Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Úrslit 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Mér finnst að Framsóknarlistinn fái allt of mikil völd í þessum efnum, þeir eru nánast einir um að ráða hvort ríkisstjórn haldi, mér finnst allavega 75% líkur á að hún haldi, þó ég voni ekki.

Re:

í Stjórnmál fyrir 21 árum
“”Svikin“ við R-listann (framsókn mest) kosta það að traust annara stjórnmálaflokka á Sölluri (Solla-Össur tvíeykið) fellur mikið. Það sést væntanlega á næstu dögum við stjórnarmyndun.” Hvaða svik eru þetta eiginlega, eruð þið svona rosalega sorgmædd að missa hana, eða bara hrædd við að hún komi til baka, öflugri en nokkru sinni? Kannski komst hún ekki inn núna, en ég er sannfærður um að gengið hækki enn á komandi kjörtímabili. “Reyndar virðist R-listinn ekki sakna hennar mikið ef tekið er...

Re: Eru 51,4% nóg?

í Stjórnmál fyrir 21 árum
VG eru ekki bara íhald, þeir eru afturhaldssinnaðir sósíalistar. Þeir virðast halda að Ísland hafi efni á að vera ekki aðili að ESB og EFTA.

Re: Úrslit 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Ok þá, falskasti maður sem ég hef nokkurn tímann vitað um. Betra?

Re: Úrslit 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Heyr á eindæmi!!! Davíð lofar svo mörgu sem aldrei verður, og er einhver sá falskasti maður sem ég hef nokkurn tímann kynnst.

Re: Úrslit 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Aðalmarkmiðið var að hreyfa við þjóðinni, rjúfa 30 prósenta múrinn og… já. Þar að auki er það ákveðinn múr að hafa þann möguleika að geta myndað 2ja flokka stjórn án D-listans. Sjáum til hvaða kosningaloforð Dabbi & co. efna núna. Sjáum hvað þeir gera fyrir lítilmagnann.

Re: Úrslit 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Þið verðið að afsaka, en ég veit ekki alveg hvaða sigur þetta er hjá framsókn sem alltaf er verið að tala um. Þeir minnkuðu fylgi sitt örlítið, þeir eru ekki nema 3ji hæsti flokkurinn á landinu. Hvað með það þó þeir hafi fengið hærra en skoðanakannanir sýndu? Þeir döluðu og hækkuðu sig aftur.

Re: Úrslit Alþingiskosninganna 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Ehm, nema Dabbi hafi ákveðið að afnema þingkosningar, ættu þær nú að vera á sínum stað eftir 4 ár. Eða á maður kannski bara að gera eins og D-listinn, efna ekki neitt af öllu þessu sem maður ætlar að gera og svo þegar kosningarnar koma, að segja öllum hvað þú hefur verið duglegur og ætlar að gera enn meira á næstu 4 árum?

Re: Úrslit Alþingiskosninganna 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Þetta er 101% rugl. Það er meiri samstaða í Samfylkingunni en ég hef kynnst í nokkrum öðrum flokki, ég hef verið að vinna og skemmta mér innan um þetta fólk á síðustu vikum og ég get fullvissað þig um að samstaðan er þvílík, greinilegt að þú þarft að kynna þér hlutina aðeins meira áður en þú lætur þá út úr þér.

Re: jafnaðarmenn í kosningum '03

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Hægrikrata? Líttu á að VG hafa enga raunverulega stefnu, þeir eru bara með stór loforð um að komast til valda, reka herinn burt og planta fleiri trjám. VG hafa ekkert að segja, ekki segja að þeir séu þeir einu sem geta talað þínu málu, sættu þig líka við að það er ekki líklegt að vinstri grænir komist til valda, og því verður þú að sætta þig við það sem raunhæft er. Kveð að sinni. EinarAxel

Re: Eru 51,4% nóg?

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Bah! Horfðu á hvað Dabbi og Sjálfstæðisflokkurinn gerir, og þá er ég ekki að tala um kosningaáróðurinn þeirra, kannski jafnvel heldur ekki moggann, eða fréttablaðið. Áreiðanlegustu heimildirnar eru hlutlausir aðilar á netinu. http://www.jonas.is er ein áreiðanlegasta heimildin að mínu mati. Ingibjörg yrði aldrei “Big Boss”, sérstaklega ekki frekar en Dabbi. Eitt að lokum, lítið á hvað stjórnin hefur gert á síðustu 12 árum, ekki hvað hún ætlar að gera á næstu 4 árum, ég held maður ætti...

Re: Úrslit 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Ég styð samfylkinguna innilega, en ég verð að segja, að þeir sneru þessu of mikið upp á einstaklinga, létu það alltént líta þannig út. En samt beið sjálfstæðisflokkurinn ákveðin afhroð og ég er nokkuð ánægður með fylgi samfylkingar í þessum kosningum. B-listi hefur allt of sterka stöðu á miðað við nærri helmingi minna fylgi en tveir sterkustu flokkarnir.

