Hvað segiði um þessa vél, Ég er nýbyrjaður að skoða svona upptökuvélar og er að hugsa um að fá mér eina á næstunni, ég væri þá aðallega að filma snjóbretti og fjallahjól. Atvinnumennirnir filma þessi sport með 16mm movie vélum og það kemur frábærlega út.

Ég hef verið að reyna finna cameru sem er svolítið “filmlike” en ekki dýr, þá hef ég rekið augun í þessa DVX vél því hún er m.a. með stillingu sem nefnist 24p (eru það 24 rammar á sek?) sem á að gefa þessi filmlike gæði.

Því fleiri rammar á sek því hægara er hægt áð sýna hlutina er það rétt?

Ég las t.d. samanburð á þessum þremur frægu camerum
HDV Sony FX1
Canon XL2
Panasonic DVX100A

http://www.dvxuser.com/articles/shoot3/

Og leist mér best á DVX.

Hvaða camerur aðrar ætti ég að vera vakandi fyrir og getiði gefið mér eitthvað lesefni með?. Þegar maður er að mynda svona uppí fjöllum þarf zoomið að vera gott en mér skilst á þessari grein að það sé lakasta af þessum þremur vélum. En einhver sagði mér að ég gæti fengið “2x adapter” ég ég vildi meira zoom, Ég hef enga tilfinningu fyrir hversu mikið þessi camera getur zoomað uppí fjallið, sem annaðhvort einhver er að bruna niður hjóli ea snjóbretti. Haldiði að að með þessum adapter að ég gæti zoomað alveg nóg?

Hvað segiði?

TKB