A Cure for Bordom Míníprójekt sem ég er að dútla við þessa dagana, aðallega sem kennslutól fyrir sjálfan mig.

Konseptið eru örmyndir um eitthvað afmarkað konsept hverju sinni, helst ekki mikið lengra en 3 mínútur þó ég setji sjálfum mér enginákveðin tímamörk.

Það er mjög þægilegt að geta unnið stuttmyndir til eigin þjálfunar án þess að þurfa að pæla grimmt í strúktúr eða línulegum narratíf. Bara einföld skotauppröðun hönnuð til að vekja upp einhverja tilfinningu hjá áhorfanda en á sama tíma þjálfa sjálfan mig í að vinna við mismunandi aðstæður.

Allavegana þá eru komnar 2 myndir hingað til:


Autumn
Myndin er rúmlega 2 mínútur og um 22mb

Street
Myndin er um 2 og 1/2 mínúta og rétt yfir 30mb

Þetta eru ekki prójekt sem ætluð eru til að vera eitthvað merkileg eða stórtæk, en kannski hafa einhverjir gaman að.

Myndirnar voru báðar skotnar á Panasonic DVX100AE vél og klipptar og eftirunnar á Sony Vegas 6.0.