú smellir á notendanafnið mitt og svo á greinar eftir mig til að fá yfirlit yfir greinar mínar. Ég er sammála þér um hugleiðingar þínar um að Hare...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok