Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fridfinnur
fridfinnur Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
1.196 stig

Re: Af hverju Apple?

í Kvikmyndagerð fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Á hvaða forsendum meturðu það? Það er náttúrulega bull í hæstu hæðum að halda því fram að Vegas sé í eitthvað lægri klassa en önnur consumer klippiforrit. Held að þú hafir ekki kynnt þér málið nándar nægilega vel. Smá brot úr Vegas wikipedia færslunni: “Vegas is the only non-linear editing system (NLE) which allows project/timeline settings (frame rate, aspect ratio, etc.) to be changed at any time during editing. In addition, Vegas also has powerful color correction tools, such as a...

Re: Af hverju Apple?

í Kvikmyndagerð fyrir 16 árum, 3 mánuðum
Þetta mac VS pc dót er alltaf jafn þunnt kaffi. Auðvitað hafa báðar herdeildir eitthvað til síns máls að leggja. Mac er industry standard á auglýsingastofumarkaðnum hérna heima, en það hefur minnst að gera með vídjóvinnslu, þó eitthvað. PC hefur mjög breytt hugbúnaðar library að velja úr og hef ég alltaf sagt að það sé vitleysa að Mac sé eitthvað stabílla platform í eðli sínu, maður þarf bara að kunna að setja saman tölvuna sína. Málið er að kvikmyndir eru almennt séð klipptar á hvorki Apple...

Re: Gabríel í Turninum

í Smásögur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
haha, að sjálfsögðu :) …og takk

Re: Panasonic DVX 100B?

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég á DVX100a og mæli ég hiklaust með henni. Ekkert sem mælir gegn henni nema það að vera pjúra SD vél. Annars er hún gjörsamlega framúrskarandi í öllu sem hún ætlar sér. Hún skýtur bæði progressive ramma og interlaced, það er frábær Leica linsa á henni, hún hefur möguleika á að skjóta Cinegamma sem hermir eftir gammakúrfu á filmu o.s.frv. Eins og ég segi. hún er basically heilagi graleikurinn þegar kemur að prosumer 3CCD SD vélunum (Canon XL2 er á svipuðum stað, en umtalsvert dýrari).. Ef þú...

Re: Hvernig tökuvél eigið þið - Hverju mælið þið með?

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Djöfull er ég hrifinn af þessu XDCAM konsepti…nema náttúrulega að allur staðallinn er propriatary Sony þannig að maður verður veskú að tileinka sér allt Sony draslið og losa sig síðan við það allt ef maður ákveður að skipta um staðal.. En annars er þetta mjög sniðugt dót hvað varðar gæði VS kostnað

Re: Hin raunverulegu filmugæði

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Það er bara einfaldlega ekki satt að HDV sé komið nándar nærri filmu hvað varðar upplausn og litadýpt. Í fyrsta lagi notar HDV sem staðall annaðhvort 4:2:0, 4:1:1 eða í mjög fáum tilfellum 4:2:2 …litaupplausn filmu er alltaf 4:4:4, ef hægt væri að skilgreina hana stafrænt þ.e. HDV verður aldrei samkeppnishæfur staðall við filmu þar sem þjöppunin er allt, allt of mikil (25mb/s og allt að 47 á móti 1 þjöppunarratio)..kosturinn er auðvitað að geta tekið 720p og 1080i (1080p er ekki partur af...

Re: Hugmynd-Tutorials

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég klippi sjálfur mest á Vegas og Premiere Pro. Hef komist að því að öll þessi forrit eru mjög nothæf svo lengi sem maður hefur tök á verkflæðinu. Ég hallast sjálfur að Vegas því mér finnst verkflæðið þar þægilegra og effectatólin skynsamlegri. Hinsvegar er ekki vansniðugt að læra á Premier eða FCP og Avid því að þau forrit eru bæði nær því að vera industry standard og eru líka mjög nálægt hvort öðru þegar kemur að uppbyggingu og vinnslu…Avidinn hegðar sér eins og filmuklippigræja á meðan...

Re: Blik - Stuttmynd

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 4 mánuðum
haha já. Málið er bara að ég fékk ekki h.264 quicktime codecinn ekki til að virka í helv. Premiere Pro, þrátt fyrir að vera með Quicktime Pro. Einu quicktime möguleikarnir sem eg fékk skiluðu myndinni af sér í einhverri fáránlegri upplausn.. Ef einhver er með eitthhvað workaround á því þá væri það vel þegið!

