Ok. Strákar káfa á stelpum, þær garga og læti og öllum finnst voða gaman. Hvað í fokkanum eiga vesalings hommarnir í grunnskólum landsins að gera??? Ef þeir koma út úr skápnum, verða þeir lagðir í einelti og núna tala ég af eigin reynslu! Hvað í fokkanum eiga hommar á aldrinum 13-18 ára að gera? Ríða stelpum? nei takk! Hvernig eigum við að svala kynþorsta okkar? Runk er gaman, en ekki SVONA gaman! Maður verður að hafa einhvern með sér í þessu.
Þegar ég var í 9 bekk, reyndi ég við einn strák sem ég hélt að væri hommi, en nei nei, auðvitað var hann streit, og ekkert mál, ég bara gekk burtu og hélt að þetta væri bara grafið og gleymt, en daginn eftir í skólanum bauð annar hver gaur mér að totta sig, ég tók þessu eins og maður og sagði þeim vinsamlegast að halda kjafti og klappaði þeim létt á kinnina með hnefa hægri handar!
Endaði það svo að eftir of mörg of föst klöpp á kinn, var ég rekinn úr skóla. Marg oft reyndi ég að segja að ég lemdi þá ekki að ástæðu lausu, það væri út af því að þeir væru alltaf að bögga mig út af því að ég var gay. Það endaði svo að ég bauð skólastjóranum tott, til þess að sanna að ég væri virkilega hommi þegar hann sagði að þetta væri bara leim afsökun fyrir því að lemja alla. Eftir það var ég rekinn og hélt af stað í annan skóla í leit að betra lífi og fá að vera hommi í friði. En auðvitað var það ekki hægt í þessu svokallaða “frjálsa landi”. Aftur byrjaði sama sagan, ég lamdi burt allt kvikt og eftir stutta dvöl í nýjum skóla var ég aftur rekinn og enn hélt ég í nýjan skóla í leit að friðsamlegu lífi.
Enn er ég í sama skóla, og líður svo sem ágætlega. En aðalástæðan fyrir því að ég tolli að ég flutti í annað sveitarfélag þar sem enginn þekkti mig og enginn veit að ég er hommi. Mig langar til að segja frá því, en vill ekki gera fjölskyldumeðlimum mínum það að flytja enn aftur út af kynhneigð minni.
Er þetta venjulegt í skólum landsins?
Eru allir svona “hræddir” við homma og lessur?
Af hverju? Af hverju getur fólk ekki bara sagt hreinskilnislega að það sé streit?
Fatta þetta ekki!!!
Gerið þið það?