Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Pýþagóras og verðmæti rökhyggjunnar (2 álit)

í Vísindi fyrir 16 árum, 1 mánuði
Pýþagóras hét maður. Hann var fæddur á grísku eyjunni Samos og stofnaði skóla á Sikiley. Skólinn var miklu meira en kennslustaður, að sönnu heil menntastofnun. Þar lærðu vissulega margir, námu heimspeki og stærðfræði en enginn skýr greinarmunur var gerður á þessu tvennu. Þar uppgötvuðu hinir svokölluðu pýþagóringar margt merkilegt og voru ruddu braut fyrir komandi kynslóðir, bæði stærðfræðinga og heimspekinga. Fyrir pýþagóringum var stærðfræði meira en verkfæri til að framkvæma reikninga,...

Það vita allir að... (6 álit)

í Deiglan fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Ég lít oft yfir og - ef tími og tækifæri leyfir - les greinar hér á huga, þó ég sleppi því gjarnan að svara þeim, enda oft nóg um svörin á þeim greinum sem mér annars þætti vert að svara. Þó greinarnar séu oft málefnalegar og með réttu hugarfari, þá er stílbragðinu oft ábótavant og ýmsu við röksemdafærslur að bæta. Það er eitt sem mér leiðist sérstaklega sem allir sem skrifa greinar, ritgerðir og fjandinn má vita hvað annað ættu að þekkja betur en það er hvorki stafsetningar- né prentvilla...

Listin að gúgla (21 álit)

í Netið fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Ég sendi inn “nöldurkork” hérna um að gúgla með tillögu til hugara um að gúgla aðeins meira og spyrja aðeins minna í staðinn. Ég nefndi eina leið til að gúgla til að finna nafn á lagi t.d. – en að ósk ætla ég að reyna að gera smávegis yfirlit fyrir þá sem raunverulega ekki kunna að gúgla. Byrjum á byrjuninni, http://www.google.com er staðurinn, http://www.google.is fyrir suma, kemur yfirleitt út á því sama, stundum er .com síðan jafnvel farin að beina beint á .is síðuna. Sumir vilja kannski...

Tónlist yfir tónlist hafna? (56 álit)

í Músík almennt fyrir 19 árum, 6 mánuðum
>Af gefnu tilefni vil ég taka fram að hópar sem nefndir eru í þessari grein standa fyrir þær persónur sem mér þykja oft mest áberandi í viðeigandi hópi. Ég ætla mér ekki að staðalmyndagera einn eða neinn og ég stend ekki í þeirri meiningu að allir rokkarar/rapparar/FM-arar/[hvað sem við á] séu eins.< Allir hlusta á tónlist. Ég held að það sé regla með fáum undantekningum. Sumir vilja þó meina að þeirra tónlist sé betri en annarra. Tónlistarhroki er rosalega hvimleitt fyrirbæri þar sem...

Vantraust? (11 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 6 mánuðum
“Það eru allir alltaf með svo mikla fordóma fyrir unglingum.” “Fólk treystir unglingum aldrei.” Hver hefur ekki lesið svona fullyrðingar á huga? Það er að segja: Hver hefur ekki lesið svona fullyrðingar á huga OFT OG MÖRGUM SINNUM? Ég var kominn með nóg af þessu rugli strax fyrst þegar ég las þetta. Þeir sem semja þetta vilja yfirleitt setja sig á háan hest og fullyrða að þeir séu alls ekki eins og allir hinir, og séu orðnir þreyttir á því að hinir komi óorði á sjálfa sig. Aðrir hafa enn...

Aðstaða blaðbera (12 álit)

í Deiglan fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég hafði upphaflega ætlað mér að birta þetta mál á Nöldurkorkinum, en þetta varð bara svo langt að mér fannst nú alveg rétt að láta umsjónarmann Deiglunnar skera úr um hvort þetta væri ekki greinarhæft. nb: Þetta er tekið af blogginu mínu, http://einaraxel.blogspot.com ————– Eins og unglingum er von og vísa hef ég reynt á margan hátt að næla mér í smá aukapening í sumar og ein leið sem ég hef farið er sú að bera út blöðin, í afleysingum og í föstum útburði, hjá bæði Mogganum og...

Fermingar... enn og aftur (36 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þetta málefni hefur brunnið mér á hjarta í langan tíma og nú ákvað ég loksins að taka mig til og skrifa um þetta á huga. Vona bara að ég hafi ekki teygt lopann full mikið. Upp á síðkastið hef ég talsvert orðið var við það að fólk (mest jafnaldrar og félagar mínir) lýsi því yfir að ef það(fólkið) ætti að velja í dag hvort það myndi fermast myndi það sennilega ekki fermast, þ.e. kristilega. Þetta sýnir bara það að krakkar eru að fermast full fljótt. Kristilega ferming er náttúrulega (að...

