Úff, nú er talningu atkvæða í alþingiskosningum 2003 nærri lokið, og munar 1
þingmanni á D-lista og S-lista, en 3 á stjórnarflokkum og stjórnarandstöðunni.
Nú var ég að horfa upp á efnilegt þingmannsefni samfylkingarinnar í reykjavík
suður víkja fyrir vinstri græna, 12 atkvæðum, sem er innan við 0,1% af atkvæðum,
þetta þótti mér virkilega leiðinlegt að horfa upp á, þar sem þetta veikir stöðu
samfylkingarinnar gegn sjálfstæðisflokknum, því “let's face it” eins og maður segir
á góðri íslensku, þetta er mestmegnis d gegn s, sameinaðir er eina leiðin fyrir
jafnaðarmenn að komast til stjórnar, vinstri grænir eru klof frá samfylkingunni og
lýstu því yfir háum rómi að þeir vildu ekki vera sameinaðir öðrum
jafnaðarflokkum, og eru að mínu mati mikill einstaklingshyggju- og
afturhaldsflokkur, þeir virðast litaðir af þjóðernishyggju, þar sem þeir styðja ekki
EFTA, ESB, herinn á Íslandi, og virðast almennt halda að Íslendingar geti verið
algerlega óháðir öðrum löndum.
Það er ein leið til að samfylking komist í stjórn, þar sem með naumindum geta
samfylkingin og framsóknarflokkurinn, eins og málin standa, stofnað
meirihlutastjórn. Mesta hættan er að samfylkingin missi einn þingmann, sem
myndi þá verða til þess að nánast ógerlegt væri fyrir samfylkingu að komast í
meirihlutastjórn.
Nú loka ég þessari grein í þeirri innilegu von að samfylkingin, jafnaðarmenn
sameinaðir, komist til stjórnar.
(\_/)