Jæja… Þá eru úrslitin ráðin. Núna rétt fyrir klukkan 9 komu seinustu atkvæðin úr suður-kjördæmi. Úrslitin urðu sú að X-B fékk 12 menn, X-D fékk 22 menn, X-F fékk 4 menn, X-S fékk 20 og X-U fékk 5. Aðrir flokkar fengu engann mann. Úrslitin eru því sú að ríkisstjórnin fékk 34 menn og stjórnarandstaðan fékk 29.
Kosningarnar eru sögulegar að því leiti að Dabbi Dúmbó var í öðru sæti í sínu kjördæmi, Reykjavík Norður, og flokkur hans tapaði um 10% frá því í seinustu kosningum. Einnig tapaði X-D almennt töluverðu fylgi sem sýnir það að sífellt fleiri vilja fella þessa ríkisstjórn. Einnig eru kosningarnar sögulegar að því leiti að það er hægt að mynda tveggja flokka stjórn í fyrsta sinn án þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé í henni síðan 1972(minnir mig)
Það er því ljóst að þessar kosningar voru stórtap fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en sigur fyrir Samfylkinguna. Framsóknarflokkurinn hélt velli og Frjálslyndir fengu 2 auka menn inná þing, en Vinstri grænir töpuðu einum.
Og vona ég svo innilega að Framsóknarmenn velji réttu leiðina og hefji samstarf við Samfylkinguna. Það sem er slæmt hinsvegar við það samstarf er að það er einungis 1 manns meiri hluti og finnst mér að það ætti að mynda 11 manna meiri hluta með Samfylkinguna, Framsóknarmenn og Vinstri-Græna saman.
X-S er málið!!!!!!!