HD og framtíðin Eins og flest allir vita þá eru analog tækin að fara úr umferð hægt og rólega og nýju
digital tækin að taka yfir. En það er ekki bara endilega vegna þess að þau eru betri
heldur kosta þau líka minna.

OK lítum á staðreyndir: Canon XL2 ER alveg sambærileg við Sony betacam(fyrrverandi broadcast standardinn)
sem eru TALSVERT dýrari. Að vísu ætla ég ekki að ljúga að ykkur að myndirnar eru betri í betacameruni en
samt alveg sambærilegar, í dagsljósi og við fín skilyrði eru þær fyrir flestum nema kannski atvinnumönnum
alveg eins.

En þá fer ég yfir í HD.
HD stendur fyrir HIGH DEFINITION
HD upptöku formatið er búið að vera til í nokkuð langan tíma en er bara núna nýlega komið
á verð sem að jafnvel “semi-pro” fólk getur leyft sér að kaupa.
En núna ætla ég aðeins að útskýra afhverju þetta format er betra en gamla SD(standard definiton) formatið.

Sjáið til..venjulegur sjónvarpsskjár er samansettur af 525 línum en aðeins 480 sína mynd.
VHS spólur nýta aðeins 330 línur sem skýrir afhverju jafnvel hágæða spólur hafa samt alltaf
smá truflanir og lægri gæði en sjónvarpið sjálft.
En DVD diskar innihalda hinnsvegar 480 línur og nýta öll gæðin sem eru í boði og lýtur því
alltaf betur út en VHS.
Og svo er það HD þó það séu til held ég nokkrar týpur af HD formatinu þá tel ég að HDTV sé
eina alvöru formatið og það besta, það hefur 1,125 línur og notar 1,080 fyrir myndina sem
er mikil framför frá 480 lína tækjunum.

En þetta hefur þó allt sinn galla þar sem að það kostar sitt að fá búnaðinn sem þarf til að
sjá öll þessi gæði. Þú þarft pro monitor eða HD sjónvarp og afspilunartæki(VTR) til að sjá öll
þessi gæði.
Og núna segjum að þú eigir allt sem til þarf klippibúnað, hd tökuvél og allt sem þú þarft þá er
eitt vandamál eftir: Hvernig ætlarðu að sýna fólki þetta?

Jú kannski er DVD diskurinn svarið en samt ekki þó að hann hefur góð mynd- og hljóðgæði þá er hann
samt bara SD format.
Reyndar er sú hugmynd í gangi að þróa enn stærri DVD diska og breyta uppsetninguni á diskinum
svo að þeir geti sýnt HD video en það er víst enn langt í land.


Eitt er þó gott við þetta allt saman að það er ennþá nokkuð langt í að öll heimili munu nota þessa
tækni og því getum við bara beðið lengur og svo er það líka alveg á hreinu að þegar fleiri HD vélar
fara að koma á markaðinn lækkar verðið og við getum keypt HD vélar á sama verði og DV vélar í dag.




Ef ég hef sagt eitthvað vitlaust þá endilega að leiðrétta mig.
Takk fyrir.
Kv. Pottlok