Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Fordómar

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hahahalldóra, vissir þú að orðið grey hefur öðlast fleiri en eina merkingu í dag? Ég veit samt ekki alveg hvaða tilgangi þetta innlegg þitt þjónaði. Xyna Flott framtak hjá þér.

Re: Var lækkun áfengisaldurs samþykkt?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Lagafrumvörp fara fyrir 1.umræðu og ef þau ná í gegn í kosningu er þeim vísað í nefnd. Svo eru þau tekin til annarar umræðu og ef þau eru samþykkt þá þriðju umræðu og að henni lokinni er kosið um hvort samþykkja eigi lögin. <br><br>þar sem þú ert ekki sammála mér þá er ekkert mark takandi á þér (= núll) -GunniS

Re: Staða Samfylkingarinnar

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Eaue Samfylkingin var og er hugsuð sem breiðfylking jafnaðarmanna á Íslandi. Þegar ljóst þótti að hún ætlaði að taka upp nýjafnaðarstefnuna, eða hina svokölluðu þriðju leið, ákváðu þeir meðlimir hennar sem ekki voru tilbúnir í það sem þeir kalla málamiðlun að ganga í aðra flokka sem þeir töldu betur henta sínum skoðunum. Það dylst engum sem kynnt hefur sér málin að þriðja leið jafnaðarmanna sem nú ríkir og sést t.d. í Englandi er töluvert hægri smituð, sbr. stuðning við aukin einkarekstur og...

Re: Opið Bréf til Menntamálaráðherra

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“á við verðum að fá hann Össur kallinn sem ráðherra í framtíðinni :)” Af því að hann stóð sig svo vel síðast þegar hann var ráðherra?

Re: Heimurinn er öruggari staður !!!

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Geiri, ef BNA menn væru ekki búnir að ákveða að gefa skít í Afganistan þá gæti landið orðið jafn ríkt og Írak. Ein stærsta ástæðan fyrir innrásinni í Afganinstan var sú að Talíbanarnir voru byrjaðir að vera með frekju við bandarísku olíurisana. Þeir vildu leggja olíuleiðslur í gegnum Afganistan til þess að sleppa við að fara með þær í gegnum ríki sem settu upp hærra verð voru óvinveitt BNA. Þeir fengu ríkisstjórn Bush með sér í að díla við Talíbanana til þess að fá að leggja þessar línur...

Re: Fréttaflutningur og afþreying!

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“”Yellow journalism is a type of journalism where sensationalism triumphs over factual reporting. This may take such forms as the use of colorful adjectives, exaggeration, a careless lack of fact-checking for the sake of a quick “breaking news” story, or even deliberate falsification of entire incidents.“” Undir hvað af þessu fellur myndbirting DV? Ég held að fólk verði aðeins að átta sig á einu. Fjölmiðlar hafa nákvæmlega jafn mikið vald og við gefum þeim. Þeir geta ekki dæmt einn né neinn...

Re: MUSE - Reykjavík. 10.des

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Við skulum alveg átta okkur á nokkrum hlutum. Wembley er einn magnaðast hljómleikastaður í heimi. Það er ekki hægt að bjóða upp á samskonar hljóðkerfi eða hljóm í litlum höllum eins og Laugardalshöll á móti útistöðum eins og Wembley eða risastórum innihöllum. Þegar Muse koma til íslands eru þeir að enda sína lengstu tónleikaferð og þeir voru þreyttir og hálfveikir. Ef sviðið í laugardalshöll hefði verið 5 metrum hærra hefði þurft að selja færri miða því þá sæu þeir sem væru fremst ekkert. EN...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“þú getur alveg eins spurt hvaða konur voru á þingi árið 2000” Það eru ekki allar konur femínistar. Af hverju svararðu ekki spurningunni. Hvaða femínistar komu með þetta lagafrumvarp og hvernig náðu þeir þingmeirihluta? “það þarf ekki nema eina til að leggja fram frumvarp að lögum,” Reyndar eru einmenningsfrumvörp nánast óþekkt á alþingi, sérstaklega seinustu ár. minnst 32 þingmenn þurfa að samþykkja frumvörp til þess að þau verði lög. Það hafa aldrei verið 32 konur á alþingi í einu.