Af stríði (25 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég ætla hér að segja frá bók, ég veit first-hand að þessi bók er ekki gefin út í gróðaskyni, nema þá að þar sé verið að tala um siðferðislegan gróða, enda fyrsta upplag aðeins örlítið. Þessi bók heitir ‘Af stríði’. Hún er gefin út af útgáfunni/ félaginu nýhil (http://www.nyhil.com) og er “AFBÓK #1”, sem þýðir væntanlega fyrsta bók í þessari línu. Ritstjóri er Haukur Már Helgason og er með BA-gráðu í heimsspeki. Ég er rétt varla búinn með formálann (Eftir ritstjórann sjálfan), og er þegar...

WC (6 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ensk hefðarfrú ætlaði að eyða fríi sínu í þýsku fjallaþorpi. Hún kunni ekki mikið í þýsku, en kom þó saman bréfi á bjagaðri þýsku, sem hún sendi skólastjóranum í þorpinu. Í bréfinu, bað hún skólastjórann um upplýsingar um eitt og annað, svo sem staðsetningu hússins, sem hún átti að dvelja í, útsýni og fleira. Jú, jú, skólastjórinn skildi þetta allt, nema eitt. Það var skammstöfun, sem hann botnaði alls ekkert í. Frúin hafði skrifað: “Eftir því sem ég kemst næst, er væntanlegur dvalarstaður...

Nörd, enn á ný... (12 álit)

í Lífsstíll (gamli) fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég var að fara yfir nokkrar gamlar greinar og þar sem mér þótti nú ótrúlegt að eitthvað álit á grein frá 7. maí væri lesið af mörgum ákvað ég að skrifa eina sjálfur. Þessar tilteknu greinar báru nöfnin “Að vera, eða ekki að vera nörd” eftir Bzzhar, og hin var “Að vera ekki nörd” eftir boltari. Báðar dagsettar 7. maí 2003. Mig langar að leiðrétta vissan misskilning um að nörd séu hallærisleg fífl sem þori engu og gera ekkert sem eru meira en 0.03% líkur á að misheppnist. Þessa skýringu rakst...

jafnaðarmenn í kosningum '03 (9 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Úff, nú er talningu atkvæða í alþingiskosningum 2003 nærri lokið, og munar 1 þingmanni á D-lista og S-lista, en 3 á stjórnarflokkum og stjórnarandstöðunni. Nú var ég að horfa upp á efnilegt þingmannsefni samfylkingarinnar í reykjavík suður víkja fyrir vinstri græna, 12 atkvæðum, sem er innan við 0,1% af atkvæðum, þetta þótti mér virkilega leiðinlegt að horfa upp á, þar sem þetta veikir stöðu samfylkingarinnar gegn sjálfstæðisflokknum, því “let's face it” eins og maður segir á góðri íslensku,...

Var Móse hönd Guðs eða bara valdasjúkur pólitíkus? (76 álit)

í Sagnfræði fyrir 21 árum
Ég hef svolítið kynnt mér Mósebækurnar og þekki þær allavega alveg jafn vel og hver annar. Mér er líka farið að finnast ólíklegra og ólíklegra að Móse hafi verið í nokkru sérstöku sambandi við Guð(ég er samt ekki trúleysingi). Guð átti að hafa birst Ísraelsmönnum uppi á tindi Sínaífjalls, Ísraelsmönnum var hinsvegar forboðið að koma nálægt rótum fjallsins og áttu að vera annað hvort grýttir eða skotnir ef þeir snertu rætur fjallsins. Sínaífjall er hærra en Hvannadalshnjúkur og því sé ég ekki...

Var Tolkien kynþáttahatari? (52 álit)

í Tolkien fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ókey, þú gætir haldið í fyrstu að ég sé einhver Tolkien-unfanatic eða eitthvað í þá áttina, en svo er ekki ég er mjög hrifinn af Tolkien og sögum hans og allt saman. Hinsvegar er þetta efni sem ég hef rekist á erlendu spjalli og þess háttar. Ég tek það fram að ég hef ekki leitað mér mikilla heimilda svo að eflaust eru til einhverjar heimildir sem vísa þessu algerlega á bug, eða þá öfugt. [mögulegur spoiler] Nú, helst ber að nefna að sögur hans byggjast á kynþáttum og hreinleika þeirra, m.a....
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok