Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fjólublár eldur: tvö kvæði.

í Dulspeki fyrir 11 árum, 2 mánuðum
Góð vitnleitni hjá þér. Sjálfur hef ég skrifað greinar um fjólubláa eldinn og fleiri í þeim dúr á þessum vef undir nafninu hbraga. Ég er í samtökum sem nefnast Bræðralag ljósberanna, kennt við andlega meistarann St. Germain, boðbera fjólubláa eldisins og Vatnsberaaldarinnar. Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að vita meira! I am a being of violet fire, I am a purity God desires!

Re: Meistarar Stóra hvítbræðralagsins

í Dulspeki fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Jú, það er samsvörun með orkustöðvum jarðar og orkustöðvum mannsins, og ákveðinn geisli er ríkjandi í hverri orkustöð.

Re: Meistarar Stóra hvítbræðralagsins

í Dulspeki fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Eg á við það stjarnfræðilega tímabil í dýrahringnum í stjörnuspekinni. Hvert tímabil er um 2100 að lengd. Síðustu tvöþúsund árin höfum við verið í fiskamerkinu sem er tákn Krists í frumkristninni vegna þess að Jesús var ríkjandi meistari á því tímabili. Jesús var líka stjórnandi 6. geislans sem er purpurablár og gylltur. Aðalmerki hans var guðshollusta og þjónusta. Nú erum við að fara inn í vatnsberaöldina. Meistarinn St. Germain er meistari hans. Hann er stjórnandi 7. geislans sem er...

Re: Meistarar Stóra hvítbræðralagsins

í Dulspeki fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Jú, það er rétt, hinn þríeini Guð, sem líkja má við tvær hliðar á sömu myntinni, eða hvítan í mjólkinni sem ekki verður skilin frá nema ef vera skyldi undanrenna. Viltu einhverju við þetta bæta?

Re: Getur trúin verið holl og góð ef hún er aðeins blekking?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Það sannar hið fornkveðna: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi, sbr. Jh 4.44. Sjá einnig Mt 5.10 “Sælir eru þeir sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir því að þeirra er himnaríki”. Haltu því bara ótrauður áfram því þú ert á réttri leið.

Re: Getur trúin verið holl og góð ef hún er aðeins blekking?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Varðandi Dauðahafsritin og aðrar frumheimildir guspjallanna að þá get ég tekið undir með þér að þær sýna að sumt er óafyggjandi hægt að rekja til ummæla Jesú og kenninga hans þó menn hafi með réttu getað sýnt fram á að ýmislegt annað geti orkað tvímælis.

Re: Getur trúin verið holl og góð ef hún er aðeins blekking?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Sæll Eló, Afsakaðu hvað ég svara seint athugasemdum þínum þar sem ég hef verið fjarverandi ýmissa hluta vegna. Ég kannast við nafn þitt í gegnum tíðina þar sem þú hefur sent mér ýmsar góðar og gegnar athugasemdir og fyrirspurnir vegna greina minna. Ég held við könnumst báðir við “vísindahyggjutrúarmenn” í gegnum tíðina sem hafa einnig farið geyst á síðum hugans/dulspeki. Ég hafði gaman að því á tímabili að eiga í málefnalegum og uppbyggilegum rökræðum við þá sem voru hugsandi og vel að sér í...

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 8 mánuðum
Alltaf gott að fá viðurkenningu. Það hvetur mann til frekari dáða.

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 10 mánuðum
geturðu bent á einhverja skemmtilega utlistun eða túlkun á netinu (tengil) á Völuspá sem rekur uppruna heimsins og endalok hans samkvæmt ásatrú?

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég er að gantast við þig en ert þú viss um að hafa lesið greinina almennilega vegna þess að mér sýnist að þú hafir misskilið eitthvað.

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Því verður þó ekki neitað að það eru ansi góðar frásagnir þarna innan um sem hafa verið kvikmyndaðar sem gefa Harry Potter lítið eftir.

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Heimildalistinn er í 2. og 3. hluta þríleiksins um sköpunarsögu Biblíunnar. Þú áttar þig vonandi eftir titlum bókanna við hvað hluta textans hver heimild á við. Ef ekki þá geturðu spurt mig.