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hvaða femínistar settu lög árið 2000 á alþingi?

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“og ef þú virkilega hefur skoðað það sem ég hef fjallað um þá byrjaði sú andúð sem ég hef á femínistum út af því svari sem ég fékk frá ritara jafnréttisstofu út af fyrrispurn sem ég sendi þangað út af atvinnu auglýsingu þar sem konur voru sérstaklega hvattar til að sækja um, og svo kona ráðin. og það svar sem ritari jafnréttistofu gaf var að það væri löglegt að auglýsa starf svona því jafnréttislög kveða á um að það meigi.” Já s.s. þetta er allt útaf því að opinber stofnun fór eftir lögum...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“svo segiru að ég sé að væla yfir að fólk sem sé mér meira menntað sé ráðið í störf sem ég sæki um, nú hef ég MARG bennt á að KARLAR eru FLEIRI sem eru með Bcs gráðu í t.d tölvunafræði. og þeir eru FLEIRI sem eru atvinnulausir með þessa gráðu” Gunni, hvaða ofurmannlega átak á að þurfa til þess að þú áttir þig á hlutfallsreikningi? Tökum dæmi. 100 manns útskrifast sem kennarar. 80 konur og 20 karlar. Tveimur árum seinna eru 30 manns af þessum 100 atvinnulausir. 20 konur og 10 karlar. Nú vitum...

Re: Metallica Iðnvæddir

í Metall fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hallærislegar fullyrðingar segirðu. Hvað telur þú margar plötur með rolling stones þarna? Ég tel eina. Ég reyndar man ekki hvar ég sá þetta með að þeir séu söluhærri en Stones og bítlarnir en þessi listi þinn sannar því miður ekki neitt. Þarna er ekki verið að tala um heildarsölu heldur sölu einstakra diska. Skv. Metallica.com eru sjöunda söluhæsta hljómsveit í sögu BNA. Ég finn ekki í augnablikinu heildarsölutölur metallica en veit að þær voru yfir 80 milljónir fyrir tveimur árum skv....

Re: Metallica Iðnvæddir

í Metall fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“Gamli góði fílingurinn að vera að hlusta á metallica í góðum fíling er núna horfinn.” Mig langar aðeins að staldra við þessa línu. Hún er stórbrotinn. Þetta gæti verið frábær byrjun á þroskasögu ungrar manneskju. En því miður þá er greinin jafn slæm og setningarfræðivillan í þessari annars stórkostlegu setningu. Fyrir utan þá staðreynd að þegar hljómsveit gerir nýja plötu þá eyðist ekki sjálfkrafa allt annað sem þeir hafa gert þá er þessi sellout umræða eitthvað sem hefur fylgt metallica...

Re: Nýja Metallica = Tískubóla?

í Metall fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Mér finnst þetta eiginlega vera svolítið hrokafullt. Af hverju mega þessir gaurar ekki vera að byrja að fíla metallica núna? Verða allir að fíla gömlu Metallica? Ég held að við ættum algjörlega að láta það eiga sig að pirrast yfir tónlistarsmekk annara, jafnvel þótt hann mótist af því hvað pottpíví er að spila þessa stundina. Ef þessir gaurar byrja að hlusta á metallica þá eru allar líkur á því að þeir fari að fíla gamla efnið og þá geta allir þessir ‘alvöru’ aðdáendur verið glaðir, því það...

Re: Sönn Íslensk sakamál

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Er þá ekki um að gera að fá Sigurstein til þess bara? Reyndar held ég bara of mikið að gera hjá honum, formaður Geðhjálpar, formaður VG í kópavogi og fleira og fleira.<br><br>þar sem þú ert ekki sammála mér þá er ekkert mark takandi á þér (= núll) -GunniS

Re: Sígarettukaup?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef ég væri þú færi ég í þessa ágætu búð aftur með eintak af nýjustu tóbaksvarnarlögum með þér og bentir þeim á að þau eru að brjóta fjöldamörg ákvæði í lögunum og þeim munar varla um að brjóta eitt í viðbót. Þau þurfa fyrir það fyrsta að fá leyfi til þess að selja tóbak, það er reyndar auðfengið. Kúnnarnir mega ekki sjá tóbakið, það verður að vera lokað ofan í skúffu, undir borði eða bara hvar sem er svo lengi sem það blasi ekki við viðskiptavinum. Afgreiðslumennirnir þurfa að vera orðnir 18...

