Sælir og blessaðir hugarar.

Mér hefur lengi þótt nokkuð skondið hve fólki er oft heitt í hamsi með málefni sem í raun koma þeim ekkert við.
Ekkert við…Það er kannski ofsögum sagt. Við búum öll í sama heimi og það kemur okkur svo sem öllum við þegar þjóðhöfðingji valdamesta lands í heimi fer út í stríð. En hví er erum við svona ógurlega, gífurlega tilfinningalega sokkin ofan í þetta málefni frekar heldur mörg önnur.

Ég hef ennþá ekki séð greininna um öryrkjamálið þar sem einhver tekur hlið ríkisstjórnarinnar eða öryrkjanna. En sú grein mundi eflaust fá innan við tíu svör.

Aftur á móti þegar Selena, skrifaði ágætis grein um hræsni og dómgreindarlausi á leiðtoga lands sem er í annarri heimsálfu og er í stríði við land í en annarri heimsálfu og en lengra frá okkur þá fékk hún: MEIRA EN 160 SVÖR!!!

Þetta segir ýmislegt um greinina, svo var auðlesin, skemmtileg og kveikti svo sannarlega í fólki.

Aftur á móti voru svörin í lakara lagi. Fólk skrumskældi mannkynsögunna til að styðja sín sjónarmið. Babýlón var allt í einu orðið samtíma ríki Rómarveldis og staðsett í Sýrlandi til dæmis. (Sem að ég veit að er rangt, ég sá strax að það var rangt en gáði til öryggis í eina sögubók sem staðfesti grun minn). Ártöl og staðreyndir sveifluðust til og frá eftir því hvort þú studdir Ísrael eða Palestínu. Með öðrum orðum þá voru svörin oft á tíðum fáránleg.

Þetta sýnir kannski fyrst og fremst hversu ótrúlega tilfinningalega tengd við erum þessum málum. Annars vegar innileg ást á bandaríkjunum, innilegt hatur á þeim, mikil samúð með palestínu aröbum og mikil samúð með gyðingum.

En enginn æsir sig svona yfir innlendum málefnum. Eins og öryrkjamálinu…

Ég skal játa nokkuð: Mér stendur líka á sama um öryrkjanna en er sífellt að rífast við sjálfan mig og aðra um réttmæti Íraksinnrásarinnar.
Þetta er stórmerkilegt:)