Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fridfinnur
fridfinnur Notandi frá fornöld 40 ára karlmaður
1.196 stig

Til Sölu: 50kg Ringside Boxpúði (0 álit)

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
50kg RINGSIDE boxpúði, 2 pör af hönskum og allt til að festa upp í loft fer á 25þ krónur. Hafið samband í skilaboðum

ÓSKAST: Fight Night Round 3! (0 álit)

í Leikjatölvur fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Óska eftir Fight Night Round 3 á XBOX 360! Sem fyrst!

Hive MAX (12 álit)

í Tilveran fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Er að pæla í að kíkja á þetta.. Einhver með reynslu af þessari tengingu? Mér er alveg sama um ping í leikjum, en hvernig er sambandið við erlenda bittorrent servera og slíkt? Hversu stabíl er hún? Er fólk almennt að ná 12mb? Takk

MMS? (3 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Sælir Hugarar Hvernig er Margmiðlunarskólinn þessa dagana? Er þetta gott nám? Góð kennsla? Starfstengt? Einhver hérna sem stundar nám við skólann núna eða hefur gert sem getur sagt mér örlítið frá kostum og ókostum námsins? takk fyrir.

Donnie Darko í Norðurkjallara MH í kvöld (þriðjudag) (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Meistaraverkið Donnie Darko verður sýnd í Norðurkjallara í kvöld, þriðjudagskvöldið 7. okt. Myndin er frá 2001 og segir frá unglingsstráknum Donnie Darko sem á við geðræn vandamál að stríða, svo sem ofskynjanir og þunglyndi. Eitt kvöldið í svefngengi sínu hittir Donnie mannhæðaháu kanínuna Frank sem segir honum að heimurinn muni enda eftir 28 daga. Meira má ég eiginlega ekki segja um innihald myndarinnar en þessi kvikmynd er að margra mati algjört meistarastykki, hún hefur unnið til fjölda...

Revolutions trailer (1 álit)

í Kvikmyndir fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Var að velta fyrir mér hvaða músík þetta var sem hljómaði í seinni parti nýja revolutions trailersins…mjög svöl!<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Könnun (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 21 árum
Bíddu, getur Listgrein ekki verið afþreying?<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Martröð - Hjálp vel þegin (14 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sælir allir Hugarar. Ég snedi inn handrit fyrir nokkru síðan sem hét/heitir Martröð. Ég er núna í prósessnum að endurskrifa gripin og kalla ég á hjálp hugara til að lesa yfir síðustu útgáfu og segja mér hvað betur mætti fara í ritinu…hvort sem það eru samtöl, lýsingar, persónusköpun, atriði sem vantar, atriði sem mega missa sín, eitthvað asnalegt eða bara hvað sem er, vantar fersk augu á textann og ný sjínarhorn þannig að allar athugasemdir eru vel þegnar! Slóðin á handritið er...

Handritasamkeppni (7 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég er að velta fyrur sér hvort stjórendur áhugamálsinns séu farnir að huga að margumræddri handritasamkeppni og ef svo er hvort það sé komin einhver hugmynd um skiladag? Ef ekki, væri þá ekki vit að fara að drífa í þessu :)<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

verslanir atvinnumannsinns? (5 álit)

í Kvikmyndagerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Eru einhverjar verlsanir á höfuðborgarsvæðinu sem selja myndavélar, skjái, og fylgihluti. Þá á ég ekki við BT eða Japis eða e-ð í þá áttina heldur eitthvað heldur sérhæfðara sem ég get fengið Filtera og Steadytracker búnað og annað eins. Anyone?<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Heimski leikur, Heimska tölva! (7 álit)

í Battlefield fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Kæru samhugarar. Þannig er nú mál með vexti að ég fékk hinn annars ágæta leik Battlefield 1942 lánaðann fyrir ekki svo löngu síðan (vinur minn seldi pésann sinn og eiginlega gaf mér leikinn). Ég installaði leiknum í góðum fíling og hlakkaði mikið til fyrstu spilunnar. Ég starta upp leiknum og tek strax eftir leiðinda hökti í main meununum, bæði í grafíkinni í bakgrunninum og líka í músinni, ég hugsa með mér að þetta sé ok, bara eitthvað tilfallandi. Síðan starta ég single player leik og hann...

Kvikmyndagerð/Stuttmyndagerð (8 álit)

í Hugi fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Höldum þessu bara á lofti þangað til að við fáum þetta inn, áhuginn virðist nógur og þetta er þarft áhugamál!<br><br>—– [Life sucks and then you die!]

Stuttmyndagerð (4 álit)

í Hugi fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég skil eiginlega ekki afhverju þetta áhugamál er ekki hérna á huga. Það er gífurleg gróska í íslenskri stuttmyndagerð þessi misserin og mikill áhugi hjá íslenskum ungmennum um þennan spennandi miðil, ég held það mundi hjálpa þessari gróksu mikið ef að eins stór og almennur vefmiðill og hugi myndi ýta undir þetta með áhugamáli þarsem áhugamenn og stuttmyndagerðarfólk gæti m.a. *Skipst á hugmyndum *Komið með heilræði *Sent inn allskonar tutoriala *Rætt um besta vélbúnaðinn, kamerurnar og...