Re: Hugmynd af nýjum ferðamáta!

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Taka stólparnir sem ‘lyftan’ þyrfti væntanlega að notast við minna pláss heldur en segjum t.d. teinar fyrir sporvagna sem yrðu væntanlega settir ofaní götur? Og að setja upp þessa stólpa og öll þau mannvirki sem svona dæmi fylgir, plús það að kaupa vagnana, því ekki ætlarðu að bjóða fólki uppá að sitja úti í íslensku vetrarveðri? Og ætlarðu svo líka að hafa strætó fyrir gamla fólkið? Hvar kemur sparnaður inn í þessar hugmyndir þínar? Ekkert illa meint, þetta er góð pæling en ég er hræddur um...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ríkisstofnanir eru mjög misjafnar að stærð. Nei þetta er ekki réttlæting, ég er bara að reyna að útskýra það fyrir þér að einkafyrirtæki þurfa ekki að fara eftir jafnréttislögunum. Og flestir tölvunarfræðingar vinna í einkafyrirtækjum. Ekkert flóknara en það. Algjör óþarfi að fara í þessa vörn alltaf, the world isn't out to get you.

Re: Herinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
neibbs<br><br>þar sem þú ert ekki sammála mér þá er ekkert mark takandi á þér (= núll) -GunniS

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það hefur engin haldið því fram að konur eigi að ganga fyrir í einu og öllu. Því hefur verið haldið fram að skv. lögum sé ríkisstofnunum skylt til að láta það kyn ganga fyrir sem er í minnihluta í þeim stöðum sem sótt er um vinnu í.

Re: Herinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þar maður ekki að vera með borgararéttindi í svíþjóð til þess?<br><br>þar sem þú ert ekki sammála mér þá er ekkert mark takandi á þér (= núll) -GunniS

Re: Herinn

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef þú ert ekki með ríkisborgararétt í neinu landi sem hefur her er ekki mikið sem þér stendur til boða. Það er jú Norski herinn. Góður kostur þar sem þú getur lært mikið í honum og fengið ýmsa menntun sem gæti nýst þér seinna á ævinni. Svo er Ástralski herinn líka valkostur. Veit um einn Íslending sem var í honum og líkaði vel. Franska Útlendingaherdeildin á meira skylt við málaliðasamtök heldur en her. Ef þú vilt gríðarlegt harðræði og erfiði þá er það rétti staðurinn. En þín réttindi í...

Re: Móta karlar kröfur um útlit kvenna

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
“ég hef mikið rekist á fólk að undanförnu sem finnst í fínu lagi að ég sætti mig við vinnu, sem það svo sjálft hefur eingan áhuga á að vinna. ” Ég hef ekki séð betur en að þú hafir gert nákvæmlega það sama. “það er að segja ef þú hefur efni á að borga fyrir internet aðgang á launum sem eru borguð fyrir að vinna leikskóla. ” Ég var yfirleitt með rúmlega hundrað þús á mánuði eftir skatt þegar ég vann á leikskóla. Hvað eru atvinnuleysisbæturnar háar?

Re: Skondnir hlutir

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Málið er að það virðist enginn átta sig á því að þetta er yfirgengileg frekja hjá stjórn ÖBÍ. Stjórnvöld lofuðu ÖBÍ einum milljarði í aukningu styrkja og bauð þeim að vera með í því að búa til tillögur um hvernig eyða skildi honum. Þegar vinnu ÖBÍ lauk þá var niðurstaðan sú að tillögurnar sem komu frá ÖBÍ kostuðu hálfum milljarði meira en ákveðið hafði verið upphaflega. Öryrkjar halda því fram að Jón Kristjánsson hafi samt sem áður lofað því að þessi hálfi milljarður kæmi líka. En málið er...

Re: Landsbyggðarmál í ólestri

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hvernig getur kvótakerfi sem var sett á árið 1983 verið ríkisstjórn sem sat frá ‘91 og ’95 að kenna?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok