Mancubus, það sem eaue var að reyna að segja er að jafnrétti snýst um meira en kynin, inn í það falla fatlaðir, fólk af mismunandi kynþáttum, trú, menningu og fleira og fleira. Feminismi er bara einn angi af jafnréttisbaráttu. Af hverju ætti FÍ að vilja friða þá sem ekki geta hugsað sér að velta því fyrir sér hvað stendur á bakvið nafnið? Ég sé engan tilgang í því. Þeir sem eru svona fljótir að dæma hlutina og eru fordómafullir eru ekki líklegir til þess að skipta um skoðun, sama hvað gengur á.