Morrowind (1 álit)

í MMORPG fyrir 22 árum
Sælt veri fólkið! Ég veti að þessi póstur á ekki beint heima inn á þessu áhugamáli en mér finnst efni leikjarins samt komast næst þessu áhugamáli heldur en öðrum hérna. En spuning mín er. Hefur einhver hugmynd um hvenær Morrowind kemur út á Íslandi? Hann er nú þegar kominn út úti.<br><br>Life sucks and then you die!

sample af "Here to Stay" með korn (1 álit)

í Rokk fyrir 22 árum, 2 mánuðum
tjekkið á www.Korn.com til að fá smá sample af fyrsta singlinum af “Untouchables”, “Here to Stay” en það er spilað smá bort af laginu í introinu (hljómar dáldið “life is Peachy”)

Tyson hafnað, Lewis hugsar (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Mike Tyson fékk ekki elifi til að berjast í Nevada fylki í gærkvöldi en meðlimir hnefaleikastjórnar Nevada kusu 4 gegn 1 að neita honum um leifi. Þetta þíðir að bardaginn mun ekki fara fram í MGM hótelinu i Las Vegas eins og áætlað var en bardaginn getur nokkurnvegin farið fram allstaðar annarstaðar þ.e. ef að bardaginn fer fram eftir allt saman. Lewis er nefnilega orðinn eitthvað smeikur (skiljanlega) og er farinn að enduríhuga hvort hann vilji eitthvað með Tyson hafa í hringnum en hann...

Gandalfur (6 álit)

í Tolkien fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Var aðeins að pæla (alltaf gott að pæla) hvort að Gandalfur sé ekki komið úr íslenskunni góðu, ég veti að Tolkien tók nafnið úr snorra eddunni góðu þarsem einn af dvergunum í ásgarði hét Gandálfur en nafnið bre aðra merkingur. Ég veti ekki hvað Alf stendur fyrir en Gandur þíðir stafur á okkar fornu tungu, hvort að tengist persónunni ietthvað veit ég ekki en ég varpa þessari pælingu hinnsvegar fram burtséð frá sannleiksgildi hennar.

Geðveiki á blaðamannafundi! (4 álit)

í Box fyrir 22 árum, 3 mánuðum
það var algjör ringulreið á blaðamannafundi þarsem bardagi milli Lennox Lewis og Mike Tyson var staðfestur. Það var verið að kynna henfaleikarana þegar Tyson, sem virtist móðgaður útí einhvern af fylgismönnum Lewisar gekk að stallinum sem Lewis stóð á, einn fylgismanna Lewisar ýtti honum frá, þetta gerði Tyson ekkert hamingjusamari og sló hann í áttina að honum, þessu tók Lewis frekar persónulega og reindi hægri högg sem geigaði, úr þessu brutust alsherjarslagsmál þarsem Tyson fekk smá skurð...

Freitas sigrar Casamayor (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Acelino Freitas sigraði Joel Casamayor á stigum aðfaranótt sunnudags. Það kom nokkuð á óvart að Freitas var boxarinn mikinn hluta bardagans á meðan Casamayor var bombarinn. Þetta er andstætt venjunni því að Freitas hefur verið talinn bombari í gegnum tíðina á meðan Casamayor hefur verið þekktari fyrir fagurfræðina.

Goofi og Izon tapa! (0 álit)

í Box fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Goofi Whitaker, fyrrverandi Mount Whitaker og þaráundan Lance Whitaker tapaði illa á stigum fyrir nýstyrninu Jameel McCline í góðgerðabaradaga í New York í gærkvöldi. McCline, sem fyrr á þessu ári rotaði Michael Grant í 1. lotu, notaði stunguna til að halda Whitaker frá sér og varð ávalt fyrir til þegar þeir skiptust á höggum, dómaraspjöldin lásu: 116-112, 114-113 og 115-112. Öll McCline í vil. Á undercardinu rotaði Fres Oquendo nígeríubúann David Izon í 3. lotu. Izon sem ekki hafði barist í...

Ultradev 4 (4 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér hvort að Ultradev 4 sé sniðugt…þarsem þessi hópur sem sækir þetta áhugamel er sérdeilis gagnrýninn datt mér í hug að þið hefðuð skoðun á þessu :)

Abstract 3D (2 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 8 mánuðum
jæja grafík mógúlar…hvar finn ´g svona handy dandy tutorial sem leiðbeinir mér í gegnum grunnskrefin að gera Abstract 3D mynd ?

Stuttmyndagerð (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Jæja, ég fékk brainstorm hérna áðan, reindar er þetta ekki neitt sérstakur brainstorm þarsem stuttmyndagerð hefur verið að færast í aukanna hérna á fróninu, en mér datt svona í hug að áhugamál á huga um stuttmyndagerð væri cool hugmynd, ég meina, það væri hægt að spjalla um mismundandi kamerur, sýnt sínar stuttmyndir skipst á ráðum og bara almennt spjallað um stuttmyndagerð. Hvað segiði, einhver með mér í essu?

LOTR Trailerinn... (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér hvaða músík þetta var sem mðaur fékk að heyra í LOTR trailernum ?

Besti PHP tutorialinn ? (2 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var að velta fyrir mér hvar ég get fengið besta PHP tutotilainn fyrir græingja eins og mig sem lítið annað kann heldur en HTML!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok