Þrátt fyrir að það eigi eftir að telja utankjörstöðvaratkvæði að þá liggur nú nokkurneigin fyrir hvernig þessar kosningar fóru:

Framsókn tapaði 0,7 % fylgi en hélt sínum 12 þingsætum.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 7 % fylgi og 4 þingsætum og hefur 22.
Frjálslyndir bættu við sig 3,2 % fylgi og 2 þingsætum og hafa 4.
Samfylkingin bætti við sig 4,2 % fylgi og 3 þingsætum og hafa 20.
Vinstri-Grænir töpuðu 0,3 % fylgi og 1 þingmanni og hafa 5.
Hvorki Nýtt Afl né Kristján Pálsson fengu fylgi til að komast á þing. (tekið af mbl.is)

Stjórnin fékk 51,4 % fylgi og 34 þingmenn en stjórnarandstaðan 47,2 % og 29 þingmenn.

Það sprettur því óneytanlega upp sú spurning hvort þetta sé nóg fylgi fyrir stjórnina til að sitja áfram. Stjórnarflokkkarnir eru í sögulegu lámarki og hafa ekki verið svona lágir síðan 1978 eftir því sem ég best get aflað mér upplýsinga. Samfylkingin og Frjálslyndiflokkurinn eru hinu sönnu sigurvegarar þessarar kosninga og það væri óeðlilegt ef þessir flokkar sætu ekki í næstu ríkisstjórn. Reyndar er spurning hvort Framsókn og Samfylking reyndu fyrir sér saman. Það væri þá fyrsta tveggjaflokkastjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokks í lýðveldissögunni og fyrsta Evrópusinnaða rísisstjórn Ìslands. En 32 þingmenn eru líklega of lítið til þess að hafa starfhæfa ríkisstjórn. Líka spurning hvort við fáum miðjustjórn B, F og S. Það væri áhugavert að sjá hvernig einsmála flokkur eins og Frjálslyndir myndu vera í ríkisstjórn. Það væri líka sérstök staða að vera með stjórnarandstöðu sem væri meira sammála ríkisstjórninni en hvor öðrum. Èg tel allavega ólíklegt að Framsókn vilji taka þátt í annari ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá er algerlega búið að koma þeim af miðju stjórnmálanna og hann endanlega orðinn að hægriflokki. Sögulega hefur hann alltaf leytað til vinstri eftir lengri ríkisstjórnartímabil til hægri til að tryggja sér stöðuna á miðju stjórnmálanna. Ef Framsókn fer aftur í stjórn með Sjálfstæðisflokki að þá er hætt við að hann missi oddastöðuna sem hefur tryggt honum völdin í landinu nánast frá samfleytt frá lýðveldisstofnun.
Òlíklegt verður að teljast að VG komi að næstu stjórn. Flokkurinn missti einn þingmann og mun örugglega þurfa á næsta kjörtímabili til að finna hvað það var sem gerðist. Allar aðstæður voru fyrir flokkinn að stækka í þessum kosningum. Hægriríkisstjórn sem var búin að sytja í 12 ár, stríðsrekstur í Ìrak og stuðningur B og D við stríðið, baráttan fyrir náttúrunni á hálendinu og ekki síst sú staðreynd að flokkurinn hefur verið lang virkasti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi síðustu 4 árin. Hefur einvher hérna einhverjar góðar skýringar? Reyndar missir flokkurinn ekki mikið fylgi (o,3 %) en það kostar þingmann. Sem reyndar kemur að öðrum athyglisverðum punkti í þessum kosningum sem er nýja kjördæmaskipanin. Þessi breyting sem var gerð hefur ekki komið í veg fyrir að þingmennirnir fari ekki alltaf þªngað sem fylgið var mest. Þannig er stjórnin t.d. með 34 af 63 þingmönnum sem er tæp 54% þingsæta en bara með 51,4 % fylgi. Stjórnarandataðan er með 46 % þingsæta en 47,2 % fylgi. En þetta er þó nokkuð nærri lagi og mun nær en í mörgum öðrum vesturlöndum. Sjálfur er ég fylgjandi einu kjördæmi og frelsi til að velja af menn frá mörgum listum, en þessi kjördæma skipan er í mínum augum framför en sjálfsagt bara millistig í jöfnun atkvæðavægis.