Re: Blik - Stuttmynd

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Pottlok: Öll skotin á Panasonic DVX100AE vél Gunnarbg: Þetta var bara tekið hrátt úr vélinni og Color Correctað. Reyndar er vélin sem ég skýt á þannig að hún tekur í fyrsta lagi progressive scan myndir (þ.e. heila ramma) og síðan get ég valið að nota Cinegamma sem hermir eftir gammakúrfu og constrast í filmu. Myndin var annars skotinn á 2 dögum og 1 morgni. Allt of knappur tími til þess að gera allt sem ég vildi gera og sést það á sumum stöðum. T.d. hafði ég bara 8 mínútur allt í allt til að...

Re: Er Britney Spears búin að missa meydóminn?

í Fræga fólkið fyrir 17 árum, 7 mánuðum
sagðist hún ekki bara ætla að halda í þennan blessaða meydóm fram að giftingu? Er nokur ástæða til þess að ætla að hún hafi haldið í hann sekúndunni lengur en það?

Re: Grímudansleikurinn

í Smásögur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þakka öllum fyrir góð comment!

Re: Grímudansleikurinn

í Smásögur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Þakka hlýleg orð.. Jú, ætli stýlbragðið sé ekki dáldið 18. eða 19. aldar evrópa, ítalia og frakkland.

Re: Fórnarlamb (framh. af "Hefndin er sæt")

í Smásögur fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Framúrskarandi saga. Eina sem ég hef út á hana að setja er síðasta setningin, þetta með helvítið sem átti eftir að ásækja hana næstu ár. Finnst óþarfi að horfa svona út fyrir tímaramman í svona sögu. Hún stendur sem þetta eina atvik. Vissulega er þetta oft góð leið til að enda sögu, sérstaklega symbólískar sögur en mér finnst þessi saga bara standa svo sterk inn í sínum tímaramma. my 2 cents

Re: Ólafur Geir Jónsson sviptur titlinum Herra Ísland 2005

í Tilveran fyrir 17 árum, 8 mánuðum
En hann skrifaði undir samninginn um leið og hann tók við titlinum. Maður stendur við gefin orð eða tekur annars afleiðingunum. Það eru fullt af krökkum sem líta upp til svona hálfvita og skil ég vel að samtök á landsvísu á borð við fegurðarsamkeppni íslands vilji ekki láta bendla sig við svona fíflagang. Ég er ekki að reyna að segja að fegurðarsamkeppnir almennt séu á eitthvað siðferðislega háum hesti, en ég meina, ef að þú sæir um svona keppni, mundir þú vilja senda gaur sem hagaði sér...

Re: nokkur nýleg verkefni

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Flott notkun á BW. Gott kontrast og ágæt myndataka. Ég fílaði samt ekki hvað vídjóið var rosalega kornótt. Getur vel verið að þetta hafi verið stýlískt ákvörðun en mér fannst þetta oþægilegt..

Re: Panasonic DVX100A, filma jaðarsport

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Þær eru nú sjaldnast á svipuðu verði. Sony vélarnar eru reyndar ekkert svo mikið dýrari en DVX100A eða XL2inn, en þræ eru einfaldlega ekki jafn góðar vélar. Í fyrsta lagi skjóta þær ekki Progressive Scan sem er lélegt. Alveg ótrúlegt að Prosumer klassi Sony hafi ekki innlimað þennan fítus nú þegar. Í öðru lagi er aðeins dýrari útgáfan af Sony vélunum með Dedicated XLR input, þannig að ódýrari vélin er nytjalaus þegar kemur að því að taka upp hljóð, nema þú viðljir hlunkast um með sér...

Re: Panasonic DVX100A, filma jaðarsport

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Jæja, það eru góðar fréttir. Ég er samt enn á því að HDV sé ekki alvöru HD. Það er t.d. ekki viðurkenndur miðill á bandarískum sjónvarpsstöðvum. Discovery HD veit ég að tekur ekki við HDV efni.

