Fréttaflutningur og afþreying! Þetta átti eiginlega að vera svar við grein GummuiZ Nafn og myndbirtingar sakamanna.en þar sem ég gat ekki hætt að skrifa fyrr en ég var kominn með heila aðra grein ákvað ég að birta hana hérna!

Þetta er sorglegt dæmi um hvernig markaðurinn hefur áhrif á fjölmiðla. Þetta selur! Þetta selur því þetta hrærir upp í fólki og gerir það reitt út í óréttlætið. Þeir segja þetta vera allt í nafni sannleikans osf., meðan þessi blöð fjalla lítið um hið raunverulega óréttlæti eins og þá staðreynd að ríkistjórnin muni EKKI lækka skatta eins og hún var kosin til að gera!

Nafnbirting á saklausu fólki (því fólk er saklaust þar til það er fundið sekt) er aðeins ein af mörgum hlutum sem einkenna lélegan, hlutdrægan, gulan “Sensationisma” sem hefur einkennt sumar fréttastofur hér á landi.

DV er hluti af gulu pressunni núna, eins og BT og Ekstrabladet í DK, sem einnig eru að selja færri og færri blöð með hverju ári sem líður!

fann þetta á netinu:
“Yellow journalism is a type of journalism where sensationalism triumphs over factual reporting. This may take such forms as the use of colorful adjectives, exaggeration, a careless lack of fact-checking for the sake of a quick ”breaking news“ story, or even deliberate falsification of entire incidents.”
-http://en2.wikipedia.org/wiki/Yellow_jou rnalism

Það eru ekki allir fjölmiðlar hérna á landi sem einkennast af þessum töktum. Hér er mitt álit á þessum fjölmiðlum sem eru aðalega að flytja okkur fréttirnar, auk smá stjörnugjöf…

DV: er drasl! þó ágætis afþreying fyrir suma, og þá meina ég SUMA! Ef þið hafið áhuga á stjörnufréttum, lesið heldur “myndbönd mánaðarins”…
1/2 af 5 mögulegum

Fréttablaðið: hefur haldið sig á milli Gulu pressunar og hinar Hvítu (eða hvað andaskotanum kallað þeir það?!). Ágætis fréttaflutningur þó að heimildir hafa ekki alltaf verið réttar. Auk þess er fréttablaðið frítt! Þó veit enginn hver á blaðið, og “feisum” það, það skiptir máli hver á fjölmiðlin!
***1/2 af 5 mögulegum

Mogginn: er dálítið íhaldsamur ennþá og hefur reynt að halda sig í burtu frá stóru málunum. Traustur fréttaflutningur þó hann þorir ekki alltaf að segja frá öllu.
*** af 5 mögulegum

Stöð2: Hefur haft svolítið gulan lit á sér og er oft með æsifréttir og viðtöl þar sem eini tilgangurinn er að gera æsing… man ekki hvað fréttamaðurinn heitir sem tekur alltaf þessi viðtöl og reynir það lýta út eins og hann sé að tala við Nixon um Watergate eða eitthvað…
** af 5 mögulegum

RÚV: Er eins og mogginn aðeins rólegri og að mínu mati besta fréttastofan hér á landi eins og er… mér finnst þó dálítill blár litur af kastljósinu og skilst mér að meirihluti fréttastofurnar (sem við sjáum á skjánum) sé annaðhvort í framsókn eða sjálfstæðisflokknum, en það hefur sjaldan dregið úr hlutleysi fréttaflutnings þeirra…
**** af 5 mögulegum

…enginn fjölmiðill er fullkominn, því er gott að hafa þá eins marga og hægt er! Þó þarf að gera skil á milli afþreyingarfrétta (DV og “skrítnu fréttirnar” á 70mín) og alvöru fréttaflutnings! Þessa tvo hluti má ekki blanda saman því þeir hafa lítið með hvorn annan að gera. Ef fréttaflutningur ræðst af því hvað fólkið vill heyra þá getum við alveg eins bara farið og leitað af sannleikanum sjálf!

–Krizzi–
Riddari sanleikans!
N/A