Úrslit 2003 Jæja þá er þetta búið, og ljóst að ríkisstjórnin heldur velli með 34 þingmönnum á móti 29 stjórnar andstöðu mönnum, talað hefur verið um sigurvegara kosninganna sem samfylkinguna með því að hafa náð að komast upp að sjálfstæðismönnum í stærð og að Össur sé nú 1. þingmaður í Reykjavík norður, og að sjálfstæðisflokkurinn hafa tapað miklu fylgi frá því í fyrrra.

Fyrir mér lítur þetta svona út að framsókn sé hinn raunverulegi sigurvegari kosningarinnar og hefur Halldór nú sterka stöðu þegar hannn sest að samningaborði með sjálfstæðismönnum eða samfylkingu sem hann getur myndað stjórn með lík. Halldór sem forsætisráðherra? hver veit, kannski.

Nú skulum við líta á samfylkinguna. Í byrjun kosningarbaráttunar mældist samfylkingin með 40 prósent fylgi framan af alveg þangað til að Ingibjörg fór til Borgarnesar og hélt þar ræðu og hreytti skít að forsetisráðherra, þetta var pólítískur dauði hjá henni að breyta þessu upp í einvígi milli hennar og Davíðs enda fór fylgi samfylkingar að dala eftir það, ég held að hefði samfylkingin bara haldið sínu striki og ekki haldið ræðurnar tvær hefði þetta litið öðruvísi út núna.

Samfylkingin tapaði! Ingibjörg var vopn sem átti að nota til að fella ríkisstjórnina og það gékk ekki eftir og í næstu kosningum verður Ingibjörg ekki vopn eins og í þessari kosningu heldur bara annar frambjóðandi, samfylkingin felldi ekki ríkistjórnina, Ingibjörg kemst ekki á þing svo að samfylkingin missti Ingibjörgu sem borgarstjóra og hún kemst ekki á þing. Er hún atvinnulaus? nei hún finnur sér örugglega eitthvað annað.

Stöðuleikinn og hagvöxtur vann yfir nýbreytni.

en þetta er ekki alveg búið ennþá það á ennþá eftir að telja nokkur utankjörstaðar atkvæði en þetta er staðan eins og hún er núna.

kv

Chaves