Re: Panasonic DVX100A, filma jaðarsport

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Akkúrat það. E stendur bara fyrir PAL og það er það sem þú vilt. PAL útgáfan hefur að vísu ekki 24P en á móti 25P sem er nákvæmlega enginn munur á fyrir mannlegt auga og PAL staðallinn hefur einnig meiri upplausn.

Re: Panasonic DVX100A, filma jaðarsport

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Sko, HD er allt gott og blessað en þessar HDV vélar sem eru á markaðnum núna eru ekki sniðug fjárfesting að mínu mati. Afhverju? Þjöppun! HDV vídjó hefur vissulega meiri upplausn heldur en SD vídjó (480p/i VS 720p/i VS 1080P/i) en hnífurinn liggur samt í kúnni á tveimur mismunandi stöðum. Í fyrsta lagi er HDV hannað til að vera afspilanlegt á standard miniDV spólur. Hvernig er þetta hægt? mætti spyrja. Þeir nota svokallaða MPEG2 þjöppun til að þjappa efnið niður í 25mbps streymi (Alvöru HD...

Re: Digital Rebel (300D) til sölu!

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Er vélin alveg í toppstandi? Engar rispur á linsunni eða skemmdir á boddíinu?

Re: Um kvikmyndanám!

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sæl. Ég er ekki í ósvipuðum hugleiðingum og þú. skólar sem ég hef verið að skoða eru m.a. Eicar í frakklandi sem á að vera mjög góður (kennir á ensku), Full Sail í flórída og síðan auðvitað heilagi graleikurinn: Columbia University í NY. Annars skiptir nafnið á skólanum sem þú útskrifast úr afar litlu máli á CVinu þínu þegar þú sækir um vinnu í þessum geira eða sækir um styrki. Það sem telur er reynsla og portfolioið þitt. Ef þú getur sýnt fram á kunnáttu og hæfileika þá skiptir það...

Re: Hljóðmaðiur og tökumaður

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sæll, Ég er að pæla í Margmiðlunarskólanum. Hvernig er námið? Góðir kennarar/kennsla? Annars gæti ég hugsanlega tekið fyrir þig. Hversu langa tökudaga ertu að áætla? brot af því sem ég hef skotið: http://www.hi.is/~hrj2/autmn.wmv http://www.hi.is/~hrj2/street.wmv

Re: A Cure for Bordom

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Shutterinn var svosem ekki nema 1/50. Ástæðan frir því að motionið í myndefninu er svona filmulegt er vegna þess að vélin skýtur Progressivre Scan, þ.e. í heilum römmum frekar en interlaced eins og langvflestar vídjóvélar gera. Síðan hjálpar líka að skrúfa sharpness niður í núll..jafnvel mínus eitthvað og líka mikilvægt að hafa vélina í 0dB þar sem öll svona artifical birting eykur rosalega á noise í vídjóinu…annars verður lúkkið bara til í eftirvinnslunni, leika sér með levels, gamma...

Re: HD og framtíðin

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Einmitt. Íslenskar sjónvarpsstöðvar eru seinar að taka við sér því að þær sjálfarf eru ekki tilbúnar að dreifa efni í HD, hvað þá taka upp. Aðalupptökuform stærstu sjónvarpsstöðva hér er DigiBeta sem er komið allnokkuð til ára sinna og mundi það vafalítið kosta stöðvarnar gríðarlegan pening að uppfæra flotann, sérstaklega þar sem það þrfti að endurnbýja allan klippibúnað og tölvukost, ég tala nú ekki um minni stöðvar sem margar hverjar skjóta hluta af upptökuefni sínu upp á miniDV. Þetta er...

Re: HD og framtíðin

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 11 mánuðum
HD skiptir svosem engu máli í sjónvarpi nema um HD sjónvarp sé að ræða. Eins og áður hefur komið fram er HD í raun ekki upptökuform í sjálfu sér heldur staðall á upplausn. Ef að markmiðið er að gefa út á DVD eða bara sýna í venjulegu sjónvarpi mun endaformið alltaf vera SD og HD upplausnin því út um gluggan. Hinsvegar er ekki þar með sagt að efni sem tekið er upp á góðar HD vélar muni ekki líta betur út en eitthvað sem tekið er upp á einhverja miniDV vél en það er einfaldlega út af því að HD...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok