Á þriðjudaginn næsta verður fundur uppi í Ásatrúarfélagi. Þessir fundir sem þar eru haldnir eru kallaðir tunglfundir og eru haldnir alltaf kvöldið fyrir fullt tungl. Þú getur séð nánari upplýsingar um það á “Atburðir” hérna til hliðar á síðunni. Á síðasta fundi í síðasta mánuði var umræðuefnið einmitt Wicca. Við erum mörg, sem stundum wicca, sem stundum einnig þessa fundi. Það eru einnig til endalaust margar vefsíður um Wicca. Flestar á ensku reyndar, en það ætti ekki að saka einn né neinn....