Re: Úrslit Alþingiskosninganna 2003

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Hjartanlega sammála, ég ætla rétt að vona að á næsta ári gerist líkir hlutir. Þ.e.a.s. S-listinn haldi áfram að bæta við sig og D-listinn haldi áfram að missa fylgi. Fín grein.

Re: Veljum nýja og betri ríkisstjórn á morgun!

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Laufa: “Treystirðu Ingibjörgu til þess, eftir loforðasvikin í Reykjavík?” Þótti þér svona ægilegt að missa hana frá borgarstjórn? Látið ekki svona, þið sjálfstæðismenn eruð bara hræddir við að hún verði forsætisráðherra.

Re: Veljum nýja og betri ríkisstjórn á morgun!

í Stjórnmál fyrir 21 árum
“…en hann ætlar samt að kjósa sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna þess að honum líkar vel við ástandið í dag og vil enga breytingu.” Það er hættan, ég er bara fjórtán núna, en þegar ég á eftir að vilja fara í háskóla en á eftir að eiga erfitt með það vegna skólalánakerfisins á Íslandi sem er nærri einsdæmi á OECD, þ.e.a.s. að þurfa ábyrgðarmenn. Að fólk “finnist ástandið vera fínt” er bara vegna þess að þeir hafa ekki nægt hyggjuvit til að sjá hvernig hlutirnir eru. Ef kosningarnar væru...

Re: Veljum nýja og betri ríkisstjórn á morgun!

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Þetta er almennt það sem fólk sem hefur ekkert vit á stjórnmálum segir. Ég hvet þig til að fylgjast með fréttum ef þú ætlar að halda áfram að gagnrýna stjórnmálafólk.

Re: Öxulveldi hins illa

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú halda bandaríkjamenn því fram að í raun hafi Írakar flutt öll efnavopnin úr landi rétt fyrir árásina, er eitthvað vit í því að þeir noti ekki vopnin sem þeir hafa þegar mest þrengir að, en hinsvegar skilja þeir eftir milljarða í bandaríkjadollurum eftir falda milli þilja í einhverju húsi? Nú eru þeir líka farnir að saka Sýrlendinga um að hafa falið efnavopnin og eru nú farnir að hóta innrás.

ps.

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Þetta er nú reyndar hálfgerð smámunasemi hjá mér.

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég vil bara taka fram að það “trúir enginn á” Dalai Lama frekar en fólk trúir á páfann, hann er aðeins trúarlegur leitogi Tíbeskra búddatrúarmanna(og einhverra annarra búddatrúarmanna líka held ég)

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég segi nú kannski ekki að biblían ljúgi, ég segi að sumt fólkið sem er skrifað um í henni ljúgi, sumt af fólkinu sem skrifi í hana skrifi rangt og að stundum þurfi maður að leita til að finna hinn raunverulega sannleika í henni. Ég tek miklu meira mark á nýja testamentinu en því gamla til dæmis. Og ekki segja að trúarflokkar séu bölvun, það er bölvunin að fólk deili svo harðvítuglega um trúarbrögð sín.

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Já, þetta er skemmtilega ályktað hjá þér.

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég hef kosið mér að taka mark á sköpunarsögunni á vissan hátt, en samt aðhyllist ég alltaf frekar þróunarkenninguna, en ef þú ferð oní þetta sérðu að þetta gerðist í svipaðri röð, en hinsvegar finnst mér ótrúlegt að allt í einu birtist bara maður, hinsvegar trúi ég að Guð hafi gert þetta allt í stigum þróunar. Það segir í Biblíunni að Guð skapaði manninn í sinni eigin mynd, ég held að þarna sé átt við innri mynd, eðli og… já, allt það. Sem aftur bendir til þess að Guð sé í raun eins og...

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Úps! Ég átti ekki við að Guð væri það slæma, bara Lúsífer, nema bara kannski að Lúsífer sé hluti af Guði.

Re: Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus?

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 2 mánuðum
“Móse var ekki með neitt í eyðimörkinni sem fólkið gat ekki séð og hefði getað hulið heilt fjall í reyk.” Það var þrumuveður þarna, athugaðu að Sínaífjall er yfir 2000 metra hátt og því nær það auðveldlega upp yfir skýin, ég tel að þessi reykur hafi einfaldlega verið skýin. “Hann gat ekki framkallað lúðurhljómanna án þess að einhverjir af lýðnum hefðu tekið eftir því.” Móses átti líklega dygga þjóna hefði ég haldið og hefði auðveldlega getað fengið einhvern til þess að blása lúður. “Ég veit...

Re: The Matrix æðið er að vakna á ný...

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég er viss um að Dreamcatcher fær talsvert aukaáhorf bara út á FFOTO… get ekki beðið eftir þriðjudegi(Detective Story), að maður minnist ekki á maí.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok