Góðan dag.
Ég var stödd ásamt nokkrum skólafélögum í Tiger í kringlunni. Við afgreiðsluborðið voru í körfu litlir glerhólkar, með sígarettu og lítilli eldspítu inní og utan á stóð, In emergency break glass. Þetta var svolítið fyndið og tvær vinkonur mínar ákváðu að kaupa svona, önnur fyrir bekkjarsystur sína sem nýhætt var að reykja og hin fyrir kærastann. Sú þeirra sem fyrst var í röðinni gekk upp að afgreiðsluborðinu og rétti fram 200 krónur. Þá bað afgreiðslumaðurinn um skilríki. Hún að sjálfsögðu hváði og spurji afhverju í ósköpunum. Þá sagði hann: Það er í lögunum að það sé bannað að selja fólki yngra en 18 ára tóbak! Þar sem okkur vantar tæp tvö ár uppá þá gat vinkona mín ekki keypt þetta. 1. Afhverju ættum við að kaupa okkur sígarettu í gelrhólki?Ekki til þess að reykja hana, við gætum frekar keypt 20 sígarettur fyrir 500 kall. 2.Er þetta flokkað sem tóbak?Þetta var allt molnað, og aldrei myndi ég reykja sígarettu sem að væri hugsanlega öll útí glerbrotum eftir að ég hefði brotið hólkinn. Mig hefði aldrei grunað að við mættum ekki kaupa þetta! 3. Fyrst að þetta er selt sem tóbak, eru þeir þá með leyfi fyrir tóbakssölu?Hver veit…
Þetta er það heimskulegasta sem ég hef heyrt. Það var heldur ekki að við værum 8 ára guttar sem mundum fara út fyrir kringluna og vera prakkara og reykja. Jæja en ég vildi allavegana vita hvað öðrum finnst um þetta. Og ég vil segja áður en þið svarið að ég vil ekki vera skömmuð eða grýtt niður með svörunum. Og líka, er ekki sígarettur alltaf í hillu bakvið búðarborðið eða undir því. Þetta var bara á glámbekk. Ég er ekkert sár útaf þessu eins og sumir myndu kannski álykta en ég er bara að forvitnast…
Virðingarfyllst Elle =)