Sælir hugarar,

Þannig er nú mál með vexti að í lok sumars fluttist ég til Bandaríkjanna í háskólanám. Þar sem allir höfðu varað mig við því að ég gæti átt á hættu að fitna þarna úti (eins og raun flest allir sem hafa flutt til USA hafa gert) tók ég þá ákvörðun að ég myndi gera það sem í mínu valdi stæði til að koma í veg fyrir það. Þannig var nú það að ég hafði þegar fitnað um of áður en ég fór út og nám mitt og framtíðarframi þess eðlis að útlitið skipti máli svo ég þurfti nú frekar að grennast. Og auðvitað vill maður líka sjálfur líta vel út og vera heilbrigður!

Það vita allir að matvörur í Bandaríkjunum eru uppfullar af hormónum og alls konar ógeði. Öll dýr og alifuglar og meira að segja grænmeti er alið á hormónum, því allt á að stækka svo fljótt og allir vilja græða sem mest. Vissulega er þetta rosalega óhollt og einhvern tímann las ég að mig minnir í Mogganum að svo virtist sem stúlkur væru farnar að fara fyrr á kynþroskaskeiðið út af þessu (þó ég selji það nú ekki dýrara en ég keypti það), svo ekki sé nú minnst á hvað þetta er fitandi (sjá bara alla hamborgararassana þarna úti). Það er auðvitað líka allt morandi í skyndibitastöðum og alls konar instant mat, McDonalds, Dominos, Starbucks, Burger King, Fridays, Wendy's og ég veit ekki hvað og hvað.

Svo ég tók þá ákvörðun að sleppa ruslfæði og öllu kjöti nema kjúkling og einstaka kalkún og borða meiri fisk og grænmeti. Ég borðaði oftast hafragraut eða hveitilaust cheerios með fitusnauðri mjólk á morgnanna, fruit smoothies, salöt, ávexti og jógúrt yfir daginn og salöt, samlokur, sushi og indverskan mat á kvöldin ef ég eldaði ekki eitthvað sjálf. Ég leyfði mér glúteinfrítt, organic kex og fitusnautt örbylgjupoppkorn ef mig vantaði snarl og einstaka sinnum leyfði ég mér súkkulaði og venjulegt kex (svona þegar ég var að fara að byrja á túr og hafði ekkert móstöðuafl, hehehehehhh), enda ætti maður ekki banna sér alveg allt alla daga. Ég verslaði allan mat í svona organic market til að forðast hormónana og óþarfa aukaefni og reyndi að velja færri kaloríur og fitusnauðari mat. Ég ákvað líka að borða minni skammta og reyna að borða um 1200 kaloríur á dag, sem er það sem mælt er með fyrir kvenfólk af minni hæð sem hreyfir sig lítið eða ekkert. Svo hef ég alltaf drukkið mikið vatn þannig að ég hélt því bara áfram (nema úti þurfti ég auðvitað að kaupa það, því það er ógeðslegt vatnið úr krönunum). Það voru smá viðbrigði að breyta til og tók smá átak en líkami minn aðlagaðist frekar fljótt og ég missti 10kg á fjórum mánuðum. Mér leið rosalega vel og fannst ég borða hollt og hafa meiri orku svona en þegar ég var heima og borðaði óreglulega og óhollt (mikið meira um samlokur, nammi og skyndibitafæði).

Nema hvað að núna er ég nýkomin heim og ætlaði að halda sama mataræði, sem ég hef gert, nema að fjölskyldumeðlimir mínir eru miklar kjötætur svo ég borða aðeins kjöt núna (enda er það ekki hormónakjöt eins og úti) en bara í litlum skömmtum. En það er svo skrítið að þó ég borði sama magn af mat og sama kaloríufjölda ca og hreyfi mig jafnvel minna að þá er ég búin að vera með stöðuga hungurtilfinningu í maganum síðan ég kom heim. Ég veit að ég á ekki að vera svöng þegar ég er nýbúin að borða og ég hefði haldið að ég myndi áfram hafa góða orku borðandi svona hollt. En ég er svöng allan liðlangan daginn og ég hugsa ekki um annað en mat, þó mig langi ekkert í hann.

Ég hef alltaf grennst þegar ég hef verið erlendis og haft minni þörf fyrir mat. Svo kem ég heim og það hellist yfir mig þetta eilífa hungur. En nú er ég að spá… er það kannski skammdegið hérna sem hefur þessi áhrif og þetta tense andrúmsloft sem er hérna heima sem gerir þetta að verkum? Nú er ég búin að lifa heilsusamlega í fjóra mánuði og liðið frábærlega. Afhverju vill líkami minn allt í einu hafna þessu núna, því andlega finnst mér ég enga þörf hafa fyrir að vera alltaf svona svöng? Ég er meira að segja byrjuð að borða oftar og þá aðeins minna í einu til að deyfa hungurtilfinninguna en ég er alltaf strax orðin svöng aftur. Ég skil þetta ekki. Ég ætla ekki að fitna aftur og ég veit ég á ekki að þurfa að borða svo mikið af því ég hreyfi mig ekkert og ég er ekki það há. En mér líður ekki vel að vera alltaf svona svöng að ástæðulausu.

Hefur einhver einhverjar kenningar eða ráð handa mér?