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ert þú ekki að skjóta bakara fyrir smið, félagi? Ég geng svo langt að fullyrða að sköpunarsaga Biblíunnar sé sambærileg við goðsögur sk. frumstæðra þjóðflokka, að öllum ólöstuðum. Þú færð seint talið mér í trú um að ég telji goðsögur frumstæðra villimanna vera áreiðanlegar heimildir um gangverk alheimsins. Ég er þess vegna hvumsa (kjaftstopp) yfir grunnhyggni þinni og ætti greinilega að vera það ef eitthvað er að marka þig.

Re: 1. Hluti: Hver er sannleikur sköpunarsögunnar?

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Ég er kjaftstopp!

Re: 2. hluti: Móðurgyðjan

í Dulspeki fyrir 14 árum, 11 mánuðum
Afsakaðu lagsi hvað ég svara þér seint. Ég hef verið í um tveggja vikna fríi, þar á meðal á námskeiði í Fatíma í Portúgal í andlegri heilun og huglækningum sem tileinkað var móðurgyðjunni Maríu mey. Þú ert ekki einn um að brjóta heilann um eðli guðdómsins, því skv. skilgreiningu er hann óskilgreinananlegur, þ.e. Guð væri ekki sá sem hann er sagður vera ef við skildum hann, sbr. fullyrðing Biblíunnar um að vegir guðs séu órannsakanlegir, og hann sagður vera almáttugur og viska hans óendanleg...

Re: Hugræn þjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Ég sé að ég hef ruglað saman Evrovision lagi Eistlendinga (ef ég man rétt), We are the Winners, og lagi Queens, We are the Champions". – Takk fyrir ábendinguna.

Re: Hugræn þjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Ég veit ekki betur en Herbert Mercury sem syngur þennan slagara sé í Queens, eða hvað?

Re: Hugræn þjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Fyrir íslenskum spakmælum er ekkert nýtt undir sólinni, samanber; Hugurinn ber mann hálfa leið. Ég held að allir keppnismenn í eldlínunni séu sér ekki síður meðvitaðir um að hálf keppnin vinnst í huganum ekki síður en á vellinum. Það er ekki óalgengt að menn “peppi sig upp”, fyrir leik, með slagorðum eins og “hverjir eru bestir!”, “keyra!”, “koma so!”, “taka'da!”. Fyrir gestalið er talað um að fara i ljónagryfjuna hjá heimaliðinu þar sem “múgæsingin”, þ.e. stuðningurinn er sem mestur með...

Re: Hlaupaþjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Takk fyrir upplýsingarnar. Það eru til ótal afbrigði af skorpu- og hrinuhlaupum. Mér líst vel á þetta upplegg. Það líkist því sem gerist í keppnum, hraður meðalkafli og svo að fullu á endasprettinum. Ég mæli með hinum ýmsu skokkhópum sem finna má á hlaup.is sem bjóða upp á skipulagða þjálfun en þar kynnist maður þessu öllu.

Re: Kynning á Hlaupadagbókinni – www.hlaup.com

í Íþróttir fyrir 15 árum
Þessi vefsíða er vissulega nýleg en hún er samt komin á annað ár. En, ekkert mál, það hefur bara einhver luðra hlaupið í tölvuna þína.

Re: Hlaupaþjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Ég þakka fyrir hrósið og allar málefnalegar athugasemdir. Ég er með aðra grein í fórum mínum sem fjallar um sálræna hlið íþróttaþjálfunar með áherslu á hlaup. Ég lofa því að það verður enginn svikinn með hana.

Re: Hlaupaþjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Afsakaðu félagi, ég er af gamla skólanum. Gætirðu útlistað það fyrir mér og lesendunum nánar í hverju það er fólgið.

Re: Hlaupaþjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Vel á minnst. Ég hefði getað orðað þetta skýrar. Ég á við að ýmsir telji að það geti valdið tognunum eða öðrum meiðslum að byrja á því að hlaupa án þess að gera teygjuæfingar. Ég segi að það sé ekki nauðsynlegt, nóg sé að hita upp, þ.e. skokka rólega áður en maður hlaypur á fullu. Hins vegar sé alltaf ráðlegt að enda hlaupaæfingar með nokkrum teygjum þó margir hunsi það.

Re: Hlaupaþjálfun

í Íþróttir fyrir 15 árum
Það þótti mér líka þegar ég byrjaði að hlaupa en eftir því sem ég varð betri því skemmtilegra varð það.

Re: Kynning á Hlaupadagbókinni – www.hlaup.com

í Íþróttir fyrir 15 árum
Þetta er kynningagrein á vefsíðunni hlaup.com svo ég skil ekki athugasemd þína?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok