Þetta var dýr “sigur” fyrir Samfylkinguna:

1. Ingibjörg gengisféll gríðarlega í þessum kosningum. “Svikin” við R-listann (framsókn mest) kosta það að traust annara stjórnmálaflokka á Sölluri (Solla-Össur tvíeykið) fellur mikið. Það sést væntanlega á næstu dögum við stjórnarmyndun.

Hverjar eru líkurnar á að Framsókn vilji mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni? Þetta traust-leysi mun fylgja þeim um talsverðan tíma. Einnig talar enginn lengur um Sollu sem “heiðarlegan” stjórnmálamann. Hún er kominn á sama plan og aðrir (kominn tími til) í huga flestra.

2. Tapast borgin? Hvað verður um R-lista samstarfið?? Reyndar virðist R-listinn ekki sakna hennar mikið ef tekið er mið af skoðanakönnunum en kemur í ljós í næstu sveitarstjórnarkosningum.

3. Gríðarlegur kosnaður við kosningabaráttuna. Hvernig eiga þau að greiða skuldirnar? Eða kemur einhver skandall í ljós með fjármögnun á dæminu??

4. Samfylkingin hafði reyndar gríðarlegan meðbyr í þessum kosningum. Stjórnarflokkar missa oftast fylgi. Ríkistjórning stóð í ströngu vegna Íraks stríðsins. Davíð varð fyrir þvílíkum persónuárásum (frá ýmsum). Vel flestir fundu eithvað að skattastefnunni (gott mál reyndar að skattalækkanir séu vinsælar). Fyrst þau gátu ekki nýtt þennan meðbyr, hvað þarf til að þau vinni???


Persónulega finnst mér vanta leiðtogahæfileika í Samfylkinguna: Einhvern sem getur sannfært Framsókn (eða einhvern) að það sé gott að fara í stjórn með manni. Það er mikilvægara en að vinna nokkur þúsund atkvæði.

Það er til lítils að vinna nokkur prósent ef enginn vill vera memm…