Fordómar er ansi stórt orð til að fara með, þessvegna megið þið koma með ykkar skoðannir á þessari grein eins og ykkur sýnist.
Maður lærir bara af mistökum vona ég.
Jæja fordómar eru hræðilegir. En því miður höfum við öll einhverja fordóma og það er bara staðreynd. Reyndar eru sumir fordómar svo smávægilegir að það er varla hægt að kalla þá fordóma. Eins og t.d hjá litlum krökkum sem segja að fiskur sé vondur án þess að hafa smakkað hann. En hinsvegar eru það stóru fordómarnir sem eru hræðilegir. Eins og kynþátta fordómar eða fordómar yfir hommum og lesbíum. Svolleiðis fordómar og margir fleiri verður að uppræta. Eða allavega þeir sem hafa svona fordóma, finnst mér, að þeir megi bara halda þeim fyrir sig. Sjálf hef ég hræðilega mikla fordóma fyrir fólki sem hefur kynþátta fordóma og bara svona stóra fordóma yfir höfuð. Sjálfsagt er þetta alls ekki allt vont fólk en bara með brenglaðar skoðannir en ég veit að sumir eru samfélaginnu hættulegir.
Eitt af þeim fordómun sem mér finnst hræðilegir eru gyðinga fordómar. Ég fer næstum alltaf að gráta þegar ég hugsa um greyið gyðinganna í seinni heimstyrjöldinni, hvernig var farið með þá. Það er hörmung að vita til þess að einn maður hafi átt sök á því að milljónir gyðinga voru pyntaðir í bak og fyrir, drepnir og misnotaðir hræðilega í seinni heimstyrjöldinni. Sumir gyðingar enn í dag þurfa að sitja fyrir fordómum frá almenningi. Skrítið að fólk átti sig ekki á því að það er að niðurbrjóta fólk andlega. Auðvitað getur fólkið ekki ráðið í hvaða kynþátt eða trú það fæðist í. Hvað getur það gert í því?! Ég sjálf vil berjast fyrir því að hjálpa fólki sem hefur lent í svona fordómum og ég held að samfélagið þurfi alldeilis að taka sig á!
Þeir sem eru að lesa þetta og hafa orðið fyrir fordómum hljóta að skilja hvað ég á við.
Endilega skrifið mér sögur af því sem þið hafið lent í inná nýtt e-mail sem ég stofnaði. Það er fordomarburt@hotmail.com. Verið ekki hrædd að skrifa. Ég er að gera þetta til að berjast fyrir að svona fordómar verði upprættir hérna.
Að lokum. Takk fyrir mig.
Xyna